Að umræðum loknum greiða þingmenn atkvæði um sáttmálann. Reikna má með að atkvæðagreiðsla hefjist klukkan sjö í kvöld og ljúki síðar um kvöldið.
Hvernig falla atkvæði?
Það verður að teljast heldur ólíklegt að þingið samþykki sáttmálann en May þarf minnst 320 atkvæði til þess. Rúmlega 200 stjórnarþingmenn og fáeinir þingmenn stjórnarandstöðunnar segjast ætla að styðja sáttmálann.

Langflestir af 256 þingmönnum Verkamannaflokksins ætla að greiða atkvæði gegn sáttmálanum og hið sama ætla þingmenn Frjálslynda flokksins, Skoska þjóðarflokksins og annarra smærri stjórnarandstöðuflokka að gera.
Hvað gerist næst?
Ef að sáttmáli May verður samþykktur er ekkert því til fyrirstöðu að halda áfram með Brexit ferlið. Hið formlega útgönguferli myndi að óbreyttu taka gildi 29. mars næstkomandi. Brexit yrði þó ekki lokið þar sem enn þarf að semja um viðskiptasamninga og hvernig framtíðarsamskiptum Bretlands of Evrópusambandsins yrði háttað.
Líklegasta niðurstaðan er sú að sáttmálinn verði felldur í þinginu. Þá hefur Theresa May nokkra daga til að semja upp á nýtt við stjórnarherrana í Brussel. Margir telja að ef að leiðtogar Evrópusambandsins sjái ríka andstöðu gegn sáttmálanum í þinginu sé mögulegt að gefið verði bindandi fyrirheit um framtíðarsamskipti sambandsins og Bretlands. Sér í lagi þeim hluta sem snýr að tilhögun landamæranna á Norður Írlandi. Mikil óánægja hefur ríkt með þann hluta sáttmálans.

Þá er ekki útilokað að forsætisráðherrann segi af sér í kjölfar þess að tapa atkvæðagreiðslunni. Hún hefur lagt mikið að veði við að koma honum í gegn um þingið og hefur ítrekað varað við því að Bretland gangi úr sambandinu án sáttmála eða að þjóðaratkvæðagreiðslan um útgönguna verði endurtekin og að ekkert verði af Brexit. Nýr leiðtogi gæti kosið að setja aðra leiðina í forgang.
Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hefur þá boðað vantraustsyfirlýsingu á hendur May ef að sáttmálinn verði felldur í kvöld. Hans markmið er að knýja fram þingkosningar sem myndi vafalaust hleypa Brexit ferlinu í enn meira uppnám.
Hér að neðan má svo sjá innslag fréttamanns ITV, Carl Dinnen, um hvernig atkvæðagreiðslan mun ganga fyrir sig.
How do MPs actually cast their votes and what happens if the prime minister loses?
— ITV News (@itvnews) January 14, 2019
Take the behind-the-scenes tour of the Commons ahead of crunch Brexit decision https://t.co/lopFXMKxKS pic.twitter.com/eknemKg9nz