Spenntur fyrir því að spila í einni sterkustu deild heims Kristinn Páll Teitsson skrifar 31. janúar 2019 09:00 Guðjón Valur kátur með nýju treyjuna. mynd/psg Nýr kafli á ferli Guðjóns Vals Sigurðssonar hefst í sumar þegar hann gengur í raðir franska stórliðsins Paris Saint-Germain frá þýska liðinu Rhein-Neckar Löwen. Hann skrifaði undir eins árs samning við PSG í gær. Hann verður nýorðinn fertugur þegar næsta tímabil hefst. Eftir að hafa leikið á Íslandi, Þýskalandi, Danmörku og Spáni bætist Frakkland við áfangastaðina á farsælan feril Guðjóns Vals. „Það verður spennandi að prófa frönsku deildina. Liðin í Frakklandi hafa verið að styrkjast undanfarin ár og deildin er orðin sú sterkasta í heiminum ásamt þeirri þýsku. Þessar viðræður stóðu yfir í smá tíma en maður fann fyrir mikilli gleði og spennu þegar ég skrifaði undir. Þetta er spennandi verkefni,“ sagði Guðjón Valur í samtali við Fréttablaðið í gær. Guðjón Valur fyllir skarð Uwe Gensheimer hjá PSG en sá síðarnefndi fyllir skarð íslenska landsliðsfyrirliðans hjá Rhein-Neckar Löwen. Orðrómur hefur legið í loftinu undanfarnar vikur þess efnis að þessi vistaskipti væru í farvatninu. Félagaskipti þeirra beggja voru síðan staðfest í gær. „Það var mikið spurt út í þetta en ég var beðinn um að tala ekki um þetta og ég fór eftir því. Var auðvitað smá kjánalegt en maður fer eftir því sem vinnuveitandi manns segir,“ sagði Guðjón Valur um félagaskiptin. PSG, sem hefur orðið franskur meistari fjögur ár í röð, er ríkasta félag í heimi og leikmannahópurinn er stjörnum prýddur. Með liðinu leika leikmenn á borð við Sander Sagosen, Mikkel Hansen og Karabatic-bræðurna, Luka og Nikola. „Ég þekki marga leikmenn í þessum hópi, hef spilað með mörgum áður og gegn þeim flestum á einhverjum tímapunkti en það verður gaman að spila og kynnast þeim sem ég hef ekki spilað með áður,“ sagði Guðjón Valur. Hann er fimmti Íslendingurinn sem leikur fyrir PSG. Júlíus Jónasson lék fyrstur Íslendinga með félaginu árið 1989 tólf árum áður en Gunnar Berg Viktorsson samdi við PSG. Styttra er síðan Róbert Gunnarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson léku með félaginu. Róbert yfirgaf PSG árið 2016 en hjá PSG breytast hlutirnir hratt. „Það hefur margt breyst síðan Robbi og Ásgeir voru þarna. Annar þjálfari, aðrir yfirmenn og liðið breyst mikið síðan þeir voru þarna. Fyrir vikið var ég í meiri samskiptum við núverandi leikmenn liðsins,“ sagði Guðjón Valur. Þjálfari PSG er hinn spænski Raúl González sem stýrir einnig landsliði Makedóníu. „Þeir sem hafa spilað fyrir Raúl láta vel af honum. Ég hef spilað á móti hans liðum, bæði félags- og landsliðum sem hann hefur stýrt,“ sagði Guðjón Valur en González gerði Vardar að Evrópumeisturum fyrir tveimur árum. Guðjón Valur viðurkennir að vera ekki sá sleipasti í frönskunni þegar hann er spurður út í málakunnáttuna. „Ég er hræðilegur í frönsku,“ sagði hann léttur. „Ég er ekki búinn að draga fram skólabókina en það fer að líða að því.“ Birtist í Fréttablaðinu Handbolti Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
Nýr kafli á ferli Guðjóns Vals Sigurðssonar hefst í sumar þegar hann gengur í raðir franska stórliðsins Paris Saint-Germain frá þýska liðinu Rhein-Neckar Löwen. Hann skrifaði undir eins árs samning við PSG í gær. Hann verður nýorðinn fertugur þegar næsta tímabil hefst. Eftir að hafa leikið á Íslandi, Þýskalandi, Danmörku og Spáni bætist Frakkland við áfangastaðina á farsælan feril Guðjóns Vals. „Það verður spennandi að prófa frönsku deildina. Liðin í Frakklandi hafa verið að styrkjast undanfarin ár og deildin er orðin sú sterkasta í heiminum ásamt þeirri þýsku. Þessar viðræður stóðu yfir í smá tíma en maður fann fyrir mikilli gleði og spennu þegar ég skrifaði undir. Þetta er spennandi verkefni,“ sagði Guðjón Valur í samtali við Fréttablaðið í gær. Guðjón Valur fyllir skarð Uwe Gensheimer hjá PSG en sá síðarnefndi fyllir skarð íslenska landsliðsfyrirliðans hjá Rhein-Neckar Löwen. Orðrómur hefur legið í loftinu undanfarnar vikur þess efnis að þessi vistaskipti væru í farvatninu. Félagaskipti þeirra beggja voru síðan staðfest í gær. „Það var mikið spurt út í þetta en ég var beðinn um að tala ekki um þetta og ég fór eftir því. Var auðvitað smá kjánalegt en maður fer eftir því sem vinnuveitandi manns segir,“ sagði Guðjón Valur um félagaskiptin. PSG, sem hefur orðið franskur meistari fjögur ár í röð, er ríkasta félag í heimi og leikmannahópurinn er stjörnum prýddur. Með liðinu leika leikmenn á borð við Sander Sagosen, Mikkel Hansen og Karabatic-bræðurna, Luka og Nikola. „Ég þekki marga leikmenn í þessum hópi, hef spilað með mörgum áður og gegn þeim flestum á einhverjum tímapunkti en það verður gaman að spila og kynnast þeim sem ég hef ekki spilað með áður,“ sagði Guðjón Valur. Hann er fimmti Íslendingurinn sem leikur fyrir PSG. Júlíus Jónasson lék fyrstur Íslendinga með félaginu árið 1989 tólf árum áður en Gunnar Berg Viktorsson samdi við PSG. Styttra er síðan Róbert Gunnarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson léku með félaginu. Róbert yfirgaf PSG árið 2016 en hjá PSG breytast hlutirnir hratt. „Það hefur margt breyst síðan Robbi og Ásgeir voru þarna. Annar þjálfari, aðrir yfirmenn og liðið breyst mikið síðan þeir voru þarna. Fyrir vikið var ég í meiri samskiptum við núverandi leikmenn liðsins,“ sagði Guðjón Valur. Þjálfari PSG er hinn spænski Raúl González sem stýrir einnig landsliði Makedóníu. „Þeir sem hafa spilað fyrir Raúl láta vel af honum. Ég hef spilað á móti hans liðum, bæði félags- og landsliðum sem hann hefur stýrt,“ sagði Guðjón Valur en González gerði Vardar að Evrópumeisturum fyrir tveimur árum. Guðjón Valur viðurkennir að vera ekki sá sleipasti í frönskunni þegar hann er spurður út í málakunnáttuna. „Ég er hræðilegur í frönsku,“ sagði hann léttur. „Ég er ekki búinn að draga fram skólabókina en það fer að líða að því.“
Birtist í Fréttablaðinu Handbolti Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni