„Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Gunnar Gunnarsson skrifar 28. mars 2025 07:02 Sigmar lék sinn fyrsta leik fyrir Hött árið 2010 og kveður sem leikjahæsti leikmaður í sögu félagsins. gunnar gunnarsson Sigmar Hákonarson lék í gærkvöldi sinn síðasta leik fyrir meistaraflokk Hattar í körfuknattleik þegar liðið vann Álftanes, 99-95, í lokaumferð úrvalsdeildar karla. Sigmar tók þátt í sínum 340. leik en hann varð í vetur leikjahæsti leikmaðurinn í sögu Hattar. Sigmar fór í vetur fram úr Hannibal Guðmundssyni sem spilaði 324 leiki fyrir félagið. Sigmar hefur glímt við meiðsli síðustu ár, sem eiga sinn þátt í ákvörðuninni, en að ná metinu hélt honum gangandi. „Mér finnst mikill heiður að hafa náð þessum áfanga. Ég setti mér þetta markmið fyrir nokkrum árum og það er frábært að hafa náð því. Vonandi nær því enginn því mig langar til að eiga það. En ég fann með hækkandi aldri og miklum meiðslum undanfarin þrjú ár að þau tóku mikið á andlegu hliðina. Stundum þarf maður aðeins að láta hana stjórna ferðinni. Ég er líka kominn með fjölskyldu sem breytir forgangsröðuninni aðeins. Þá er ekki alltaf hægt að setja körfuboltann í fyrsta sæti. Tilfinningin núna er súrsæt. Það verður gott að fá meiri frítíma og frið en það verður mikils að sakna, góðra minninga og hitta strákana til að æfa og spila. En það er kominn tími á þetta.“ Sigmar var heiðraður með blómvendi fyrir leik. gunnar gunnarsson Undanúrslitin í bikarnum standa upp úr Sigmar er fæddur árið 1992 og lék sinn fyrsta leik gegn Skallagrími haustið 2010. „Félagsskapurinn er það sem stendur upp úr fyrir utan hvað það er gaman að vinna. Það var geggjað þegar við fórum í undanúrslit bikarsins í Laugardalshöll (2023). Það var eitthvað sem ég hafði ekki upplifað áður sem íþróttamaður. Eins var mjög gaman að keppa á móti mönnum sem voru hetjurnar manns þegar maður var yngri.“ Sigmar í Laugardalshöll árið 2023. vísir / bára dröfn Sigmar kom inn á í átta af 22 deildarleikjum Hattar í vetur. Hann hafði til þessa leikið mest þrjár og hálfa mínútu en var inn á í rúmar 12 mínútur í gærkvöld. Hann skoraði eina körfu auk þess að taka frákast, senda stoðsendingu, stela bolta – og fá dæma á sig villu. „Þetta var góður leikur. Mér fannst við sýna hvað í okkur býr. Það er gott að hafa endað þetta vel.“ Höttur var fallinn fyrir leikinn en Sigmar hefur trú á að liðið fari beint upp aftur. „Já – það er bara beint upp!“ Bónus-deild karla Höttur Tengdar fréttir Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri Höttur kvaddi úrvalsdeild karla í körfuknattleik að sinni með 99-95 sigri á Álftanesi í kvöld en liðin mættust á Egilsstöðum. Með úrslitunum féll Álftanes niður í sjötta sæti deildarinnar en sæti í úrslitakeppninni var tryggt. 27. mars 2025 19:02 Mest lesið Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn Enski boltinn Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Feðgarnir slógust eftir leik Sport Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Íslenski boltinn „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Fleiri fréttir „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan „Hljóp stressið fljótt úr mér“ Sjá meira
Sigmar fór í vetur fram úr Hannibal Guðmundssyni sem spilaði 324 leiki fyrir félagið. Sigmar hefur glímt við meiðsli síðustu ár, sem eiga sinn þátt í ákvörðuninni, en að ná metinu hélt honum gangandi. „Mér finnst mikill heiður að hafa náð þessum áfanga. Ég setti mér þetta markmið fyrir nokkrum árum og það er frábært að hafa náð því. Vonandi nær því enginn því mig langar til að eiga það. En ég fann með hækkandi aldri og miklum meiðslum undanfarin þrjú ár að þau tóku mikið á andlegu hliðina. Stundum þarf maður aðeins að láta hana stjórna ferðinni. Ég er líka kominn með fjölskyldu sem breytir forgangsröðuninni aðeins. Þá er ekki alltaf hægt að setja körfuboltann í fyrsta sæti. Tilfinningin núna er súrsæt. Það verður gott að fá meiri frítíma og frið en það verður mikils að sakna, góðra minninga og hitta strákana til að æfa og spila. En það er kominn tími á þetta.“ Sigmar var heiðraður með blómvendi fyrir leik. gunnar gunnarsson Undanúrslitin í bikarnum standa upp úr Sigmar er fæddur árið 1992 og lék sinn fyrsta leik gegn Skallagrími haustið 2010. „Félagsskapurinn er það sem stendur upp úr fyrir utan hvað það er gaman að vinna. Það var geggjað þegar við fórum í undanúrslit bikarsins í Laugardalshöll (2023). Það var eitthvað sem ég hafði ekki upplifað áður sem íþróttamaður. Eins var mjög gaman að keppa á móti mönnum sem voru hetjurnar manns þegar maður var yngri.“ Sigmar í Laugardalshöll árið 2023. vísir / bára dröfn Sigmar kom inn á í átta af 22 deildarleikjum Hattar í vetur. Hann hafði til þessa leikið mest þrjár og hálfa mínútu en var inn á í rúmar 12 mínútur í gærkvöld. Hann skoraði eina körfu auk þess að taka frákast, senda stoðsendingu, stela bolta – og fá dæma á sig villu. „Þetta var góður leikur. Mér fannst við sýna hvað í okkur býr. Það er gott að hafa endað þetta vel.“ Höttur var fallinn fyrir leikinn en Sigmar hefur trú á að liðið fari beint upp aftur. „Já – það er bara beint upp!“
Bónus-deild karla Höttur Tengdar fréttir Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri Höttur kvaddi úrvalsdeild karla í körfuknattleik að sinni með 99-95 sigri á Álftanesi í kvöld en liðin mættust á Egilsstöðum. Með úrslitunum féll Álftanes niður í sjötta sæti deildarinnar en sæti í úrslitakeppninni var tryggt. 27. mars 2025 19:02 Mest lesið Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn Enski boltinn Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Feðgarnir slógust eftir leik Sport Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Íslenski boltinn „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Fleiri fréttir „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan „Hljóp stressið fljótt úr mér“ Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri Höttur kvaddi úrvalsdeild karla í körfuknattleik að sinni með 99-95 sigri á Álftanesi í kvöld en liðin mættust á Egilsstöðum. Með úrslitunum féll Álftanes niður í sjötta sæti deildarinnar en sæti í úrslitakeppninni var tryggt. 27. mars 2025 19:02
Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Íslenski boltinn