Ákærður í Noregi fyrir kynferðisbrot gegn 263 börnum Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. mars 2019 07:44 Maðurinn kom sér m.a. í samband við drengina í gegnum samskiptaforritið Skype. Getty/ Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið ákærður í Noregi fyrir að hafa brotið gegn 263 börnum í gegnum netið. Um er að ræða annað mál sinnar tegundar sem kemur upp í Akershusfylki í suðausturhluta Noregs á skömmum tíma.Sjá einnig: Umfangsmesta kynferðisbrotamál Noregs: Braut gegn þrjú hundruð drengjum á Snapchat Norska ríkissjónvarpið NRK greinir frá því að þolendur mannsins séu börn á aldrinum níu til sextán ára, flest drengir. Meirihluti barnanna, 220 talsins, er frá Noregi en önnur frá öðrum Norðurlöndum. Maðurinn kom sér í samband við börnin í gegnum samskiptaforritin Skype og Omegle. NRK hefur eftir Anette Holt Tønsberg, lögmanni sem fer með málið, að maðurinn hafi í flestum tilvikum þóst vera stúlka á aldur við drengina. Hann hafi þannig öðlast traust þeirra og fengið þá til kynferðislegra athafna.„Stine“ fékk sendar nektarmyndir Maðurinn hefur verið í haldi lögreglu síðan í janúar árið 2018. Lögregla komst á sporið síðla árs 2017 eftir að móðir eins drengsins heyrði á myndsamtal tíu ára sonar síns og „Stine“, norskrar unglingsstúlku sem reyndist vera umræddur karlmaður. Stine hafði fengið drenginn til að senda sér nektarmyndir og ræddi ítrekað við hann á kynferðislegum nótum. Lögmaður mannsins, Gard A. Lier, segir í samtali við VG að skjólstæðingi sínum sé létt yfir því að hafa verið handtekinn, hann hafi lengi viljað losna undan þessari „fíkn sinni“. Málið hefur verið borið saman við annað mál sem fjallað var um í fyrra. Þar var 26 ára norskur karlmaður ákærður fyrir kynferðisbrot gegn yfir þrjú hundruð drengjum í gegnum samskiptaforritið Snapchat og spjallþræði á netinu. Sá þóttist einnig vera kvenkyns jafnaldri drengjanna og fékk þá þannig til kynferðislega athafna. Málin eru þó ekki sögð tengjast. Kynferðisofbeldi Noregur Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Umfangsmesta kynferðisbrotamál Noregs: Braut gegn þrjú hundruð drengjum á Snapchat Saksóknari í Noregi hefur ákært 26 ára karlmann fyrir kynferðisbrot gegn yfir þrjú hundruð drengjum. 21. nóvember 2018 08:19 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Erlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Erlent Fleiri fréttir Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Sjá meira
Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið ákærður í Noregi fyrir að hafa brotið gegn 263 börnum í gegnum netið. Um er að ræða annað mál sinnar tegundar sem kemur upp í Akershusfylki í suðausturhluta Noregs á skömmum tíma.Sjá einnig: Umfangsmesta kynferðisbrotamál Noregs: Braut gegn þrjú hundruð drengjum á Snapchat Norska ríkissjónvarpið NRK greinir frá því að þolendur mannsins séu börn á aldrinum níu til sextán ára, flest drengir. Meirihluti barnanna, 220 talsins, er frá Noregi en önnur frá öðrum Norðurlöndum. Maðurinn kom sér í samband við börnin í gegnum samskiptaforritin Skype og Omegle. NRK hefur eftir Anette Holt Tønsberg, lögmanni sem fer með málið, að maðurinn hafi í flestum tilvikum þóst vera stúlka á aldur við drengina. Hann hafi þannig öðlast traust þeirra og fengið þá til kynferðislegra athafna.„Stine“ fékk sendar nektarmyndir Maðurinn hefur verið í haldi lögreglu síðan í janúar árið 2018. Lögregla komst á sporið síðla árs 2017 eftir að móðir eins drengsins heyrði á myndsamtal tíu ára sonar síns og „Stine“, norskrar unglingsstúlku sem reyndist vera umræddur karlmaður. Stine hafði fengið drenginn til að senda sér nektarmyndir og ræddi ítrekað við hann á kynferðislegum nótum. Lögmaður mannsins, Gard A. Lier, segir í samtali við VG að skjólstæðingi sínum sé létt yfir því að hafa verið handtekinn, hann hafi lengi viljað losna undan þessari „fíkn sinni“. Málið hefur verið borið saman við annað mál sem fjallað var um í fyrra. Þar var 26 ára norskur karlmaður ákærður fyrir kynferðisbrot gegn yfir þrjú hundruð drengjum í gegnum samskiptaforritið Snapchat og spjallþræði á netinu. Sá þóttist einnig vera kvenkyns jafnaldri drengjanna og fékk þá þannig til kynferðislega athafna. Málin eru þó ekki sögð tengjast.
Kynferðisofbeldi Noregur Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Umfangsmesta kynferðisbrotamál Noregs: Braut gegn þrjú hundruð drengjum á Snapchat Saksóknari í Noregi hefur ákært 26 ára karlmann fyrir kynferðisbrot gegn yfir þrjú hundruð drengjum. 21. nóvember 2018 08:19 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Erlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Erlent Fleiri fréttir Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Sjá meira
Umfangsmesta kynferðisbrotamál Noregs: Braut gegn þrjú hundruð drengjum á Snapchat Saksóknari í Noregi hefur ákært 26 ára karlmann fyrir kynferðisbrot gegn yfir þrjú hundruð drengjum. 21. nóvember 2018 08:19