Það var boðið upp á Íslendingaslag í bandaríska háskólaboltanum í körfubolta í nótt þegar Lovísa Henningsdóttir og stöllur hennar í Marist háskólanum fengu Söru Hinriksdóttur og stöllur hennar í Canisius háskólanum í heimsókn.
Skemmst er frá því að segja að Marist vann öruggan sextán stiga sigur, 50-66, en þær lögðu grunninn að sigrinum með frábærum fyrri hálfleik þar sem þær skoruðu 38 stig gegn aðeins 11 stigum gestanna.
Sara lék mest allra á vellinum eða 30 mínútur og skilaði 9 stigum, 7 fráköstum og 2 stoðsendingum.
Lovísa hóf leik á varamannabekk Marist en spilaði alls 20 mínútur í leiknum. Á þeim tíma skoraði hún 8 stig auk þess að rífa niður tvö fráköst.
Lovísa hafði betur gegn Söru
Arnar Geir Halldórsson skrifar

Mest lesið




„Ég trúi þessu varla“
Sport

United hættir að bjóða upp á frían hádegismat
Enski boltinn



Carragher kallaði Ferdinand trúð
Enski boltinn

