Breska ríkisstjórnin sögð hafa hafnað nýjum samningi um helgina 11. mars 2019 14:55 May sagði Juncker frá því í símtali í gær að ráðherrar hennar hefðu fúlsað við málamiðlun ESB um írsku baktrygginguna. Vísir/EPA Ráðherrar í ríkisstjórn Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, eru sagðir hafa hafnað breytingum sem Evrópusambandið var tilbúið að gera á útgöngusamningi um helgina. Viðræðurnar eru sagðar hafa siglt í strand þegar aðeins átján dagar eru þar til Bretar ætla að ganga úr sambandinu.Reuters-fréttastofan segir að fulltrúar Bretlands og Evrópusambandsins hafi verið nálægt samkomulagi á laugardag og hefur eftir evrópskum embættismönnum. Sambandið hafi verið tilbúið að semja um ákvæði sem gerði bresku ríkisstjórninni kleift að segja sig einhliða frá svonefndri baktryggingu um landamæri á Írlandi. Fylgjendur útgöngunnar í Íhaldsflokki May eru ósáttir við baktrygginguna en í henni felst að Norður-Írland yrði áfram hluti af tollabandalagi ESB eftir útgöngunni þangað til samið yrði um varanlegt fyrirkomulag sem kæmi í veg fyrir að setja þyrfti upp hefðbundin landamæri á milli Írlands og Norður-Írlands. Óttast þeir að fyrirkomulagið með festa Bretland inni í tollabandalaginu ef engin tímamörk verða sett á baktrygginguna. Vonir um að þetta útspil ESB gæti leitt til breytinga á útgöngusamningnum sem breskir þingmenn höfnuðu með afgerandi meirihluta í janúar kulnuðu þó fljótt. Ráðherrar í ríkisstjórn May höfnuðu breytingunni og greindi May frá því í símtali við Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í gærkvöldi. Breska þingið á að greiða atkvæði um útgöngusamninginn á morgun. Verði hann felldur öðru sinni kjósa þingmenn um hvort þeir vilja ganga úr sambandinu án samnings. Sé ekki meirihluti fyrir því verða þingmenn látnir greiða atkvæði um hvort fresta eigi útgöngunni. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Ekkert þokast í Brexit-viðræðum Ekkert þokast í viðræðum Breta og Evrópusambandsins hvað varðar Brexit en á morgun eiga þingmenn á breska þinginu að kjósa á ný um samning Theresu May forsætisráðherra um útgöngu úr sambandinu. 11. mars 2019 07:50 Ekki meirihluti fyrir annarri Brexit-þjóðaratkvæðagreiðslu Ef marka má opinber ummæli breskra þingmanna er ekki meirihluti fyrir því að kjósa aftur um útgönguna úr Evrópusambandinu. 11. mars 2019 08:49 Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Sjá meira
Ráðherrar í ríkisstjórn Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, eru sagðir hafa hafnað breytingum sem Evrópusambandið var tilbúið að gera á útgöngusamningi um helgina. Viðræðurnar eru sagðar hafa siglt í strand þegar aðeins átján dagar eru þar til Bretar ætla að ganga úr sambandinu.Reuters-fréttastofan segir að fulltrúar Bretlands og Evrópusambandsins hafi verið nálægt samkomulagi á laugardag og hefur eftir evrópskum embættismönnum. Sambandið hafi verið tilbúið að semja um ákvæði sem gerði bresku ríkisstjórninni kleift að segja sig einhliða frá svonefndri baktryggingu um landamæri á Írlandi. Fylgjendur útgöngunnar í Íhaldsflokki May eru ósáttir við baktrygginguna en í henni felst að Norður-Írland yrði áfram hluti af tollabandalagi ESB eftir útgöngunni þangað til samið yrði um varanlegt fyrirkomulag sem kæmi í veg fyrir að setja þyrfti upp hefðbundin landamæri á milli Írlands og Norður-Írlands. Óttast þeir að fyrirkomulagið með festa Bretland inni í tollabandalaginu ef engin tímamörk verða sett á baktrygginguna. Vonir um að þetta útspil ESB gæti leitt til breytinga á útgöngusamningnum sem breskir þingmenn höfnuðu með afgerandi meirihluta í janúar kulnuðu þó fljótt. Ráðherrar í ríkisstjórn May höfnuðu breytingunni og greindi May frá því í símtali við Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í gærkvöldi. Breska þingið á að greiða atkvæði um útgöngusamninginn á morgun. Verði hann felldur öðru sinni kjósa þingmenn um hvort þeir vilja ganga úr sambandinu án samnings. Sé ekki meirihluti fyrir því verða þingmenn látnir greiða atkvæði um hvort fresta eigi útgöngunni.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Ekkert þokast í Brexit-viðræðum Ekkert þokast í viðræðum Breta og Evrópusambandsins hvað varðar Brexit en á morgun eiga þingmenn á breska þinginu að kjósa á ný um samning Theresu May forsætisráðherra um útgöngu úr sambandinu. 11. mars 2019 07:50 Ekki meirihluti fyrir annarri Brexit-þjóðaratkvæðagreiðslu Ef marka má opinber ummæli breskra þingmanna er ekki meirihluti fyrir því að kjósa aftur um útgönguna úr Evrópusambandinu. 11. mars 2019 08:49 Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Sjá meira
Ekkert þokast í Brexit-viðræðum Ekkert þokast í viðræðum Breta og Evrópusambandsins hvað varðar Brexit en á morgun eiga þingmenn á breska þinginu að kjósa á ný um samning Theresu May forsætisráðherra um útgöngu úr sambandinu. 11. mars 2019 07:50
Ekki meirihluti fyrir annarri Brexit-þjóðaratkvæðagreiðslu Ef marka má opinber ummæli breskra þingmanna er ekki meirihluti fyrir því að kjósa aftur um útgönguna úr Evrópusambandinu. 11. mars 2019 08:49