Árás á fullveldi Íslands Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar 13. mars 2019 11:13 Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu í málinu, sem varðar skipun dómara í Landsrétt, er ekkert minna en árás á fullveldi Íslands. Um það ættum við öll að geta verið sammála, hvort sem við í orðaskakinu innanlands „höldum með“ dómsmálaráðherra eða stjórnarmeirihlutanum eða þeim sem vilja veita ríkisstjórninni aðhald og andstöðu. Þá geng ég út frá því að Íslendingar séu einhuga um að vilja varðveita fullveldi landsins. Lýsa má aðild hinna íslensku valdastofnana nokkurn veginn svona: 1. Dómsmálaráðherra lagði tillögu sína um skipun dómaranna 15 fyrir Alþingi svo sem ráðherranum bar. Deilt er um hvort ráðherrann hafi sinnt rannsóknarskyldu þegar hann gerði tillögu sína. 2. Alþingi samþykkti tillögu ráðherra um skipun dómaranna. Deilt er um hvort heimilt hafi verið að greiða atkvæði um tillöguna í einu lagi eða hvort bera þurfti hana upp þannig að atkvæði yrðu greidd um hvern umsækjendanna um sig. 3. Forseti Íslands staðfesti skipun dómaranna 15. 4. Hæstiréttur Íslands komst að þeirri niðurstöðu að annmarkar sem verið hefðu á skipunarferlinum hefðu ekki þær afleiðingar að skipun þeirra fjögurra dómara, sem ráðherra gerði tillögu um en ekki höfðu verið á lista matsnefndar, teldist ógild (dómur 24. maí 2018 í máli nr. 10/2018). Þeir sætu í embættum sínum þar til þeim yrði vikið úr þeim með dómi, eins og stjórnarskráin kveður á um. Þar með var þessum ágreiningi lokið. Þá stígur Mannréttindadómstóll Evrópu inn á sviðið. Meirihluti hans telur að dómararnir fjórir hafi ekki verið löglega skipaðir. Í því felist mannréttindabrot á manni sem sakaður hafði verið um refsivert brot og dæmdur fyrir það, m.a. af einum hinna fjögurra dómara, með dómi sem Hæstiréttur síðan hafði staðfest. MDE taldi ekki að þetta hefði leitt til þess að málsmeðferðin gegn manninum hefði að efni til verið ófullnægjandi, þ.e. að hann hefði ekki notið þeirra réttinda sem honum bar við málsmeðferðina. Samt hefði verið brotinn á honum réttur vegna annmarka á skipun eins dómaranna. Íslendingar þurfa að skilja að hér er á ferðinni umbúðalaus árás á fullveldi Íslands. Svo sem að framan er lýst hafa þær stofnanir hér innanlands sem um ræðir komist að niðurstöðu um að dómarinn sé réttilega skipaður í embætti með þeim hætti að honum verði ekki komið úr því nema með dómi. Þær hafa líka komist að þeirri niðurstöðu, sem MDE reyndar véfengir ekki, að maðurinn hafi hlotið réttláta málsmeðferð. Hvað er dómurinn þá að vilja? Hvað kemur honum við skipun dómarans sem allar íslenskar valdastofnanir hafa staðfest að sé gild? Ástæða er til að skora á þátttakendur í málskrúði daganna að sitja nú á sér og taka höndum saman um að hrinda þessari aðför sem Ísland hefur nú sætt frá erlendri stofnun sem blygðunarlaust sækir sér vald sem hún fer alls ekki með. Þeir ættu að sýna stærð með því að sameinast til varnar fyrir fullveldi landsins í stað þess að hjakka í fari síður merkilegra deilna innanlands.Höfundur er lögmaður.(Pistillinn birtist fyrst á síðu lögmannastofunnar JSG lögmenn.) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinar Gunnlaugsson Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu í málinu, sem varðar skipun dómara í Landsrétt, er ekkert minna en árás á fullveldi Íslands. Um það ættum við öll að geta verið sammála, hvort sem við í orðaskakinu innanlands „höldum með“ dómsmálaráðherra eða stjórnarmeirihlutanum eða þeim sem vilja veita ríkisstjórninni aðhald og andstöðu. Þá geng ég út frá því að Íslendingar séu einhuga um að vilja varðveita fullveldi landsins. Lýsa má aðild hinna íslensku valdastofnana nokkurn veginn svona: 1. Dómsmálaráðherra lagði tillögu sína um skipun dómaranna 15 fyrir Alþingi svo sem ráðherranum bar. Deilt er um hvort ráðherrann hafi sinnt rannsóknarskyldu þegar hann gerði tillögu sína. 2. Alþingi samþykkti tillögu ráðherra um skipun dómaranna. Deilt er um hvort heimilt hafi verið að greiða atkvæði um tillöguna í einu lagi eða hvort bera þurfti hana upp þannig að atkvæði yrðu greidd um hvern umsækjendanna um sig. 3. Forseti Íslands staðfesti skipun dómaranna 15. 4. Hæstiréttur Íslands komst að þeirri niðurstöðu að annmarkar sem verið hefðu á skipunarferlinum hefðu ekki þær afleiðingar að skipun þeirra fjögurra dómara, sem ráðherra gerði tillögu um en ekki höfðu verið á lista matsnefndar, teldist ógild (dómur 24. maí 2018 í máli nr. 10/2018). Þeir sætu í embættum sínum þar til þeim yrði vikið úr þeim með dómi, eins og stjórnarskráin kveður á um. Þar með var þessum ágreiningi lokið. Þá stígur Mannréttindadómstóll Evrópu inn á sviðið. Meirihluti hans telur að dómararnir fjórir hafi ekki verið löglega skipaðir. Í því felist mannréttindabrot á manni sem sakaður hafði verið um refsivert brot og dæmdur fyrir það, m.a. af einum hinna fjögurra dómara, með dómi sem Hæstiréttur síðan hafði staðfest. MDE taldi ekki að þetta hefði leitt til þess að málsmeðferðin gegn manninum hefði að efni til verið ófullnægjandi, þ.e. að hann hefði ekki notið þeirra réttinda sem honum bar við málsmeðferðina. Samt hefði verið brotinn á honum réttur vegna annmarka á skipun eins dómaranna. Íslendingar þurfa að skilja að hér er á ferðinni umbúðalaus árás á fullveldi Íslands. Svo sem að framan er lýst hafa þær stofnanir hér innanlands sem um ræðir komist að niðurstöðu um að dómarinn sé réttilega skipaður í embætti með þeim hætti að honum verði ekki komið úr því nema með dómi. Þær hafa líka komist að þeirri niðurstöðu, sem MDE reyndar véfengir ekki, að maðurinn hafi hlotið réttláta málsmeðferð. Hvað er dómurinn þá að vilja? Hvað kemur honum við skipun dómarans sem allar íslenskar valdastofnanir hafa staðfest að sé gild? Ástæða er til að skora á þátttakendur í málskrúði daganna að sitja nú á sér og taka höndum saman um að hrinda þessari aðför sem Ísland hefur nú sætt frá erlendri stofnun sem blygðunarlaust sækir sér vald sem hún fer alls ekki með. Þeir ættu að sýna stærð með því að sameinast til varnar fyrir fullveldi landsins í stað þess að hjakka í fari síður merkilegra deilna innanlands.Höfundur er lögmaður.(Pistillinn birtist fyrst á síðu lögmannastofunnar JSG lögmenn.)
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar