Sport

Ólympíufari lést í elds­voða

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Berkin Usta keppti í risasvigi á Vetrarólympíuleikunum í Peking 2022.
Berkin Usta keppti í risasvigi á Vetrarólympíuleikunum í Peking 2022. getty/Michael Kappeler

Tyrkneski skíðamaðurinn Berkin Usta, sem keppti á Vetrarólympíuleikunum fyrir þremur árum, lést í eldsvoða í gær ásamt föður sínum.

Usta og faðir hans, Yahya, voru staddir á hóteli á skíðasvæði í Kervansaray í Norðvestur-Tyrklandi þar sem eldur braust út. Usta var 24 ára þegar hann lést en faðir hans 57 ára.

Berkin keppti í risasvigi á Vetrarólympíuleikunum í Peking 2022 og endaði í 43. sæti. Faðir hans var forseti tyrkneska skíða- og snjóbrettakennarasambandsins.

Ekki er vitað af hverju Usta og Yahya voru staddir á hótelinu. Eiginkona Ustas var með þeim en lifði af.

Rannsókn á eldsvoðanum er hafin samkvæmt tyrkneskum fjölmiðlum. Hótelinu var lokað snemma á þessu ári þegar rekstrarleyfi gististaðarins var afturkallað.

Fyrr á þessu ári létust 79 manns í eldsvoða á Grand Kartal hótelinu í Kartalkaya í Tyrklandi. Fjöldi manns hefur verið handteknir í tengslum við rannsókn á eldsvoðanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×