Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar 14. febrúar 2025 11:01 Það geisar alls kyns stríð í Efra-Breiðholti. Hefur alltaf gert og mun sjálfsagt alltaf gera. Oftast milli Efra- og Neðra-, milli ólíkra menningarheima eða skólanna tveggja sitthvoru megin við Austurberg. Að þessu sinni geisar þó annað stríð, sem er ólíkt því sem áður hefur þekkst. Bitbeinið: þjálfunaraðferðir körfuboltaþjálfarans Brynjars Karls í í félaginu Aþenu í Austurbergi. Orrustuna há herskáir riddarar réttlætis, sem með mætti lyklaborðsins vilja velta þessum öskrandi kall uppi í Efra-Breiðholti úr sessi. En þegar á hólminn var komið, var þar hvergi að sjá nein fórnarlömb, enga auðvelda bráð. Bara sterkar konur að stunda íþróttir, að taka pláss, láta í sér heyra og jafnvel setja sinn eigin standard! Fyrr en varði sáu einnig þessir internetkrossfarar að þarna væri jafnvel gott að vera, að í Austurbergi væru yfir 100 iðkendur á aldrinum 4-15 ára. Stelpur sem er verið að valdefla, stelpur sem eiga seinna meir eftir að taka enn meira pláss og láta enn hærra í sér heyra. Stelpur sem vilja breyta aldagömlum kúltúr, stelpur sem vilja auka virði kvenna í íþróttum. Riddararnir, sem töldu sig boðbera þess eina góða í þessum heimi, höfðu mætt ofjarli sínum í húsakynnum Aþenu og sáu að þessi styrjöld yrði ekki unnin nema með hjálp sjálfra herforingjanna: Íþróttasambands Íslands og Íþróttabandalags Reykjavíkur. . Með tilkomu Aþenu hefur iðkendafjöldi stúlkna, og þá sérstaklega af erlendum uppruna, tífaldast í Efra-Breiðholti. Hópur sem flokkast sem „viðkvæmur” en er svo sannarlega sterkur andstæðingur, jafnvel fyrir réttlætisriddara sem fela sig bakvið skínandi brynju úr skjám, músum og lyklaborðum.. Undirrituð er Breiðhyltingur í húð og hár, alin af einstæðri móður, kjarnakonu sem gerði allt til að veita sínu barni fæði, klæði og húsnæði. Réttindi sem öll börn eiga lifa við. Vitur maður sagði eitt sinn: „Fyrir öll þau forréttindi sem við lifum við, hafa einhverjir þurft að berjast fyrst fyrir réttindum.“ Alveg eins og rauðsokkan hún mamma mín barðist fyrir mínum réttindum þá mun ég halda kyndlinum á lofti fyrir mína stelpu. Í Efra-reiðholti geisar stríð. Andi rauðsokkanna svífur yfir í Austurbergi og þeirra vopn eru ekki nafn- og andlitsleysi, heldur boltar, blokkeringar og bandbrjálað og valdeflandi sjálfstraust. Sjáumst á (víg)vellinum! Höfundur er framkvæmdastýra og fjögurra barna móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Körfubolti Aþena Reykjavík Mest lesið Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Það geisar alls kyns stríð í Efra-Breiðholti. Hefur alltaf gert og mun sjálfsagt alltaf gera. Oftast milli Efra- og Neðra-, milli ólíkra menningarheima eða skólanna tveggja sitthvoru megin við Austurberg. Að þessu sinni geisar þó annað stríð, sem er ólíkt því sem áður hefur þekkst. Bitbeinið: þjálfunaraðferðir körfuboltaþjálfarans Brynjars Karls í í félaginu Aþenu í Austurbergi. Orrustuna há herskáir riddarar réttlætis, sem með mætti lyklaborðsins vilja velta þessum öskrandi kall uppi í Efra-Breiðholti úr sessi. En þegar á hólminn var komið, var þar hvergi að sjá nein fórnarlömb, enga auðvelda bráð. Bara sterkar konur að stunda íþróttir, að taka pláss, láta í sér heyra og jafnvel setja sinn eigin standard! Fyrr en varði sáu einnig þessir internetkrossfarar að þarna væri jafnvel gott að vera, að í Austurbergi væru yfir 100 iðkendur á aldrinum 4-15 ára. Stelpur sem er verið að valdefla, stelpur sem eiga seinna meir eftir að taka enn meira pláss og láta enn hærra í sér heyra. Stelpur sem vilja breyta aldagömlum kúltúr, stelpur sem vilja auka virði kvenna í íþróttum. Riddararnir, sem töldu sig boðbera þess eina góða í þessum heimi, höfðu mætt ofjarli sínum í húsakynnum Aþenu og sáu að þessi styrjöld yrði ekki unnin nema með hjálp sjálfra herforingjanna: Íþróttasambands Íslands og Íþróttabandalags Reykjavíkur. . Með tilkomu Aþenu hefur iðkendafjöldi stúlkna, og þá sérstaklega af erlendum uppruna, tífaldast í Efra-Breiðholti. Hópur sem flokkast sem „viðkvæmur” en er svo sannarlega sterkur andstæðingur, jafnvel fyrir réttlætisriddara sem fela sig bakvið skínandi brynju úr skjám, músum og lyklaborðum.. Undirrituð er Breiðhyltingur í húð og hár, alin af einstæðri móður, kjarnakonu sem gerði allt til að veita sínu barni fæði, klæði og húsnæði. Réttindi sem öll börn eiga lifa við. Vitur maður sagði eitt sinn: „Fyrir öll þau forréttindi sem við lifum við, hafa einhverjir þurft að berjast fyrst fyrir réttindum.“ Alveg eins og rauðsokkan hún mamma mín barðist fyrir mínum réttindum þá mun ég halda kyndlinum á lofti fyrir mína stelpu. Í Efra-reiðholti geisar stríð. Andi rauðsokkanna svífur yfir í Austurbergi og þeirra vopn eru ekki nafn- og andlitsleysi, heldur boltar, blokkeringar og bandbrjálað og valdeflandi sjálfstraust. Sjáumst á (víg)vellinum! Höfundur er framkvæmdastýra og fjögurra barna móðir.
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun