Segir Aþenu svikna um aðstöðu Jakob Bjarnar skrifar 27. mars 2025 11:24 Brynjar Karl segir mikið áfall að Aþena fái nú ekki aðstöðu sem félaginu þó hafði verið lofað í kjallara Austurbergs í Breiðholti. vísir/Anton Brink Brynjar Karl Sigurðsson körfuboltaþjálfari með meiru segir íþróttafélagið Aþenu hafa verið svikið um íþróttaðastöðu sem því hafði verið lofað. Hann segir endalaus svik einkenna verk kerfisins gegn Aþenu sem þó er að vinna ómetanlegt ungmennastarf. „Nú er ljóst að ákveðnir embættismenn Reykjavíkurborgar ætla enn á ný að hafna því að Aþena fái aðstöðu í kjallara íþróttahússins í Austurbergi, þrátt fyrir skýr loforð þar um,“ segir Brynjar í samtali við Vísi. Með Eiríki Birni hvarf loforðið inn á þing Brynjar segir fyrirliggjandi mikinn árangur Aþenu undanfarin tvö og hálft ár, hundruð barna og ungmenna hafi tekið þátt í starfseminni sem félagið hefur boðið fram og stefnir fjöldinn í 130 næsta haust. „Þessi ákvörðun borgarinnar ógnar umfangsmiklu starfi sem hefur verið byggt upp með hundruðum klukkustunda af sjálfboðavinnu og tugmilljóna fjárfestingu einkaaðila. Mikilvægur stuðningsmaður okkar innan borgarkerfisins, Eiríkur Björn Björgvinsson, sem sýnt hefur heilindi í málefnum okkar, hefur nú látið af störfum hjá borginni eftir að hafa verið kjörinn á þing fyrir Viðreisn. Í kjölfarið virðist gamla andstaðan, sem áður reyndi að hindra starfsemi Aþenu, aftur komin á fullt.“ Brynjar segist hvorki skilja upp né niður í því hvað valdi? Eiríkur Björn Björgvinsson var kjörinn á þing og með honum fór loforðið þangað.vísir/vilhelm Brynjar segir umræddan sal í kjallaranum, sem sé lítill og dapur, verði notaðan fyrir hina ýmsu menntun ungmennanna í hverfinu. Aðstoð við heimanám, íslensku kennslu, heimspeki og hugarþjálfun. „Verkefni Aþenu um að byrja með íþróttaakademíu í haust er í uppnámi. Fjárfest hefur verið í stólum, borðum, skjávörpum og mörgu fleiru en nýir yfirmenn skeyta engu um.“ Segir starfsemina hafa sparnað í för með sér Að sögn Brynjars Karls hefur Aþena aldrei óskað eftir fjárhagslegum stuðningi frá Reykjavíkurborg og hefur ætíð leitað fjármögnunar hjá einkaaðilum. Þrátt fyrir það hafi verkefnið sannað gildi sitt og jákvæð áhrif fyrir samfélagið allt séu staðreynd. „Til að gefa dæmi um mikilvægi starfsins átti fyrrverandi barnamálaráðherra dóttur í þjálfun hjá Aþenu og sá kom að máli við okkur fyrir stuttu og benti á að aðeins ein stúlka sem tók þátt í starfsemi okkar sparaði hinu opinbera um 50 milljónir króna á ári, þar sem hún hefði annars þurft á annarri opinberri þjónustu að halda.“ Körfubolti Reykjavík Aþena Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Sjá meira
„Nú er ljóst að ákveðnir embættismenn Reykjavíkurborgar ætla enn á ný að hafna því að Aþena fái aðstöðu í kjallara íþróttahússins í Austurbergi, þrátt fyrir skýr loforð þar um,“ segir Brynjar í samtali við Vísi. Með Eiríki Birni hvarf loforðið inn á þing Brynjar segir fyrirliggjandi mikinn árangur Aþenu undanfarin tvö og hálft ár, hundruð barna og ungmenna hafi tekið þátt í starfseminni sem félagið hefur boðið fram og stefnir fjöldinn í 130 næsta haust. „Þessi ákvörðun borgarinnar ógnar umfangsmiklu starfi sem hefur verið byggt upp með hundruðum klukkustunda af sjálfboðavinnu og tugmilljóna fjárfestingu einkaaðila. Mikilvægur stuðningsmaður okkar innan borgarkerfisins, Eiríkur Björn Björgvinsson, sem sýnt hefur heilindi í málefnum okkar, hefur nú látið af störfum hjá borginni eftir að hafa verið kjörinn á þing fyrir Viðreisn. Í kjölfarið virðist gamla andstaðan, sem áður reyndi að hindra starfsemi Aþenu, aftur komin á fullt.“ Brynjar segist hvorki skilja upp né niður í því hvað valdi? Eiríkur Björn Björgvinsson var kjörinn á þing og með honum fór loforðið þangað.vísir/vilhelm Brynjar segir umræddan sal í kjallaranum, sem sé lítill og dapur, verði notaðan fyrir hina ýmsu menntun ungmennanna í hverfinu. Aðstoð við heimanám, íslensku kennslu, heimspeki og hugarþjálfun. „Verkefni Aþenu um að byrja með íþróttaakademíu í haust er í uppnámi. Fjárfest hefur verið í stólum, borðum, skjávörpum og mörgu fleiru en nýir yfirmenn skeyta engu um.“ Segir starfsemina hafa sparnað í för með sér Að sögn Brynjars Karls hefur Aþena aldrei óskað eftir fjárhagslegum stuðningi frá Reykjavíkurborg og hefur ætíð leitað fjármögnunar hjá einkaaðilum. Þrátt fyrir það hafi verkefnið sannað gildi sitt og jákvæð áhrif fyrir samfélagið allt séu staðreynd. „Til að gefa dæmi um mikilvægi starfsins átti fyrrverandi barnamálaráðherra dóttur í þjálfun hjá Aþenu og sá kom að máli við okkur fyrir stuttu og benti á að aðeins ein stúlka sem tók þátt í starfsemi okkar sparaði hinu opinbera um 50 milljónir króna á ári, þar sem hún hefði annars þurft á annarri opinberri þjónustu að halda.“
Körfubolti Reykjavík Aþena Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Sjá meira