Þrettán ára sælkeri bakar kökur og selur á Facebook Nadine Guðrún Yaghi skrifar 27. febrúar 2019 19:30 Þrettán ára sælkeri og áhugamaður um bakstur hefur nú brugðið á það ráð að baka kökur og selja á Facebook til að fjármagna utanlandsferðir. Hann sækir innblásturinn í franska sjónvarpsþætti og er ansi fær í að baka en hann bakar allt frá einföldu bananabrauði til stórra tertna með sykurmassaskreytingum. Ívar Patrick Lefort Steinarsson ásamt köku úr eigin smiðju.Hinn þrettán ára gamli Ívar Patrick Lefort Steinarsson, er mikill sælkerfi og er einstaklega fær í að baka en við fengum að fylgjast með honum baka vinsæla bananabrauðið sitt. Hann hefur verið að æfa frjálsar íþróttir og spilar á saxófón. „Hvernig ég byrjaði að bara var bara í gegn um mömmu. Fyrst var þetta bara ég og mamma að leika okkur saman en síðan byrjaði þetta bara að vera að hálfgerðu jobbi eiginlega,“ segir Ívar. Í fyrra ákvað Ívar að auglýsa bananabrauð til sölu í hverfinu sínu sem fjáröflun fyrir utanlandsferð með frjálsíþróttafélaginu. Það gékk vonum framar og náði Ívar að fjármagna alla ferðina. Hann ákvað að færa út kvíarnar og stofnaði sölusíðuna Kökugerð Ívars á Facebook. „Þannig hjálpar þetta mér að safna fyrir öllum ferðunum mínum og gera það sem mér finnst gaman,“ segir Ívar en næst á dagskrá er ferð til Króatíu með hljómsveitinni og er Ívar vongóður um að ná að fjármagna alla ferðina. Hjá Ívari er hægt að panta alls kyns kökur en þær eru ekki bara bragðgóðar heldur líka einstaklega fallegar. „Það er hægt að panta eiginlega bara hvað sem er. Ég er mikið að vinna með sykurmassa svo ég get gert alls konar skreytingar með því,“ segir Ívar. Hann fær innblástur af youtube og fleiri síðum á netinu. Þá er móðir Ívars frönsk og fjölskyldan því með franskar sjónvarpsstöðvar á heimilinu og horfir Ívar mikið á bökunarþætti. „Þannig ég fæ innblástur þaðan.“ Börn og uppeldi Facebook Matur Reykjavík Samfélagsmiðlar Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Þrettán ára sælkeri og áhugamaður um bakstur hefur nú brugðið á það ráð að baka kökur og selja á Facebook til að fjármagna utanlandsferðir. Hann sækir innblásturinn í franska sjónvarpsþætti og er ansi fær í að baka en hann bakar allt frá einföldu bananabrauði til stórra tertna með sykurmassaskreytingum. Ívar Patrick Lefort Steinarsson ásamt köku úr eigin smiðju.Hinn þrettán ára gamli Ívar Patrick Lefort Steinarsson, er mikill sælkerfi og er einstaklega fær í að baka en við fengum að fylgjast með honum baka vinsæla bananabrauðið sitt. Hann hefur verið að æfa frjálsar íþróttir og spilar á saxófón. „Hvernig ég byrjaði að bara var bara í gegn um mömmu. Fyrst var þetta bara ég og mamma að leika okkur saman en síðan byrjaði þetta bara að vera að hálfgerðu jobbi eiginlega,“ segir Ívar. Í fyrra ákvað Ívar að auglýsa bananabrauð til sölu í hverfinu sínu sem fjáröflun fyrir utanlandsferð með frjálsíþróttafélaginu. Það gékk vonum framar og náði Ívar að fjármagna alla ferðina. Hann ákvað að færa út kvíarnar og stofnaði sölusíðuna Kökugerð Ívars á Facebook. „Þannig hjálpar þetta mér að safna fyrir öllum ferðunum mínum og gera það sem mér finnst gaman,“ segir Ívar en næst á dagskrá er ferð til Króatíu með hljómsveitinni og er Ívar vongóður um að ná að fjármagna alla ferðina. Hjá Ívari er hægt að panta alls kyns kökur en þær eru ekki bara bragðgóðar heldur líka einstaklega fallegar. „Það er hægt að panta eiginlega bara hvað sem er. Ég er mikið að vinna með sykurmassa svo ég get gert alls konar skreytingar með því,“ segir Ívar. Hann fær innblástur af youtube og fleiri síðum á netinu. Þá er móðir Ívars frönsk og fjölskyldan því með franskar sjónvarpsstöðvar á heimilinu og horfir Ívar mikið á bökunarþætti. „Þannig ég fæ innblástur þaðan.“
Börn og uppeldi Facebook Matur Reykjavík Samfélagsmiðlar Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira