Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli Gunnar Gunnarsson skrifar 27. mars 2025 22:39 Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftnesinga, mun ekki dvelja lengi við tap kvöldsins. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, hefði óneitanlega verið til í að sjá meira frá sínu liði þegar það tapaði 99-95 fyrir Hetti, sem var fallið úr úrvalsdeildinni, í lokaumferðinni í kvöld. Einbeitingin eftir leik fór strax á úrslitakeppnina sem er framundan. „Það er alltaf leiðinlegt að tapa körfuboltaleikjum, það er bara þannig. Við komum hingað í kvöld með það að markmiði að vinna leikinn en það gekk ekki eftir. Hattarmenn voru orkumiklir í kvöld. Mér fannst það sem vera það sem stendur upp úr eftir leikinn. Þetta var erfiður leikur við að eiga, sá leikur sem minnst gat hreyft við stöðu liðanna og ég held hann hafi borið þess merki. Spennustigið var frekar skrýtið. Þetta var vissulega jafn leikur. Hattarmenn settu í fjórða leikhlutanum stór þriggja stiga skot sem slitu leikinn aðeins í sundur. Okkur tókst að gera þetta að leik í lokin með að pressa þá stíft en þessi stóru skot gerðu útslagið.“ Álftanes mætir Njarðvík Úrslit kvöldsins gera það að verkum að Álftanes féll úr fimmta sæti niður í það sjötta og mætir Njarðvík í úrslitakeppninni. „Þetta verður skemmtilegt og krefjandi verkefni. Njarðvíkingar hafa spilað mjög vel í vetur. Undirbúningurinn byrjar strax í kvöld. Við þjálfarateymið horfum á leikinn þeirra frá í kvöld uppi á hóteli til að greina þá. Við erum með einhverjar hugmyndir um hvað við viljum gera. Við vitum ekki hvorn leikdaginn við fáum enn, það kemur í ljós. Núna verður spilað þéttar og þá snýst undirbúningurinn mikið um að halda skrokknum góðum. Sjúkraþjálfarnir byrja strax að meðhöndla leikmennina. Það þarf líka að halda sálinni góðri og spennustiginu réttu.“ Loks fullskipað lið Álftanes hefur verið að fá leikmenn til baka úr meiðslum að undanförnu og engin ný gerðu vart við sig í kvöld. „Það voru alla veganna allir heilir inni í klefa þegar ég gáði áðan. Við höfum verið í smá meiðslabrasi í vetur. Í rauninni er þetta annar leikurinn þar sem við erum með fullskipað lið í þessari mynd. Við náðum flokkum takti í seinni umferðinni og komum með hann inn í úrslitakeppnina.“ Justin James missti af leikjum í febrúar en var stigahæstur hjá Álftanesi í kvöld og leiddi stigaskorið algjörlega framan af. „Hann fann taktinn snemma í leiknum. Þegar á leið fóru aðrir að draga vagninn. Stigaskorið hefur dreifst mjög vel og við höfum fundið gott jafnvægi í því sem við viljum gera. Við höldum því áfram.“ Bónus-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Sjá meira
„Það er alltaf leiðinlegt að tapa körfuboltaleikjum, það er bara þannig. Við komum hingað í kvöld með það að markmiði að vinna leikinn en það gekk ekki eftir. Hattarmenn voru orkumiklir í kvöld. Mér fannst það sem vera það sem stendur upp úr eftir leikinn. Þetta var erfiður leikur við að eiga, sá leikur sem minnst gat hreyft við stöðu liðanna og ég held hann hafi borið þess merki. Spennustigið var frekar skrýtið. Þetta var vissulega jafn leikur. Hattarmenn settu í fjórða leikhlutanum stór þriggja stiga skot sem slitu leikinn aðeins í sundur. Okkur tókst að gera þetta að leik í lokin með að pressa þá stíft en þessi stóru skot gerðu útslagið.“ Álftanes mætir Njarðvík Úrslit kvöldsins gera það að verkum að Álftanes féll úr fimmta sæti niður í það sjötta og mætir Njarðvík í úrslitakeppninni. „Þetta verður skemmtilegt og krefjandi verkefni. Njarðvíkingar hafa spilað mjög vel í vetur. Undirbúningurinn byrjar strax í kvöld. Við þjálfarateymið horfum á leikinn þeirra frá í kvöld uppi á hóteli til að greina þá. Við erum með einhverjar hugmyndir um hvað við viljum gera. Við vitum ekki hvorn leikdaginn við fáum enn, það kemur í ljós. Núna verður spilað þéttar og þá snýst undirbúningurinn mikið um að halda skrokknum góðum. Sjúkraþjálfarnir byrja strax að meðhöndla leikmennina. Það þarf líka að halda sálinni góðri og spennustiginu réttu.“ Loks fullskipað lið Álftanes hefur verið að fá leikmenn til baka úr meiðslum að undanförnu og engin ný gerðu vart við sig í kvöld. „Það voru alla veganna allir heilir inni í klefa þegar ég gáði áðan. Við höfum verið í smá meiðslabrasi í vetur. Í rauninni er þetta annar leikurinn þar sem við erum með fullskipað lið í þessari mynd. Við náðum flokkum takti í seinni umferðinni og komum með hann inn í úrslitakeppnina.“ Justin James missti af leikjum í febrúar en var stigahæstur hjá Álftanesi í kvöld og leiddi stigaskorið algjörlega framan af. „Hann fann taktinn snemma í leiknum. Þegar á leið fóru aðrir að draga vagninn. Stigaskorið hefur dreifst mjög vel og við höfum fundið gott jafnvægi í því sem við viljum gera. Við höldum því áfram.“
Bónus-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum