Bretar lýsa áhyggjum af meintum njósnara í haldi Rússa Kjartan Kjartansson skrifar 4. janúar 2019 12:40 Whelan var handtekinn í Moskvu fyrir viku. Vísir/EPA Utanríkisráðherra Bretlands varaði rússnesk stjórnvöld við því að nota einstaklinga sem peð í milliríkjadeilum í kjölfar þess að maður með tvöfalt ríkisfang var handtekinn í Moskvu á föstudag og sakaður um njósnir. Paul Whelan er með bandarískt og breskt ríkisfang. Öryggissveit Rússlands (FSB) tók hann höndum á föstudag og hóf rannsókn á honum vegna meintra njósna hans. Hún hefur ekki greint frekar frá hvað Whelan á að hafa gert af sér. „Við höfum miklar áhyggjur af Paul Whelan, við höfum boðið fram aðstoð ræðismanns,“ sagði Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, um mál Whelan í dag, að því er segir í frétt Reuters. Fjölskylda Whelan segir að hann hafi verið í Rússlandi fyrir brúðkaup og sé blásaklaus af njósnum. Vangaveltur hafa verið um að ríkisstjórn Vladímírs Pútín forseta hafi látið handtaka hann til að knýja á um skipti á honum og Maríu Butina, rússneskri konu sem hefur játað njósnir í Bandaríkjunum. Hunt sagði það til gagngerrar skoðunar hvort að breskir borgarar þyrftu að hafa áhyggjur af öryggi sínu í Bretlandi. Ráðuneyti hans endurskoði reglulega ráðleggingar sínar um ferðalög erlendis. „Ef við sjáum ástæðu til að breyta þeim þá gerum við það,“ sagði Hunt. Samskipti Bretlands og Rússlands hafa verið stirð síðustu mánuði og ár, ekki síst eftir að eitrað var fyrir rússneskum fyrrverandi njósnara í bænum Salisbury í mars í fyrra. Breska ríkisstjórnin sakar stjórnvöld í Kreml um að hafa staðið að tilræðinu en því hafna þau algerlega. Bandaríkin Bretland Rússland Tengdar fréttir Meintur njósnari sigldi um eyjar Breiðafjarðar Íbúar í Stykkishólmi urðu heldur en ekki hissa þegar þeir sáu meintan bandarískan njósnara í haldi Rússa sýndan í umhverfi Breiðafjarðar í heimspressunni í gærkvöldi. 2. janúar 2019 21:45 Fjölskylda meints njósnara segir hann saklausan Mögulegt er talið að Bandaríkjamaðurinn hafi verið handtekinn til að styrkja kröfu Pútín forseta um að rússneskur njósnari verði látinn laus vestanhafs. 2. janúar 2019 11:30 Whelan formlega ákærður fyrir njósnir Bandaríkjamaðurinn Paul Whelan hefur verið ákærður fyrir njósnir í Rússlandi. 3. janúar 2019 16:07 Bandaríkjamaður handtekinn fyrir njósnir í Moskvu Öryggisstofnun Rússlands, FSB, hefur handtekið bandarískan ríkisborgara og sakað hann um njósnir. 31. desember 2018 12:23 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira
Utanríkisráðherra Bretlands varaði rússnesk stjórnvöld við því að nota einstaklinga sem peð í milliríkjadeilum í kjölfar þess að maður með tvöfalt ríkisfang var handtekinn í Moskvu á föstudag og sakaður um njósnir. Paul Whelan er með bandarískt og breskt ríkisfang. Öryggissveit Rússlands (FSB) tók hann höndum á föstudag og hóf rannsókn á honum vegna meintra njósna hans. Hún hefur ekki greint frekar frá hvað Whelan á að hafa gert af sér. „Við höfum miklar áhyggjur af Paul Whelan, við höfum boðið fram aðstoð ræðismanns,“ sagði Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, um mál Whelan í dag, að því er segir í frétt Reuters. Fjölskylda Whelan segir að hann hafi verið í Rússlandi fyrir brúðkaup og sé blásaklaus af njósnum. Vangaveltur hafa verið um að ríkisstjórn Vladímírs Pútín forseta hafi látið handtaka hann til að knýja á um skipti á honum og Maríu Butina, rússneskri konu sem hefur játað njósnir í Bandaríkjunum. Hunt sagði það til gagngerrar skoðunar hvort að breskir borgarar þyrftu að hafa áhyggjur af öryggi sínu í Bretlandi. Ráðuneyti hans endurskoði reglulega ráðleggingar sínar um ferðalög erlendis. „Ef við sjáum ástæðu til að breyta þeim þá gerum við það,“ sagði Hunt. Samskipti Bretlands og Rússlands hafa verið stirð síðustu mánuði og ár, ekki síst eftir að eitrað var fyrir rússneskum fyrrverandi njósnara í bænum Salisbury í mars í fyrra. Breska ríkisstjórnin sakar stjórnvöld í Kreml um að hafa staðið að tilræðinu en því hafna þau algerlega.
Bandaríkin Bretland Rússland Tengdar fréttir Meintur njósnari sigldi um eyjar Breiðafjarðar Íbúar í Stykkishólmi urðu heldur en ekki hissa þegar þeir sáu meintan bandarískan njósnara í haldi Rússa sýndan í umhverfi Breiðafjarðar í heimspressunni í gærkvöldi. 2. janúar 2019 21:45 Fjölskylda meints njósnara segir hann saklausan Mögulegt er talið að Bandaríkjamaðurinn hafi verið handtekinn til að styrkja kröfu Pútín forseta um að rússneskur njósnari verði látinn laus vestanhafs. 2. janúar 2019 11:30 Whelan formlega ákærður fyrir njósnir Bandaríkjamaðurinn Paul Whelan hefur verið ákærður fyrir njósnir í Rússlandi. 3. janúar 2019 16:07 Bandaríkjamaður handtekinn fyrir njósnir í Moskvu Öryggisstofnun Rússlands, FSB, hefur handtekið bandarískan ríkisborgara og sakað hann um njósnir. 31. desember 2018 12:23 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira
Meintur njósnari sigldi um eyjar Breiðafjarðar Íbúar í Stykkishólmi urðu heldur en ekki hissa þegar þeir sáu meintan bandarískan njósnara í haldi Rússa sýndan í umhverfi Breiðafjarðar í heimspressunni í gærkvöldi. 2. janúar 2019 21:45
Fjölskylda meints njósnara segir hann saklausan Mögulegt er talið að Bandaríkjamaðurinn hafi verið handtekinn til að styrkja kröfu Pútín forseta um að rússneskur njósnari verði látinn laus vestanhafs. 2. janúar 2019 11:30
Whelan formlega ákærður fyrir njósnir Bandaríkjamaðurinn Paul Whelan hefur verið ákærður fyrir njósnir í Rússlandi. 3. janúar 2019 16:07
Bandaríkjamaður handtekinn fyrir njósnir í Moskvu Öryggisstofnun Rússlands, FSB, hefur handtekið bandarískan ríkisborgara og sakað hann um njósnir. 31. desember 2018 12:23