Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. mars 2025 09:00 Michael Schumacher hefur ekki sést opinberlega í tólf ár. getty/Andy Hone Fréttamaður sem hefur góð tengsl við Michael Schumacher og fjölskyldu hans segir að Þjóðverjinn geti ekki talað og sé algjörlega upp á aðstoðarfólk sitt kominn. Schumacher hefur ekki sést opinberlega síðan hann lenti í alvarlegu skíðaslysi í Ölpunum í desember 2013. Lítið er vitað um ástand heimsmeistarans sjöfalda en fjölskylda hans hleypir fáum nærri honum. Það ratar því alltaf í fréttirnar þegar einhver tjáir sig um stöðuna á Schumacher. Nýlega gerði Felix Gorner, fréttamaður RTL í Þýskalandi, það og varpaði ljósi á ástand ökuþórsins fyrrverandi. „Staðan er mjög sorgleg. Hann þarf stöðuga ummönnun og er algjörlega háður aðstoðarfólki sínu. Og hann getur ekki lengur tjáð sig með orðum,“ sagði Gorner og bætti við að aðeins um tuttugu manns mættu hitta Schumacher. „Það er að mínu mati það rétta í stöðunni því fjölskyldan ber hagsmuni Michaels fyrir brjósti. Þau hafa alltaf varið einkalíf hans og það hefur ekkert breyst,“ sagði Gorner. Hinn 56 ára Schumacher hætti að keppa 2012. Ári seinna lenti hann í skíðaslysinu. Þjóðverjinn varð sjö sinnum heimsmeistari í Formúlu 1 en hann deilir því meti með Lewis Hamilton. Akstursíþróttir Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Landslið Íslands í alpagreinum skíðaíþrótta valin Sport „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Björn Lúkas kominn í 8-manna úrslit á HM í MMA Sport Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Fleiri fréttir Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Schumacher hefur ekki sést opinberlega síðan hann lenti í alvarlegu skíðaslysi í Ölpunum í desember 2013. Lítið er vitað um ástand heimsmeistarans sjöfalda en fjölskylda hans hleypir fáum nærri honum. Það ratar því alltaf í fréttirnar þegar einhver tjáir sig um stöðuna á Schumacher. Nýlega gerði Felix Gorner, fréttamaður RTL í Þýskalandi, það og varpaði ljósi á ástand ökuþórsins fyrrverandi. „Staðan er mjög sorgleg. Hann þarf stöðuga ummönnun og er algjörlega háður aðstoðarfólki sínu. Og hann getur ekki lengur tjáð sig með orðum,“ sagði Gorner og bætti við að aðeins um tuttugu manns mættu hitta Schumacher. „Það er að mínu mati það rétta í stöðunni því fjölskyldan ber hagsmuni Michaels fyrir brjósti. Þau hafa alltaf varið einkalíf hans og það hefur ekkert breyst,“ sagði Gorner. Hinn 56 ára Schumacher hætti að keppa 2012. Ári seinna lenti hann í skíðaslysinu. Þjóðverjinn varð sjö sinnum heimsmeistari í Formúlu 1 en hann deilir því meti með Lewis Hamilton.
Akstursíþróttir Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Landslið Íslands í alpagreinum skíðaíþrótta valin Sport „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Björn Lúkas kominn í 8-manna úrslit á HM í MMA Sport Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Fleiri fréttir Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira