Ögurstund í Brexit málum í kvöld Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 15. janúar 2019 13:00 Það stefnir í spennandi dag í breskum stjórnmálum. Mynd/Facundo Arrizabalaga Rökræður hafa staðið yfir í breska þinginu síðastliðna fimm þingfundardaga um útgöngusáttmálann sem Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, og teymi hennar samdi um við Evrópusambandið. Að umræðum loknum greiða þingmenn atkvæði um sáttmálann. Reikna má með að atkvæðagreiðsla hefjist klukkan sjö í kvöld og ljúki síðar um kvöldið.Hvernig falla atkvæði? Það verður að teljast heldur ólíklegt að þingið samþykki sáttmálann en May þarf minnst 320 atkvæði til þess. Rúmlega 200 stjórnarþingmenn og fáeinir þingmenn stjórnarandstöðunnar segjast ætla að styðja sáttmálann. Það er örlagastund fyrir Theresu May forsætisráðherra í kvöld.EPA/Neil HallUm 90 þingmenn Íhaldsflokksins segjast ætla að greiða atkvæði gegn sáttmálanum. Hið sama ætla 10 þingmenn Norður Írska Sambandsflokksins að gera en sá flokkur styður ríkisstjórn Íhaldsflokksins. Langflestir af 256 þingmönnum Verkamannaflokksins ætla að greiða atkvæði gegn sáttmálanum og hið sama ætla þingmenn Frjálslynda flokksins, Skoska þjóðarflokksins og annarra smærri stjórnarandstöðuflokka að gera.Hvað gerist næst? Ef að sáttmáli May verður samþykktur er ekkert því til fyrirstöðu að halda áfram með Brexit ferlið. Hið formlega útgönguferli myndi að óbreyttu taka gildi 29. mars næstkomandi. Brexit yrði þó ekki lokið þar sem enn þarf að semja um viðskiptasamninga og hvernig framtíðarsamskiptum Bretlands of Evrópusambandsins yrði háttað. Líklegasta niðurstaðan er sú að sáttmálinn verði felldur í þinginu. Þá hefur Theresa May nokkra daga til að semja upp á nýtt við stjórnarherrana í Brussel. Margir telja að ef að leiðtogar Evrópusambandsins sjái ríka andstöðu gegn sáttmálanum í þinginu sé mögulegt að gefið verði bindandi fyrirheit um framtíðarsamskipti sambandsins og Bretlands. Sér í lagi þeim hluta sem snýr að tilhögun landamæranna á Norður Írlandi. Mikil óánægja hefur ríkt með þann hluta sáttmálans.Jeremy Corbyn ætlar að leggja fram vantrauststillögu á hendur May verði sáttmálinn felldur.EPA/Neil HallAnnar möguleiki er að lengja í samningaferlinu. Leiðtogar Evrópusambandsins hafa ekki útilokað að lengja í ferlinu fram á sumar og færa hina eiginlegu útgöngu frá 29. mars fram í júlí. Það gæfi svigrúm til að finna nýjar lausnir á Brexit málum en Evrópusambandið hefur ítrekað að ekki verði samið upp á nýtt um útgöngusáttmála. Þá er ekki útilokað að forsætisráðherrann segi af sér í kjölfar þess að tapa atkvæðagreiðslunni. Hún hefur lagt mikið að veði við að koma honum í gegn um þingið og hefur ítrekað varað við því að Bretland gangi úr sambandinu án sáttmála eða að þjóðaratkvæðagreiðslan um útgönguna verði endurtekin og að ekkert verði af Brexit. Nýr leiðtogi gæti kosið að setja aðra leiðina í forgang. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hefur þá boðað vantraustsyfirlýsingu á hendur May ef að sáttmálinn verði felldur í kvöld. Hans markmið er að knýja fram þingkosningar sem myndi vafalaust hleypa Brexit ferlinu í enn meira uppnám. Hér að neðan má svo sjá innslag fréttamanns ITV, Carl Dinnen, um hvernig atkvæðagreiðslan mun ganga fyrir sig.How do MPs actually cast their votes and what happens if the prime minister loses? Take the behind-the-scenes tour of the Commons ahead of crunch Brexit decision https://t.co/lopFXMKxKS pic.twitter.com/eknemKg9nz— ITV News (@itvnews) January 14, 2019 Bretland Brexit Tengdar fréttir ESB undirbýr frestun á Brexit fram á sumar Evrópusambandið undirbýr nú frestun á Brexit, útgöngu Bretlands úr ESB, fram á sumar. 13. janúar 2019 22:34 May: Ekkert Brexit líklegra en Brexit án samnings Senn líður að ögurstundu hjá Theresu May, breska forsætisráðherranum, og útgöngusamningi hennar. 14. janúar 2019 10:45 Reynir að sannfæra þingmenn um að samþykkja samninginn Örlagastundin rennur upp á morgun þegar greidd verða atkvæði um samninginn á breska þinginu. 14. janúar 2019 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Rökræður hafa staðið yfir í breska þinginu síðastliðna fimm þingfundardaga um útgöngusáttmálann sem Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, og teymi hennar samdi um við Evrópusambandið. Að umræðum loknum greiða þingmenn atkvæði um sáttmálann. Reikna má með að atkvæðagreiðsla hefjist klukkan sjö í kvöld og ljúki síðar um kvöldið.Hvernig falla atkvæði? Það verður að teljast heldur ólíklegt að þingið samþykki sáttmálann en May þarf minnst 320 atkvæði til þess. Rúmlega 200 stjórnarþingmenn og fáeinir þingmenn stjórnarandstöðunnar segjast ætla að styðja sáttmálann. Það er örlagastund fyrir Theresu May forsætisráðherra í kvöld.EPA/Neil HallUm 90 þingmenn Íhaldsflokksins segjast ætla að greiða atkvæði gegn sáttmálanum. Hið sama ætla 10 þingmenn Norður Írska Sambandsflokksins að gera en sá flokkur styður ríkisstjórn Íhaldsflokksins. Langflestir af 256 þingmönnum Verkamannaflokksins ætla að greiða atkvæði gegn sáttmálanum og hið sama ætla þingmenn Frjálslynda flokksins, Skoska þjóðarflokksins og annarra smærri stjórnarandstöðuflokka að gera.Hvað gerist næst? Ef að sáttmáli May verður samþykktur er ekkert því til fyrirstöðu að halda áfram með Brexit ferlið. Hið formlega útgönguferli myndi að óbreyttu taka gildi 29. mars næstkomandi. Brexit yrði þó ekki lokið þar sem enn þarf að semja um viðskiptasamninga og hvernig framtíðarsamskiptum Bretlands of Evrópusambandsins yrði háttað. Líklegasta niðurstaðan er sú að sáttmálinn verði felldur í þinginu. Þá hefur Theresa May nokkra daga til að semja upp á nýtt við stjórnarherrana í Brussel. Margir telja að ef að leiðtogar Evrópusambandsins sjái ríka andstöðu gegn sáttmálanum í þinginu sé mögulegt að gefið verði bindandi fyrirheit um framtíðarsamskipti sambandsins og Bretlands. Sér í lagi þeim hluta sem snýr að tilhögun landamæranna á Norður Írlandi. Mikil óánægja hefur ríkt með þann hluta sáttmálans.Jeremy Corbyn ætlar að leggja fram vantrauststillögu á hendur May verði sáttmálinn felldur.EPA/Neil HallAnnar möguleiki er að lengja í samningaferlinu. Leiðtogar Evrópusambandsins hafa ekki útilokað að lengja í ferlinu fram á sumar og færa hina eiginlegu útgöngu frá 29. mars fram í júlí. Það gæfi svigrúm til að finna nýjar lausnir á Brexit málum en Evrópusambandið hefur ítrekað að ekki verði samið upp á nýtt um útgöngusáttmála. Þá er ekki útilokað að forsætisráðherrann segi af sér í kjölfar þess að tapa atkvæðagreiðslunni. Hún hefur lagt mikið að veði við að koma honum í gegn um þingið og hefur ítrekað varað við því að Bretland gangi úr sambandinu án sáttmála eða að þjóðaratkvæðagreiðslan um útgönguna verði endurtekin og að ekkert verði af Brexit. Nýr leiðtogi gæti kosið að setja aðra leiðina í forgang. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hefur þá boðað vantraustsyfirlýsingu á hendur May ef að sáttmálinn verði felldur í kvöld. Hans markmið er að knýja fram þingkosningar sem myndi vafalaust hleypa Brexit ferlinu í enn meira uppnám. Hér að neðan má svo sjá innslag fréttamanns ITV, Carl Dinnen, um hvernig atkvæðagreiðslan mun ganga fyrir sig.How do MPs actually cast their votes and what happens if the prime minister loses? Take the behind-the-scenes tour of the Commons ahead of crunch Brexit decision https://t.co/lopFXMKxKS pic.twitter.com/eknemKg9nz— ITV News (@itvnews) January 14, 2019
Bretland Brexit Tengdar fréttir ESB undirbýr frestun á Brexit fram á sumar Evrópusambandið undirbýr nú frestun á Brexit, útgöngu Bretlands úr ESB, fram á sumar. 13. janúar 2019 22:34 May: Ekkert Brexit líklegra en Brexit án samnings Senn líður að ögurstundu hjá Theresu May, breska forsætisráðherranum, og útgöngusamningi hennar. 14. janúar 2019 10:45 Reynir að sannfæra þingmenn um að samþykkja samninginn Örlagastundin rennur upp á morgun þegar greidd verða atkvæði um samninginn á breska þinginu. 14. janúar 2019 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
ESB undirbýr frestun á Brexit fram á sumar Evrópusambandið undirbýr nú frestun á Brexit, útgöngu Bretlands úr ESB, fram á sumar. 13. janúar 2019 22:34
May: Ekkert Brexit líklegra en Brexit án samnings Senn líður að ögurstundu hjá Theresu May, breska forsætisráðherranum, og útgöngusamningi hennar. 14. janúar 2019 10:45
Reynir að sannfæra þingmenn um að samþykkja samninginn Örlagastundin rennur upp á morgun þegar greidd verða atkvæði um samninginn á breska þinginu. 14. janúar 2019 07:00