Askja skoðar stöðu sína gagnvart Procar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 14. febrúar 2019 12:08 Jón Trausti Ólafsson, forstjóri Öskju. Fréttablaðið/Ernir Samgöngustofa skoðar nú hvernig brugðist verði við beiðni Samtaka ferðaþjónustunnar um eftirlitsúttekt hjá öllum bílaleigum sem hafa starfsleyfi eftir að mál bílaleigunnar Procar kom upp. Bílaumboðið Askja átti viðskiptasögu með bílaleigunni og seldi bíla til kaupenda og er þar til skoðunar hvort kílómetrastaða þeirra bíla hafi verið færð niður. Forsvarsmenn Bílaleigunnar Procar hafa þegar viðurkennt að hafa lækkað ekna kílómetra á mælum bíla sinna við endursölu þeirra á árunum 2013 til 2015. Fyrirtækið hagnaðist um hundruð milljóna á tímabilinu og eigendurnir hafa greitt sér tugmilljóna í arð. Bílaumboðið Askja er eitt þetta bílaumboða sem hefur átt viðskiptasögu við Procar-bílaleiguna, Jón Trausti Ólafsson er forstjóri Öskju. „Já, við erum eitt af þeim umboðum sem höfum átt viðskipti við Procar og okkar viðskipti hófust í kringum 2010, um svipað leyti og bílaleigan var stofnuð,“ sagði Jón Trausti. Hann segist gera ráð fyrir því að bílar sem seldir hafi verið frá umboðinu séu meðal þeirra sem átt hefur verið við. „Já, við gerum nú ráð fyrir því. Við höfum selt þeim á hverju ári kannski tuttugu til áttatíu bíla, reyndar enga bíla síðasta árið eða svo. Það má alveg búast við því að þarna séu bílar,“ segir Jón Trausti.Þórhildur Elín Elínarsdóttir, kynningarstjóri Samgöngustofu.Vísir/EgillJón telur réttarstöðu umboðsins góða og komi til með að vinna með sínum viðskiptavinum við úrlausn málsins „Vonandi bara verður það þannig að þetta séu mjög fáir bílar eða helst engir bílar hjá okkur en við munum auðvitað bara gæta hagsmuna okkar viðskiptavina og við erum nú þegar í sambandi við okkar lögmenn sem hafa farið yfir þetta mál með okkur og gæta bæði hagsmuna okkar og viðskiptavina Öskju. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustuaðila að samtökin leggi til að stjórnvöld og eftirlitsaðilar hlutist til um að gerð verði eftirlitsúttekt hjá öllum bílaleigum sem hafa starfsleyfi, með tilviljanakenndu úrtaki innan hverrar bílaleigu og að þar verði kannað hvort samningar um sölu á bílum í eigu bílaleiga séu í samræmi við kílómetratalningu í leigusamningum. Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu segir að stofnunin ætli að taka beiðni Samtaka ferðaþjónustunnar til skoðunar. „Samgöngustofa mun skoða tillögurnar í hverju þær felast og hvernig sé hægt að útfæra þær með þeim hætti að eftirlitið verði skilvirkara heldur en verið hefur og krafa hefur verið um,“ sagði Þórhildur. Bílaleigur Bílar Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Neytendur Procar Tengdar fréttir Ekki hægt að líta fram hjá brotum Procar Procar var í dag vísað úr Samtökum ferðaþjónustunnar. Bílaleigan hefur viðurkennt að hafa lækkað ekna kílómetra á mælum bíla sinna við endursölu þeirra á árunum 2013 til 2015 en líkur eru á að svindlið hafi staðið eitthvað lengur. 13. febrúar 2019 20:08 Ráðherra um Procar: Aldrei hægt að koma í veg fyrir að menn brjóti lög af ásetningi Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir það óafsakanlegt þegar menn brjóti lög líkt og bílaleigan Procar hefur viðurkennt að hafa gert um árabil með því að eiga við akstursmæli bílaleigubíla. 14. febrúar 2019 11:54 Biðjast afsökunar á að hafa breytt kílómetrastöðu bílanna Forsvarsmenn bílaleigunnar Procar hyggjast fá óháðan aðila til úrskurða um sanngjarnar bætur til þeirra sem keyptu bíla með ranga kílómetraskráningu hjá fyrirtækinu og þeir biðja viðskiptavini, almenning og starfsfólk afsökunar. 12. febrúar 2019 22:55 Samtök ferðaþjónustunnar vilja eftirlitsúttekt á öllum bílaleigum Samtök ferðaþjónustunnar hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem farið er fram á að eftirlitsúttekt verði gerð til þess að eyða óvissu um sölu notaðra bílaeigubíla. 13. febrúar 2019 18:17 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Samgöngustofa skoðar nú hvernig brugðist verði við beiðni Samtaka ferðaþjónustunnar um eftirlitsúttekt hjá öllum bílaleigum sem hafa starfsleyfi eftir að mál bílaleigunnar Procar kom upp. Bílaumboðið Askja átti viðskiptasögu með bílaleigunni og seldi bíla til kaupenda og er þar til skoðunar hvort kílómetrastaða þeirra bíla hafi verið færð niður. Forsvarsmenn Bílaleigunnar Procar hafa þegar viðurkennt að hafa lækkað ekna kílómetra á mælum bíla sinna við endursölu þeirra á árunum 2013 til 2015. Fyrirtækið hagnaðist um hundruð milljóna á tímabilinu og eigendurnir hafa greitt sér tugmilljóna í arð. Bílaumboðið Askja er eitt þetta bílaumboða sem hefur átt viðskiptasögu við Procar-bílaleiguna, Jón Trausti Ólafsson er forstjóri Öskju. „Já, við erum eitt af þeim umboðum sem höfum átt viðskipti við Procar og okkar viðskipti hófust í kringum 2010, um svipað leyti og bílaleigan var stofnuð,“ sagði Jón Trausti. Hann segist gera ráð fyrir því að bílar sem seldir hafi verið frá umboðinu séu meðal þeirra sem átt hefur verið við. „Já, við gerum nú ráð fyrir því. Við höfum selt þeim á hverju ári kannski tuttugu til áttatíu bíla, reyndar enga bíla síðasta árið eða svo. Það má alveg búast við því að þarna séu bílar,“ segir Jón Trausti.Þórhildur Elín Elínarsdóttir, kynningarstjóri Samgöngustofu.Vísir/EgillJón telur réttarstöðu umboðsins góða og komi til með að vinna með sínum viðskiptavinum við úrlausn málsins „Vonandi bara verður það þannig að þetta séu mjög fáir bílar eða helst engir bílar hjá okkur en við munum auðvitað bara gæta hagsmuna okkar viðskiptavina og við erum nú þegar í sambandi við okkar lögmenn sem hafa farið yfir þetta mál með okkur og gæta bæði hagsmuna okkar og viðskiptavina Öskju. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustuaðila að samtökin leggi til að stjórnvöld og eftirlitsaðilar hlutist til um að gerð verði eftirlitsúttekt hjá öllum bílaleigum sem hafa starfsleyfi, með tilviljanakenndu úrtaki innan hverrar bílaleigu og að þar verði kannað hvort samningar um sölu á bílum í eigu bílaleiga séu í samræmi við kílómetratalningu í leigusamningum. Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu segir að stofnunin ætli að taka beiðni Samtaka ferðaþjónustunnar til skoðunar. „Samgöngustofa mun skoða tillögurnar í hverju þær felast og hvernig sé hægt að útfæra þær með þeim hætti að eftirlitið verði skilvirkara heldur en verið hefur og krafa hefur verið um,“ sagði Þórhildur.
Bílaleigur Bílar Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Neytendur Procar Tengdar fréttir Ekki hægt að líta fram hjá brotum Procar Procar var í dag vísað úr Samtökum ferðaþjónustunnar. Bílaleigan hefur viðurkennt að hafa lækkað ekna kílómetra á mælum bíla sinna við endursölu þeirra á árunum 2013 til 2015 en líkur eru á að svindlið hafi staðið eitthvað lengur. 13. febrúar 2019 20:08 Ráðherra um Procar: Aldrei hægt að koma í veg fyrir að menn brjóti lög af ásetningi Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir það óafsakanlegt þegar menn brjóti lög líkt og bílaleigan Procar hefur viðurkennt að hafa gert um árabil með því að eiga við akstursmæli bílaleigubíla. 14. febrúar 2019 11:54 Biðjast afsökunar á að hafa breytt kílómetrastöðu bílanna Forsvarsmenn bílaleigunnar Procar hyggjast fá óháðan aðila til úrskurða um sanngjarnar bætur til þeirra sem keyptu bíla með ranga kílómetraskráningu hjá fyrirtækinu og þeir biðja viðskiptavini, almenning og starfsfólk afsökunar. 12. febrúar 2019 22:55 Samtök ferðaþjónustunnar vilja eftirlitsúttekt á öllum bílaleigum Samtök ferðaþjónustunnar hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem farið er fram á að eftirlitsúttekt verði gerð til þess að eyða óvissu um sölu notaðra bílaeigubíla. 13. febrúar 2019 18:17 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Ekki hægt að líta fram hjá brotum Procar Procar var í dag vísað úr Samtökum ferðaþjónustunnar. Bílaleigan hefur viðurkennt að hafa lækkað ekna kílómetra á mælum bíla sinna við endursölu þeirra á árunum 2013 til 2015 en líkur eru á að svindlið hafi staðið eitthvað lengur. 13. febrúar 2019 20:08
Ráðherra um Procar: Aldrei hægt að koma í veg fyrir að menn brjóti lög af ásetningi Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir það óafsakanlegt þegar menn brjóti lög líkt og bílaleigan Procar hefur viðurkennt að hafa gert um árabil með því að eiga við akstursmæli bílaleigubíla. 14. febrúar 2019 11:54
Biðjast afsökunar á að hafa breytt kílómetrastöðu bílanna Forsvarsmenn bílaleigunnar Procar hyggjast fá óháðan aðila til úrskurða um sanngjarnar bætur til þeirra sem keyptu bíla með ranga kílómetraskráningu hjá fyrirtækinu og þeir biðja viðskiptavini, almenning og starfsfólk afsökunar. 12. febrúar 2019 22:55
Samtök ferðaþjónustunnar vilja eftirlitsúttekt á öllum bílaleigum Samtök ferðaþjónustunnar hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem farið er fram á að eftirlitsúttekt verði gerð til þess að eyða óvissu um sölu notaðra bílaeigubíla. 13. febrúar 2019 18:17