Innlent

Nýbakaðir for­eldrar sjúkir í nafnið Aþenu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kvennalið Aþenu í körfubolta hefur vakið mikla athygli undanfarin ár. Hvort vinsældir nafnsins megi rekja körfuboltaliðsins er ómögulegt að fullyrða.
Kvennalið Aþenu í körfubolta hefur vakið mikla athygli undanfarin ár. Hvort vinsældir nafnsins megi rekja körfuboltaliðsins er ómögulegt að fullyrða. Vísir/Diego

Aþena og Embla voru vinsælusta nöfnin meðal nýfæddra stúlkna sem fyrsta eiginnafn árið 2024. Alls 22 stúlkum var gefið nafnið Aþena og jafnmörgum nafnið Embla. Nöfnin Emilía, Birta og Sara koma þar á eftir en 20 stúlkum var gefið hvert nafn.

Emil og Jökull voru vinsælustu fyrstu eiginnöfn meðal nýfæddra drengja á síðasta ári en 31 drengjum var gefið nafnið Emil og 31 drengjum nafnið Jökull. Næst vinsælustu nöfnin meðal drengja voru Óliver og Matthías.

Samanburður milli ára

Ef horft er á samanburð á milli ára má sjá að drengjanöfnin Emil og Jökull taka fyrsta sætið af Birni. Matthías tekur stökk úr 41. sæti í fjórða og Birkir hækkar einnig verulega. 

Hvað stúlkurnar varðar má sjá að Aþena og Embla taka fyrsta sætið af Emilíu. Nöfnin Emilía, Birta og Sara raða sér í sætin þar á eftir. Hástökkið á topp 10 listanum er nafnið Júlía sem fer úr 33. sæti í það 7. - 10.

Algengustu fyrstu eiginnöfnin

Algengustu fyrstu eiginnöfnin á landinu má sjá hér að neðan og er röðun nafna lítillega breytt á milli ára. Með algengustu fyrstu eiginnöfnin er átt við alla núlifandi Íslendinga búsetta hér á landi.

Fjöldatölur miðast við 27. mars 2025.

Röð, nafn, fjöldi

1. Jón 4.938

2 .Anna 4.792

3. Guðrún 4.341

4. Sigurður 3.974

5. Guðmundur 3.739

6. Kristín 3.347

7. Sigríður 3.069

8. Gunnar 3.033

9. Margrét 2.770

10. Helga 2.664




Fleiri fréttir

Sjá meira


×