Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 27. mars 2025 13:02 Kristinn Albertsson, formaður KKÍ, endurvakti goðsögnina um indverska rottuhlaupið. Vísir/sigurjón & getty Indverskt rottuhlaup hefur átt endurkomu í íslenska fjölmiðla þökk sé nýkjörnum formanni KKÍ, Kristni Albertssyni. Eftir að hafa fengið glæsilega kosningu í formannskjöri KKÍ eyddi hann drjúgum tíma í sigurræðu sinni í að ræða hluti sem voru ræddir í matsal ÍSÍ fyrir 30 árum síðan. Þar sagðist Kristinn reglulega hafa hent því framan í handknattleiksforystuna að indverskt rottuhlaup væri vinsælla en handbolti. Það gerði hann til þess að lækka rostann í starfsmönnum HSÍ. „Svo tek ég eftir því einn daginn að það kemur einhver svona vinsældakosning á heimsvísu. Það gerðist þá og ég held að það hafi ekki gerst aftur að körfuboltinn var settur númer eitt í heiminum sem vinsælasta íþróttin, fótbolti númer tvö og blak númer þrjú. Svo man ég ekki alveg tölurnar, ekki halda því gegn mér. Þetta var sirka svona: Númer 186 var handbolti. Númer 185 var indverskt rottuhlaup,“ sagði Kristinn í furðulegri ræðu sinni. Ofanritaður er kominn vel á miðjan aldur og man ágætlega eftir þessum skotum á sínum tíma. Þetta var saga sem svo sannarlega festi rætur hér á landi. Saga sem náði líka til þeirra sem fylgjast lítið með íþróttum. Henni var svo hent reglulega framan í handboltaunnendur er þurfti að gera lítið úr íþróttinni. Það má finna þrjár greinar á timarit.is þar sem greinarhöfundar tala um þetta fræga indverska rottuhlaup og gera lítið úr handboltanum í leiðinni. Kristján Hjálmarsson, fyrrum fréttastjóri Fréttablaðsins, reið á vaðið í pistli um barnaefni árið 2001. Þar vitnar hann í þessa frægu vinsældakosningu. Eða eigum við að segja meintu vinsældakosningu. Bókmenntaunnandinn Egill Helgason fór mikinn í pistli á DV árið 2004 þar sem hann vitnar einnig í rottuhlaupið. Egill hneykslast í leiðinni á þjóðinni fyrir áhugann á handboltalandsliðinu. Sá síðasti til að halda goðsögninni gangandi í fjölmiðlum var rokkarinn Biggi í Maus. Það gerði hann í Fréttablaðinu er þjóðin var að missa sig yfir silfri strákanna okkar á ÓL árið 2008. Eftir nokkra yfirlegu á alnetinu er ekki hægt að sjá að það sé til nein íþrótt sem heitir indverskt rottuhlaup. Það má vel vera að einhverjir Indverjar leiki sér að því í frístundum að láta rottur hlaupa en þessi „íþrótt“ er ekki til. Hvað þá síður eru nokkur sönnunargögn um að þessi frægi vinsældalisti íþrótta hafi nokkurn tímann verið til. Þessi listi er goðsögn! Einhver bjó til þessa sögu og fór að dreifa henni. Slúðurþjóðin Ísland virðist hafa gripið hana á lofti með slíkum tilþrifum að enn er talað um þennan meinta lista árið 2025. Í sigurræðu nýkjörins formanns KKÍ. KKÍ HSÍ Handbolti Körfubolti Utan vallar Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Fleiri fréttir Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Sjá meira
Eftir að hafa fengið glæsilega kosningu í formannskjöri KKÍ eyddi hann drjúgum tíma í sigurræðu sinni í að ræða hluti sem voru ræddir í matsal ÍSÍ fyrir 30 árum síðan. Þar sagðist Kristinn reglulega hafa hent því framan í handknattleiksforystuna að indverskt rottuhlaup væri vinsælla en handbolti. Það gerði hann til þess að lækka rostann í starfsmönnum HSÍ. „Svo tek ég eftir því einn daginn að það kemur einhver svona vinsældakosning á heimsvísu. Það gerðist þá og ég held að það hafi ekki gerst aftur að körfuboltinn var settur númer eitt í heiminum sem vinsælasta íþróttin, fótbolti númer tvö og blak númer þrjú. Svo man ég ekki alveg tölurnar, ekki halda því gegn mér. Þetta var sirka svona: Númer 186 var handbolti. Númer 185 var indverskt rottuhlaup,“ sagði Kristinn í furðulegri ræðu sinni. Ofanritaður er kominn vel á miðjan aldur og man ágætlega eftir þessum skotum á sínum tíma. Þetta var saga sem svo sannarlega festi rætur hér á landi. Saga sem náði líka til þeirra sem fylgjast lítið með íþróttum. Henni var svo hent reglulega framan í handboltaunnendur er þurfti að gera lítið úr íþróttinni. Það má finna þrjár greinar á timarit.is þar sem greinarhöfundar tala um þetta fræga indverska rottuhlaup og gera lítið úr handboltanum í leiðinni. Kristján Hjálmarsson, fyrrum fréttastjóri Fréttablaðsins, reið á vaðið í pistli um barnaefni árið 2001. Þar vitnar hann í þessa frægu vinsældakosningu. Eða eigum við að segja meintu vinsældakosningu. Bókmenntaunnandinn Egill Helgason fór mikinn í pistli á DV árið 2004 þar sem hann vitnar einnig í rottuhlaupið. Egill hneykslast í leiðinni á þjóðinni fyrir áhugann á handboltalandsliðinu. Sá síðasti til að halda goðsögninni gangandi í fjölmiðlum var rokkarinn Biggi í Maus. Það gerði hann í Fréttablaðinu er þjóðin var að missa sig yfir silfri strákanna okkar á ÓL árið 2008. Eftir nokkra yfirlegu á alnetinu er ekki hægt að sjá að það sé til nein íþrótt sem heitir indverskt rottuhlaup. Það má vel vera að einhverjir Indverjar leiki sér að því í frístundum að láta rottur hlaupa en þessi „íþrótt“ er ekki til. Hvað þá síður eru nokkur sönnunargögn um að þessi frægi vinsældalisti íþrótta hafi nokkurn tímann verið til. Þessi listi er goðsögn! Einhver bjó til þessa sögu og fór að dreifa henni. Slúðurþjóðin Ísland virðist hafa gripið hana á lofti með slíkum tilþrifum að enn er talað um þennan meinta lista árið 2025. Í sigurræðu nýkjörins formanns KKÍ.
KKÍ HSÍ Handbolti Körfubolti Utan vallar Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Fleiri fréttir Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Sjá meira