Þingið fellir útgöngusamning May í þriðja skiptið Kjartan Kjartansson skrifar 29. mars 2019 14:49 May beið enn einn ósigurinn í þinginu í dag. Vísir/EPA Meirihluti breska þingsins hafnaði útgöngusamningi Theresu May, forsætisráðherra, í þriðja skipti í atkvæðagreiðslu nú fyrir stundu. Að óbreyttu hafa Bretar því val um að ganga úr sambandinu 12. apríl eða að fresta útgöngunni til lengri tíma. Samningurinn var felldur með 344 atkvæðum gegn 286. Evrópusambandið hafið gefið Bretum frest á útgöngunni, sem átti að vera í dag, til að gefa þeim svigrúm til að samþykkja útgöngusamning til 12. apríl. Fulltrúar þess hafa lýst því yfir að yrði samningurinn ekki samþykktur í Bretlandi féllust þeir aðeins á lengri frestun, allt að árslanga. „Afleiðingar ákvörðunar neðri deildarinnar eru alvarlegar. Ég óttast að við séum að ná endamörkum þessa ferlis í neðri deildinni,“ sagði May eftir atkvæðagreiðsluna. Hún gaf ekkert uppi um hver næstu skref ríkisstjórnar hennar yrðu. Hefði samningurinn verið samþykktur í dag hefði Evrópusambandið verið tilbúið að veita frest á útgöngunni til 22. maí svo hægt væri að ganga frá lausum endum. May hafði heitið því að segja af sér yrði samningurinn hennar loks samþykktur. Þingið hafði kolfellt sama samning í tvígang fyrr á þessu ári. Nú þarf May að reyna að fá lengri frest frá Evrópusambandinu til að komast hjá útgöngu án samnings eftir tvær vikur. Varað hefur verið við alvarlegum efnahagslegum afleiðingum fyrir Bretlandi ef svonefnt hart Brexit verður niðurstaðan. Lengri frestur þýðir að Bretar þurfa að líkindum að taka þátt í Evrópuþingskosningnum sem fara fram í vor. Donald Tusk, forseti Evrópuráðsins, lýsti því yfir eftir að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar var ljós áðan að hann ætlaði sér að kalla ráðið saman til fundar 10. apríl, tveimur dögum fyrir væntanlega útgöngu Breta. The Guardian segir að hópur þingmanna Íhaldsflokks May sem felldi samninginn í fyrri tvö skiptin sem hann var lagður fyrir þingið hafi stutt samninginn nú. Það hafi hins vegar dugað skammt þar sem þingmenn DUP, norður-írska sambandssinnaflokksins sem ver minnihlutastjórn May falli, og þingmenn Verkalýðsflokksins stóðu á móti. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, kallaði eftir því að May segði af sér. Hann hefur sjálfur sætt harðri gagnrýni fyrir framgöngu sína í Brexit-málum. Undir stjórn hans hefur Verkamannaflokknum ekki orðið neitt ágengt þrátt fyrir ófarir Íhaldsflokks May sem hefur verið klofinn vegna Brexit. Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Meirihluti breska þingsins hafnaði útgöngusamningi Theresu May, forsætisráðherra, í þriðja skipti í atkvæðagreiðslu nú fyrir stundu. Að óbreyttu hafa Bretar því val um að ganga úr sambandinu 12. apríl eða að fresta útgöngunni til lengri tíma. Samningurinn var felldur með 344 atkvæðum gegn 286. Evrópusambandið hafið gefið Bretum frest á útgöngunni, sem átti að vera í dag, til að gefa þeim svigrúm til að samþykkja útgöngusamning til 12. apríl. Fulltrúar þess hafa lýst því yfir að yrði samningurinn ekki samþykktur í Bretlandi féllust þeir aðeins á lengri frestun, allt að árslanga. „Afleiðingar ákvörðunar neðri deildarinnar eru alvarlegar. Ég óttast að við séum að ná endamörkum þessa ferlis í neðri deildinni,“ sagði May eftir atkvæðagreiðsluna. Hún gaf ekkert uppi um hver næstu skref ríkisstjórnar hennar yrðu. Hefði samningurinn verið samþykktur í dag hefði Evrópusambandið verið tilbúið að veita frest á útgöngunni til 22. maí svo hægt væri að ganga frá lausum endum. May hafði heitið því að segja af sér yrði samningurinn hennar loks samþykktur. Þingið hafði kolfellt sama samning í tvígang fyrr á þessu ári. Nú þarf May að reyna að fá lengri frest frá Evrópusambandinu til að komast hjá útgöngu án samnings eftir tvær vikur. Varað hefur verið við alvarlegum efnahagslegum afleiðingum fyrir Bretlandi ef svonefnt hart Brexit verður niðurstaðan. Lengri frestur þýðir að Bretar þurfa að líkindum að taka þátt í Evrópuþingskosningnum sem fara fram í vor. Donald Tusk, forseti Evrópuráðsins, lýsti því yfir eftir að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar var ljós áðan að hann ætlaði sér að kalla ráðið saman til fundar 10. apríl, tveimur dögum fyrir væntanlega útgöngu Breta. The Guardian segir að hópur þingmanna Íhaldsflokks May sem felldi samninginn í fyrri tvö skiptin sem hann var lagður fyrir þingið hafi stutt samninginn nú. Það hafi hins vegar dugað skammt þar sem þingmenn DUP, norður-írska sambandssinnaflokksins sem ver minnihlutastjórn May falli, og þingmenn Verkalýðsflokksins stóðu á móti. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, kallaði eftir því að May segði af sér. Hann hefur sjálfur sætt harðri gagnrýni fyrir framgöngu sína í Brexit-málum. Undir stjórn hans hefur Verkamannaflokknum ekki orðið neitt ágengt þrátt fyrir ófarir Íhaldsflokks May sem hefur verið klofinn vegna Brexit.
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira