LeBron opnar sig um sambandið við Jordan: „Við tölum ekki saman“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. mars 2025 10:31 LeBron James og Michael Jordan hittust í hálfleik á stjörnuleik NBA 2022 þar sem 75 bestu leikmenn í sögu deildarinnar voru heiðraðir. getty/Kevin Mazur Körfuboltamaðurinn LeBron James segir að þeir Michael Jordan ræðist ekki mikið við en vonar að það breytist þegar hann hættir að spila. LeBron var í viðtali í The Pat McAfee Show þar sem hann fór um víðan völl. Hann ræddi meðal annars um samband sitt við Jordan, manninn sem hann er svo oft borinn saman við. „Við tölum ekki saman,“ sagði LeBron. „Því ég er enn að spila. Ég er enn einbeittur á að spila.“ LeBron vonast til að þeir Jordan verði nánari þegar hann leggur skóna á hilluna og samband þeirra verði svipað eins og samband Jordans og Kobes Bryant. „Ég vona það. Það fyndna er að við Kobe áttum ekkert alvöru samband. Við vorum saman í Ólympíuliðinu og áttum frábært samband þar. Ólympíuliðin 2008 og 2012 en það var alltaf samkeppni,“ sagði LeBron og bætti við að samband þeirra Kobes hafi orðið nánara eftir að hann gekk í raðir Los Angeles Lakers. LeBron rifjaði jafnframt upp þegar þeir Jordan hittust í hálfleik á Stjörnuleiknum 2022. „Það var frábært. Það var hrein virðing og aðdáun. Ég spila í treyju númer 23 út af MJ. Hann veitti mér innblástur sem krakki í Akron, Ohio, þar sem lítið var um slíkt,“ sagði LeBron. Þrátt fyrir að vera orðinn fertugur er LeBron enn í fullu fjöri. Í vetur er hann með 24,9 stig, 8,1 frákast og 8,4 stoðsendingar að meðaltali í leik með Lakers. NBA Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Sjá meira
LeBron var í viðtali í The Pat McAfee Show þar sem hann fór um víðan völl. Hann ræddi meðal annars um samband sitt við Jordan, manninn sem hann er svo oft borinn saman við. „Við tölum ekki saman,“ sagði LeBron. „Því ég er enn að spila. Ég er enn einbeittur á að spila.“ LeBron vonast til að þeir Jordan verði nánari þegar hann leggur skóna á hilluna og samband þeirra verði svipað eins og samband Jordans og Kobes Bryant. „Ég vona það. Það fyndna er að við Kobe áttum ekkert alvöru samband. Við vorum saman í Ólympíuliðinu og áttum frábært samband þar. Ólympíuliðin 2008 og 2012 en það var alltaf samkeppni,“ sagði LeBron og bætti við að samband þeirra Kobes hafi orðið nánara eftir að hann gekk í raðir Los Angeles Lakers. LeBron rifjaði jafnframt upp þegar þeir Jordan hittust í hálfleik á Stjörnuleiknum 2022. „Það var frábært. Það var hrein virðing og aðdáun. Ég spila í treyju númer 23 út af MJ. Hann veitti mér innblástur sem krakki í Akron, Ohio, þar sem lítið var um slíkt,“ sagði LeBron. Þrátt fyrir að vera orðinn fertugur er LeBron enn í fullu fjöri. Í vetur er hann með 24,9 stig, 8,1 frákast og 8,4 stoðsendingar að meðaltali í leik með Lakers.
NBA Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Sjá meira