Leita aðstoðar vegna óhóflegrar áreitni í garð Meghan og Katrínar á samfélagsmiðlum Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. janúar 2019 23:48 Katrín hertogaynja af Cambridge og Meghan hertogaynja af Sussex hafa lengi verið sagðar elda grátt silfur saman. Lítið virðist þó til í þeim orðrómum. Getty/UK Press Pool/ Kensingtonhöll, sem fer með málefni hertogahjónanna af Cambridge og Sussex, hefur beðið samfélagsmiðlanna Instagram og Twitter um hjálp í baráttu við gríðarlega áreitni sem hertogaynjurnar Katrín og Meghan verða fyrir á miðlunum. Bandaríska fréttastofan CNN hefur eftir heimildarmanni sínum að höllin hafi beðið stjórnendur Instagram og Twitter um að hafa eftirlit með andstyggilegum athugasemdum notenda sem skrifaðar eru við færslur tengdar hertogaynjunum. Athugasemdirnar eru gjarnan ritaðar af „stuðningsmönnum“ annarrar og beinast þá gegn hinni.Sjá einnig: Drottningin sögð hafa fengið sig fullsadda af meintum deilum Meghan og Katrínar Haft er eftir heimildarmanninum að verkefnið hafi reynst afar erfitt þar sem téð áreitni sé svo umfangsmikil. Þá eru ummælin sem samfélagsmiðlanotendur viðhafa um hertogaynjurnar sögð bæði lituð kvenfyrirlitningu og kynþáttafordómum. Kensingtonhöll hefur hingað til gripið til þess ráðs að ritskoða athugasemdir notenda á samfélagsmiðlum sínum. Heimildarmaður CNN segir það hafa gengið vel, sérstaklega á Instagram þar sem innanbúðarmenn hafi tekið vel í að aðstoða talsmenn hallarinnar. Töluvert hefur verið fjallað um meintan ágreining Katrínar og Meghan í breskum götublöðum og fjölmiðlum vestanhafs. Kensingtonhöll hefur gefið út yfirlýsingar um að ekkert sé hæft í orðrómum um slíkt. Svo virðist sem ágreiningurinn sé þó raunverulegur á milli aðdáenda Katrínar annars vegar og Meghan hins vegar. Áreitnin í þeirra garð á samfélagsmiðlum varð að lokum kveikjan að herferðinni #HelloToKindness, sem hleypt var af stokkunum á mánudag og ætlað er að stemma stigu við hinni neikvæðu orðræðu. Bretland Kóngafólk Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Næsta konunglega barn sagt fæðast í apríl Hertogahjónin af Sussex, Harry Bretaprins og Meghan Markle, eiga von á sínu fyrsta barni nú í vor. 14. janúar 2019 19:56 Drottningin sögð hafa fengið sig fullsadda af meintum deilum Meghan og Katrínar Í frétt bandaríska slúðurblaðsins Us Weekly segir að Katrín og Meghan hafi grafið hina meintu stríðsöxi yfir hátíðarnar, drottningunni til mikillar ánægju. 3. janúar 2019 21:30 Heldur úti „leynilegum“ Instagram-reikningi Meghan Markle hertogynjan af Sussex heldur að sögn vinar hennar úti "leynilegum“ Instagram-reikningi til að forðast fjölmiðla og halda sambandi við vini sína. 21. janúar 2019 19:01 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Sjá meira
Kensingtonhöll, sem fer með málefni hertogahjónanna af Cambridge og Sussex, hefur beðið samfélagsmiðlanna Instagram og Twitter um hjálp í baráttu við gríðarlega áreitni sem hertogaynjurnar Katrín og Meghan verða fyrir á miðlunum. Bandaríska fréttastofan CNN hefur eftir heimildarmanni sínum að höllin hafi beðið stjórnendur Instagram og Twitter um að hafa eftirlit með andstyggilegum athugasemdum notenda sem skrifaðar eru við færslur tengdar hertogaynjunum. Athugasemdirnar eru gjarnan ritaðar af „stuðningsmönnum“ annarrar og beinast þá gegn hinni.Sjá einnig: Drottningin sögð hafa fengið sig fullsadda af meintum deilum Meghan og Katrínar Haft er eftir heimildarmanninum að verkefnið hafi reynst afar erfitt þar sem téð áreitni sé svo umfangsmikil. Þá eru ummælin sem samfélagsmiðlanotendur viðhafa um hertogaynjurnar sögð bæði lituð kvenfyrirlitningu og kynþáttafordómum. Kensingtonhöll hefur hingað til gripið til þess ráðs að ritskoða athugasemdir notenda á samfélagsmiðlum sínum. Heimildarmaður CNN segir það hafa gengið vel, sérstaklega á Instagram þar sem innanbúðarmenn hafi tekið vel í að aðstoða talsmenn hallarinnar. Töluvert hefur verið fjallað um meintan ágreining Katrínar og Meghan í breskum götublöðum og fjölmiðlum vestanhafs. Kensingtonhöll hefur gefið út yfirlýsingar um að ekkert sé hæft í orðrómum um slíkt. Svo virðist sem ágreiningurinn sé þó raunverulegur á milli aðdáenda Katrínar annars vegar og Meghan hins vegar. Áreitnin í þeirra garð á samfélagsmiðlum varð að lokum kveikjan að herferðinni #HelloToKindness, sem hleypt var af stokkunum á mánudag og ætlað er að stemma stigu við hinni neikvæðu orðræðu.
Bretland Kóngafólk Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Næsta konunglega barn sagt fæðast í apríl Hertogahjónin af Sussex, Harry Bretaprins og Meghan Markle, eiga von á sínu fyrsta barni nú í vor. 14. janúar 2019 19:56 Drottningin sögð hafa fengið sig fullsadda af meintum deilum Meghan og Katrínar Í frétt bandaríska slúðurblaðsins Us Weekly segir að Katrín og Meghan hafi grafið hina meintu stríðsöxi yfir hátíðarnar, drottningunni til mikillar ánægju. 3. janúar 2019 21:30 Heldur úti „leynilegum“ Instagram-reikningi Meghan Markle hertogynjan af Sussex heldur að sögn vinar hennar úti "leynilegum“ Instagram-reikningi til að forðast fjölmiðla og halda sambandi við vini sína. 21. janúar 2019 19:01 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Sjá meira
Næsta konunglega barn sagt fæðast í apríl Hertogahjónin af Sussex, Harry Bretaprins og Meghan Markle, eiga von á sínu fyrsta barni nú í vor. 14. janúar 2019 19:56
Drottningin sögð hafa fengið sig fullsadda af meintum deilum Meghan og Katrínar Í frétt bandaríska slúðurblaðsins Us Weekly segir að Katrín og Meghan hafi grafið hina meintu stríðsöxi yfir hátíðarnar, drottningunni til mikillar ánægju. 3. janúar 2019 21:30
Heldur úti „leynilegum“ Instagram-reikningi Meghan Markle hertogynjan af Sussex heldur að sögn vinar hennar úti "leynilegum“ Instagram-reikningi til að forðast fjölmiðla og halda sambandi við vini sína. 21. janúar 2019 19:01