Aþena

Fréttamynd

Segir Aþenu svikna um að­stöðu

Brynjar Karl Sigurðsson körfuboltaþjálfari með meiru segir íþróttafélagið Aþenu hafa verið svikið um íþróttaðastöðu sem því hafði verið lofað. Hann segir endalaus svik einkenna verk kerfisins gegn Aþenu sem þó er að vinna ómetanlegt ungmennastarf.

Körfubolti
Fréttamynd

Nýbakaðir for­eldrar sjúkir í nafnið Aþenu

Aþena og Embla voru vinsælusta nöfnin meðal nýfæddra stúlkna sem fyrsta eiginnafn árið 2024. Alls 22 stúlkum var gefið nafnið Aþena og jafnmörgum nafnið Embla. Nöfnin Emilía, Birta og Sara koma þar á eftir en 20 stúlkum var gefið hvert nafn.

Innlent
Fréttamynd

Tugtaður til í kaþólskum einka­skóla

Brynjar Karl Sigurðsson körfuboltaþjálfari segir að tíminn sem hann hafi varið í Bandaríkjunum, þar sem hann nam meðal annars við kaþólskan einkaskóla hafi haft mikil áhrif á hann. Brynjar fermdist aldrei en er trúaður í dag. Þá gerði hann eitt sinn lítið úr breska knattspyrnuþjálfaranum Sam Allardyce, allt fyrir helberan misskilning.

Lífið
Fréttamynd

„Það getur enginn sært þig án þíns sam­þykkis“

Brynjar Karl Sigurðsson körfuboltaþjálfari segir kynferðislega áreitni sem hann hafi orðið fyrir á unglingsaldri ekki hafa haft áhrif á sálarlífið. Hann segir lífið hafa hert sig, það snúist um hvernig tekist sé á við erfiðleika. Það erfiðasta sem hann hefur gert var að leita sér aðstoðar á geðdeild 21 árs gamall þar sem hann ákvað að ganga út og takast sjálfur á við eigin mál.

Lífið
Fréttamynd

Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur

Brynjar Karl Sigurðsson körfuknattleiksþjálfari segist hafa verið hugrakkt kvíðabarn í æsku. Hann segir baráttu sína snúast um stelpurnar sem hann þjálfi, þeirri baráttu sé ekki lokið þó hún hafi haft sín áhrif á hann og hans fjölskyldu.

Lífið
Fréttamynd

Aþena vann loksins leik

Botnlið Bónus deildar kvenna í körfubolta, Aþena, vann loks leik þegar liðið sótti Hamar/Þór heim. Sigurinn var eins naumur og hægt var, lokatölur 87-88.

Körfubolti
Fréttamynd

Stólarnir stríddu topp­liðinu

Tindastóll stríddi toppliði Hauka þegar liðin mættust í Ólafssal. Á endanum áttu Stólarnir ekki nóg til að leggja topplið Bónus deild kvenna í körfubolta að velli. Þá heldur botnlið Aþenu áfram að tapa leikjum.

Körfubolti
Fréttamynd

Rauð­sokkur í Efra-Breiðholti

Það geisar alls kyns stríð í Efra-Breiðholti. Hefur alltaf gert og mun sjálfsagt alltaf gera. Oftast milli Efra- og Neðra-, milli ólíkra menningarheima eða skólanna tveggja sitthvoru megin við Austurberg. Að þessu sinni geisar þó annað stríð, sem er ólíkt því sem áður hefur þekkst. Bitbeinið: þjálfunaraðferðir körfuboltaþjálfarans Brynjars Karls í í félaginu Aþenu í Austurbergi.

Skoðun
Fréttamynd

Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en of­beldi“

Körfuknattleiksþjálfarinn Brynjar Karl Sigurðsson mætti í ansi áhugavert viðtal eftir að lið hans Aþena tapaði áttunda leik sínum í röð í Bónus-deild kvenna í körfubolta. Gekk Brynjar Karl svo langt að kalla leikmenn sína „fokking aumingja“ í viðtalinu og mörgum virðist misboðið ef marka má færslu Bjarneyjar Lárudóttir Bjarnadóttur á Facebook.

Körfubolti
Fréttamynd

„Fokking aumingjar“

Brynjar Karl Sigurðsson, þjálfari Aþenu, þurfti að horfa upp á áttunda tapið í röð þegar liðið tók á móti Þór Akureyri í kvöld. Hann segir sínar konur aumingja, þær skorti karakter og þess vegna tapi liðið. Sjálfur ber hann af sér alla sök á taphrinunni og telur enga þörf á breytingum í sinni nálgun. 

Körfubolti
Fréttamynd

Þórskonur eiga von á nýjum leik­manni: „Til að hjálpa okkur að halda þessari sigur­göngu á­fram“

Amandine Toi varð stigahæst í öruggum sigri gegn Aþenu í sextándu umferð Bónus deildar kvenna. Þór Akureyri hefur nú unnið tíu leiki í röð og jafnað toppliðið að stigum. Sem stendur er leikmannahópur liðsins fremur þunnskipaður en Amandine vonast til að bæta leikmönnum við áður en félagaskiptaglugginn lokar um mánaðamótin.

Körfubolti
Fréttamynd

Upp­gjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögu­legum leik

Valur vann Aþenu 63-61 eftir æsispennandi leik í fimmtándu umferð Bónus deildar kvenna. Aþenukonur grófu sér djúpa holu í upphafi en virtust ætla að stela sigrinum undir lokin. Svo varð ekki og Guðbjörg Sverrisdóttir endaði á því að skora síðustu stigin, í leiknum sem gerði hana að leikjahæsta leikmanni í sögu úrvalsdeildarinnar.

Körfubolti
  • «
  • 1
  • 2