Ferskir vindar Davíð Þorláksson skrifar 13. mars 2019 07:00 Fundur Íslendinga á Kanaríeyjum ályktaði á laugardaginn í þá veru að fresta ætti að heimila innflutning á fersku kjöti. Ályktunin kemur líklega um 12 árum of seint, en það var árið 2007 sem íslensk stjórnvöld ákváðu að Ísland myndi innleiða matvælalöggjöf Evrópusambandsins. Með því varð ljóst að við myndum þurfa að leyfa innflutning á fersku kjöti eins og síðar hefur verið staðfest af bæði Hæstarétti og EFTA-dómstólnum. Matvælalöggjöf ESB gerir, eðli málsins samkvæmt, ekki greinarmun á kjöti og fiski. Og þar stendur hnífurinn í Galloway-kúnni. Þetta mál snýst nefnilega fyrst og fremst um útflutning á fiski, en ekki innflutning á kjöti. Viðskiptafrelsi er ekki einstefnugata. Ef við takmörkum innflutning á kjöti þá verður mun erfiðara fyrir okkur að flytja út fisk til ESB. Í því felast mun stærri hagsmunir í krónum talið fyrir Ísland. Aukið framboð af kjöti fyrir íslenska neytendur og ferskir vindar viðskiptafrelsis eru bara rúsínan í franska pylsuendanum. Samhliða þessu verður gripið til mótvægisaðgerða til að draga úr hættu á að sýkingar berist til landsins. Það er þó aldrei hægt að koma algerlega í veg fyrir slíkt enda geta þær borist með erlendum ferðamönnum sem koma hingað til lands og Íslendingum sem ferðast erlendis. Grundvallaratriði er þó, í þessu eins og öðru, að treysta fullorðnu fólki til að taka sjálft ákvarðanir um það hvað það kaupir sér. Ætli til dæmis Íslendingarnir á Kanarí hafi tekið með sér nesti að heiman eða tekið upp vegan lífsstíl á meðan þau eru ytra? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Mest lesið Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar Skoðun Auðlind þjóðarinnar Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar Skoðun Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Táknmálstúlkun Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem skrifar Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma Þröstur Ólafsson skrifar Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson skrifar Skoðun Sjáðu Gaza Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson skrifar Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er okkar rektor Tinna Laufey Ásgeirsdóttir,Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Segja stjórnendur RÚV af sér vegna falsfréttanna? Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Barn síns tíma? Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Óþolandi ástand Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Merkið stendur þó maðurinn falli Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta og jöfnuður Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Menntastofnun eða spilavíti? Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Keppnismaðurinn Magnús Karl Magnússon Bjarni Elvar Pjétursson skrifar Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Úkraína og stóra myndin í alþjóðasamskiptum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Fundur Íslendinga á Kanaríeyjum ályktaði á laugardaginn í þá veru að fresta ætti að heimila innflutning á fersku kjöti. Ályktunin kemur líklega um 12 árum of seint, en það var árið 2007 sem íslensk stjórnvöld ákváðu að Ísland myndi innleiða matvælalöggjöf Evrópusambandsins. Með því varð ljóst að við myndum þurfa að leyfa innflutning á fersku kjöti eins og síðar hefur verið staðfest af bæði Hæstarétti og EFTA-dómstólnum. Matvælalöggjöf ESB gerir, eðli málsins samkvæmt, ekki greinarmun á kjöti og fiski. Og þar stendur hnífurinn í Galloway-kúnni. Þetta mál snýst nefnilega fyrst og fremst um útflutning á fiski, en ekki innflutning á kjöti. Viðskiptafrelsi er ekki einstefnugata. Ef við takmörkum innflutning á kjöti þá verður mun erfiðara fyrir okkur að flytja út fisk til ESB. Í því felast mun stærri hagsmunir í krónum talið fyrir Ísland. Aukið framboð af kjöti fyrir íslenska neytendur og ferskir vindar viðskiptafrelsis eru bara rúsínan í franska pylsuendanum. Samhliða þessu verður gripið til mótvægisaðgerða til að draga úr hættu á að sýkingar berist til landsins. Það er þó aldrei hægt að koma algerlega í veg fyrir slíkt enda geta þær borist með erlendum ferðamönnum sem koma hingað til lands og Íslendingum sem ferðast erlendis. Grundvallaratriði er þó, í þessu eins og öðru, að treysta fullorðnu fólki til að taka sjálft ákvarðanir um það hvað það kaupir sér. Ætli til dæmis Íslendingarnir á Kanarí hafi tekið með sér nesti að heiman eða tekið upp vegan lífsstíl á meðan þau eru ytra?
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar
Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar
Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun