Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. mars 2025 09:00 Michael Schumacher hefur ekki sést opinberlega í tólf ár. getty/Andy Hone Fréttamaður sem hefur góð tengsl við Michael Schumacher og fjölskyldu hans segir að Þjóðverjinn geti ekki talað og sé algjörlega upp á aðstoðarfólk sitt kominn. Schumacher hefur ekki sést opinberlega síðan hann lenti í alvarlegu skíðaslysi í Ölpunum í desember 2013. Lítið er vitað um ástand heimsmeistarans sjöfalda en fjölskylda hans hleypir fáum nærri honum. Það ratar því alltaf í fréttirnar þegar einhver tjáir sig um stöðuna á Schumacher. Nýlega gerði Felix Gorner, fréttamaður RTL í Þýskalandi, það og varpaði ljósi á ástand ökuþórsins fyrrverandi. „Staðan er mjög sorgleg. Hann þarf stöðuga ummönnun og er algjörlega háður aðstoðarfólki sínu. Og hann getur ekki lengur tjáð sig með orðum,“ sagði Gorner og bætti við að aðeins um tuttugu manns mættu hitta Schumacher. „Það er að mínu mati það rétta í stöðunni því fjölskyldan ber hagsmuni Michaels fyrir brjósti. Þau hafa alltaf varið einkalíf hans og það hefur ekkert breyst,“ sagði Gorner. Hinn 56 ára Schumacher hætti að keppa 2012. Ári seinna lenti hann í skíðaslysinu. Þjóðverjinn varð sjö sinnum heimsmeistari í Formúlu 1 en hann deilir því meti með Lewis Hamilton. Akstursíþróttir Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Schumacher hefur ekki sést opinberlega síðan hann lenti í alvarlegu skíðaslysi í Ölpunum í desember 2013. Lítið er vitað um ástand heimsmeistarans sjöfalda en fjölskylda hans hleypir fáum nærri honum. Það ratar því alltaf í fréttirnar þegar einhver tjáir sig um stöðuna á Schumacher. Nýlega gerði Felix Gorner, fréttamaður RTL í Þýskalandi, það og varpaði ljósi á ástand ökuþórsins fyrrverandi. „Staðan er mjög sorgleg. Hann þarf stöðuga ummönnun og er algjörlega háður aðstoðarfólki sínu. Og hann getur ekki lengur tjáð sig með orðum,“ sagði Gorner og bætti við að aðeins um tuttugu manns mættu hitta Schumacher. „Það er að mínu mati það rétta í stöðunni því fjölskyldan ber hagsmuni Michaels fyrir brjósti. Þau hafa alltaf varið einkalíf hans og það hefur ekkert breyst,“ sagði Gorner. Hinn 56 ára Schumacher hætti að keppa 2012. Ári seinna lenti hann í skíðaslysinu. Þjóðverjinn varð sjö sinnum heimsmeistari í Formúlu 1 en hann deilir því meti með Lewis Hamilton.
Akstursíþróttir Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira