Annar ósigur gæti beðið May á þingi Kjartan Kjartansson skrifar 14. febrúar 2019 12:52 Brexit-harðlínumenn vilja ekki að May forsætisráðherra útiloki að ganga úr ESB án samnings. Vísir/EPA Forysta breska Íhaldsflokkinn reynir nú að sannfæra Brexit-harðlínumenn í flokknum til þess að styðja áform Theresu May forsætisráðherra um viðræður við Evrópusambandið um breytingar á útgöngusamningi hennar. Greidd verða atkvæði um ályktun um framhald viðræðnanna á þingi í dag. Harðlínumennirnir eru sagðir argir yfir því að þeir telja að May hafi látið undan kröfum um að útiloka útgöngu án samnings. Þeir gætu því fellt ályktun í þinginu í dag um stuðning við framhald viðræðna hennar við Evrópusambandið. Ályktunin hefur ekki lagalegt gildi en yrði hún felld væri það annar niðurlægjandi ósigur fyrir May eftir að afgerandi meirihluti þingmanna hafnaði útgöngusamningi hennar í janúar. Ríkisstjórn May varar við því að ef hluti Íhaldsflokksins taki þátt í að fella ályktunina veiki það samningsstöðu hennar í Brussel, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Evrópskir ráðamenn myndu ekki treysta því að hún gæti aflað stuðnings við neinar þær málamiðlanir sem þeir væru tilbúnir að gera við May. Harðast er deilt um svonefnda baktryggingu sem á að koma í veg fyrir að setja þurfi upp hefðbundin landamæri á milli Írlands, sem verður áfram í ESB, og Norður-Írlands, sem er hluti Bretlands, eftir útgönguna. Með baktryggingunni yrði Norður-Írland áfram undir viðskiptareglum ESB á meðan samið væri um framtíðarfyrirkomulag landamæranna. „Án stuðnings þingmanna verður erfiðara fyrir ríkisstjórnina að ná fram þeim breytingum á baktryggingunni sem við vitum að þeir vilja,“ hefur Reuters-fréttastofan eftir heimildarmanni í Downingstræti 10. Einhverjir þingmenn Íhaldsflokksins hafa sakað May um að draga lappirnar og láta tímann líða til þess að reyna að neyða þá til að gera upp á milli útgöngusamnings hennar og útgöngu án samnings sem gæti haft veruleg efnahagsleg skakkaföll í för með sér. Að óbreyttu ganga Bretar úr Evrópusambandinu 29. mars. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Breski seðlabankinn varar við útgöngu án samnings Seðlabankastjóri Bretlands lýsir Brexit án samnings sem efnahagslegu áfalli fyrir landið og mögulega hagkerfi heimsins. 12. febrúar 2019 17:12 May biður um lengri tíma Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, mun óska eftir því við breska þingið að fá lengri tíma til að semja um breytingar á útgöngusamningi við Evrópusambandi, einkum hvað varðar umdeildustu þætti samningsins er varða landamæri Norður-Írlands. Hún hyggist leita til þingsins í vikunni eftir að hafa reynt að sannfæra yfirvöld í Brussel um að gera breytingar fyrirliggjandi samningi á skömmum tíma. 10. febrúar 2019 10:17 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Forysta breska Íhaldsflokkinn reynir nú að sannfæra Brexit-harðlínumenn í flokknum til þess að styðja áform Theresu May forsætisráðherra um viðræður við Evrópusambandið um breytingar á útgöngusamningi hennar. Greidd verða atkvæði um ályktun um framhald viðræðnanna á þingi í dag. Harðlínumennirnir eru sagðir argir yfir því að þeir telja að May hafi látið undan kröfum um að útiloka útgöngu án samnings. Þeir gætu því fellt ályktun í þinginu í dag um stuðning við framhald viðræðna hennar við Evrópusambandið. Ályktunin hefur ekki lagalegt gildi en yrði hún felld væri það annar niðurlægjandi ósigur fyrir May eftir að afgerandi meirihluti þingmanna hafnaði útgöngusamningi hennar í janúar. Ríkisstjórn May varar við því að ef hluti Íhaldsflokksins taki þátt í að fella ályktunina veiki það samningsstöðu hennar í Brussel, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Evrópskir ráðamenn myndu ekki treysta því að hún gæti aflað stuðnings við neinar þær málamiðlanir sem þeir væru tilbúnir að gera við May. Harðast er deilt um svonefnda baktryggingu sem á að koma í veg fyrir að setja þurfi upp hefðbundin landamæri á milli Írlands, sem verður áfram í ESB, og Norður-Írlands, sem er hluti Bretlands, eftir útgönguna. Með baktryggingunni yrði Norður-Írland áfram undir viðskiptareglum ESB á meðan samið væri um framtíðarfyrirkomulag landamæranna. „Án stuðnings þingmanna verður erfiðara fyrir ríkisstjórnina að ná fram þeim breytingum á baktryggingunni sem við vitum að þeir vilja,“ hefur Reuters-fréttastofan eftir heimildarmanni í Downingstræti 10. Einhverjir þingmenn Íhaldsflokksins hafa sakað May um að draga lappirnar og láta tímann líða til þess að reyna að neyða þá til að gera upp á milli útgöngusamnings hennar og útgöngu án samnings sem gæti haft veruleg efnahagsleg skakkaföll í för með sér. Að óbreyttu ganga Bretar úr Evrópusambandinu 29. mars.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Breski seðlabankinn varar við útgöngu án samnings Seðlabankastjóri Bretlands lýsir Brexit án samnings sem efnahagslegu áfalli fyrir landið og mögulega hagkerfi heimsins. 12. febrúar 2019 17:12 May biður um lengri tíma Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, mun óska eftir því við breska þingið að fá lengri tíma til að semja um breytingar á útgöngusamningi við Evrópusambandi, einkum hvað varðar umdeildustu þætti samningsins er varða landamæri Norður-Írlands. Hún hyggist leita til þingsins í vikunni eftir að hafa reynt að sannfæra yfirvöld í Brussel um að gera breytingar fyrirliggjandi samningi á skömmum tíma. 10. febrúar 2019 10:17 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Breski seðlabankinn varar við útgöngu án samnings Seðlabankastjóri Bretlands lýsir Brexit án samnings sem efnahagslegu áfalli fyrir landið og mögulega hagkerfi heimsins. 12. febrúar 2019 17:12
May biður um lengri tíma Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, mun óska eftir því við breska þingið að fá lengri tíma til að semja um breytingar á útgöngusamningi við Evrópusambandi, einkum hvað varðar umdeildustu þætti samningsins er varða landamæri Norður-Írlands. Hún hyggist leita til þingsins í vikunni eftir að hafa reynt að sannfæra yfirvöld í Brussel um að gera breytingar fyrirliggjandi samningi á skömmum tíma. 10. febrúar 2019 10:17