Spenntur fyrir því að spila í einni sterkustu deild heims Kristinn Páll Teitsson skrifar 31. janúar 2019 09:00 Guðjón Valur kátur með nýju treyjuna. mynd/psg Nýr kafli á ferli Guðjóns Vals Sigurðssonar hefst í sumar þegar hann gengur í raðir franska stórliðsins Paris Saint-Germain frá þýska liðinu Rhein-Neckar Löwen. Hann skrifaði undir eins árs samning við PSG í gær. Hann verður nýorðinn fertugur þegar næsta tímabil hefst. Eftir að hafa leikið á Íslandi, Þýskalandi, Danmörku og Spáni bætist Frakkland við áfangastaðina á farsælan feril Guðjóns Vals. „Það verður spennandi að prófa frönsku deildina. Liðin í Frakklandi hafa verið að styrkjast undanfarin ár og deildin er orðin sú sterkasta í heiminum ásamt þeirri þýsku. Þessar viðræður stóðu yfir í smá tíma en maður fann fyrir mikilli gleði og spennu þegar ég skrifaði undir. Þetta er spennandi verkefni,“ sagði Guðjón Valur í samtali við Fréttablaðið í gær. Guðjón Valur fyllir skarð Uwe Gensheimer hjá PSG en sá síðarnefndi fyllir skarð íslenska landsliðsfyrirliðans hjá Rhein-Neckar Löwen. Orðrómur hefur legið í loftinu undanfarnar vikur þess efnis að þessi vistaskipti væru í farvatninu. Félagaskipti þeirra beggja voru síðan staðfest í gær. „Það var mikið spurt út í þetta en ég var beðinn um að tala ekki um þetta og ég fór eftir því. Var auðvitað smá kjánalegt en maður fer eftir því sem vinnuveitandi manns segir,“ sagði Guðjón Valur um félagaskiptin. PSG, sem hefur orðið franskur meistari fjögur ár í röð, er ríkasta félag í heimi og leikmannahópurinn er stjörnum prýddur. Með liðinu leika leikmenn á borð við Sander Sagosen, Mikkel Hansen og Karabatic-bræðurna, Luka og Nikola. „Ég þekki marga leikmenn í þessum hópi, hef spilað með mörgum áður og gegn þeim flestum á einhverjum tímapunkti en það verður gaman að spila og kynnast þeim sem ég hef ekki spilað með áður,“ sagði Guðjón Valur. Hann er fimmti Íslendingurinn sem leikur fyrir PSG. Júlíus Jónasson lék fyrstur Íslendinga með félaginu árið 1989 tólf árum áður en Gunnar Berg Viktorsson samdi við PSG. Styttra er síðan Róbert Gunnarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson léku með félaginu. Róbert yfirgaf PSG árið 2016 en hjá PSG breytast hlutirnir hratt. „Það hefur margt breyst síðan Robbi og Ásgeir voru þarna. Annar þjálfari, aðrir yfirmenn og liðið breyst mikið síðan þeir voru þarna. Fyrir vikið var ég í meiri samskiptum við núverandi leikmenn liðsins,“ sagði Guðjón Valur. Þjálfari PSG er hinn spænski Raúl González sem stýrir einnig landsliði Makedóníu. „Þeir sem hafa spilað fyrir Raúl láta vel af honum. Ég hef spilað á móti hans liðum, bæði félags- og landsliðum sem hann hefur stýrt,“ sagði Guðjón Valur en González gerði Vardar að Evrópumeisturum fyrir tveimur árum. Guðjón Valur viðurkennir að vera ekki sá sleipasti í frönskunni þegar hann er spurður út í málakunnáttuna. „Ég er hræðilegur í frönsku,“ sagði hann léttur. „Ég er ekki búinn að draga fram skólabókina en það fer að líða að því.“ Birtist í Fréttablaðinu Handbolti Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Sjá meira
Nýr kafli á ferli Guðjóns Vals Sigurðssonar hefst í sumar þegar hann gengur í raðir franska stórliðsins Paris Saint-Germain frá þýska liðinu Rhein-Neckar Löwen. Hann skrifaði undir eins árs samning við PSG í gær. Hann verður nýorðinn fertugur þegar næsta tímabil hefst. Eftir að hafa leikið á Íslandi, Þýskalandi, Danmörku og Spáni bætist Frakkland við áfangastaðina á farsælan feril Guðjóns Vals. „Það verður spennandi að prófa frönsku deildina. Liðin í Frakklandi hafa verið að styrkjast undanfarin ár og deildin er orðin sú sterkasta í heiminum ásamt þeirri þýsku. Þessar viðræður stóðu yfir í smá tíma en maður fann fyrir mikilli gleði og spennu þegar ég skrifaði undir. Þetta er spennandi verkefni,“ sagði Guðjón Valur í samtali við Fréttablaðið í gær. Guðjón Valur fyllir skarð Uwe Gensheimer hjá PSG en sá síðarnefndi fyllir skarð íslenska landsliðsfyrirliðans hjá Rhein-Neckar Löwen. Orðrómur hefur legið í loftinu undanfarnar vikur þess efnis að þessi vistaskipti væru í farvatninu. Félagaskipti þeirra beggja voru síðan staðfest í gær. „Það var mikið spurt út í þetta en ég var beðinn um að tala ekki um þetta og ég fór eftir því. Var auðvitað smá kjánalegt en maður fer eftir því sem vinnuveitandi manns segir,“ sagði Guðjón Valur um félagaskiptin. PSG, sem hefur orðið franskur meistari fjögur ár í röð, er ríkasta félag í heimi og leikmannahópurinn er stjörnum prýddur. Með liðinu leika leikmenn á borð við Sander Sagosen, Mikkel Hansen og Karabatic-bræðurna, Luka og Nikola. „Ég þekki marga leikmenn í þessum hópi, hef spilað með mörgum áður og gegn þeim flestum á einhverjum tímapunkti en það verður gaman að spila og kynnast þeim sem ég hef ekki spilað með áður,“ sagði Guðjón Valur. Hann er fimmti Íslendingurinn sem leikur fyrir PSG. Júlíus Jónasson lék fyrstur Íslendinga með félaginu árið 1989 tólf árum áður en Gunnar Berg Viktorsson samdi við PSG. Styttra er síðan Róbert Gunnarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson léku með félaginu. Róbert yfirgaf PSG árið 2016 en hjá PSG breytast hlutirnir hratt. „Það hefur margt breyst síðan Robbi og Ásgeir voru þarna. Annar þjálfari, aðrir yfirmenn og liðið breyst mikið síðan þeir voru þarna. Fyrir vikið var ég í meiri samskiptum við núverandi leikmenn liðsins,“ sagði Guðjón Valur. Þjálfari PSG er hinn spænski Raúl González sem stýrir einnig landsliði Makedóníu. „Þeir sem hafa spilað fyrir Raúl láta vel af honum. Ég hef spilað á móti hans liðum, bæði félags- og landsliðum sem hann hefur stýrt,“ sagði Guðjón Valur en González gerði Vardar að Evrópumeisturum fyrir tveimur árum. Guðjón Valur viðurkennir að vera ekki sá sleipasti í frönskunni þegar hann er spurður út í málakunnáttuna. „Ég er hræðilegur í frönsku,“ sagði hann léttur. „Ég er ekki búinn að draga fram skólabókina en það fer að líða að því.“
Birtist í Fréttablaðinu Handbolti Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Sjá meira