Trump neitar að gefa eftir varðandi vegginn Samúel Karl Ólason skrifar 20. desember 2018 18:48 Paul Ryan og Kevin McCarthy, leiðtogar Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, ræddu við blaðamenn eftir fund þeirra og Trump. AP/Andrew Harnik Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur neitað að skrifa undir fjárlagafrumvarp sem öldungadeild Bandaríkjaþings hafði samþykkt. Ástæðan er sú að samkvæmt frumvarpinu átti ekki að veita fimm milljörðum dala til að byggja vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Paul Ryan, forseti fulltrúadeildarinnar, sagði blaðamönnum að Trump hefði verulegar áhyggjur af öryggi á landamærum Bandaríkjanna. Því er útlit fyrir að hluta alríkisstofnanna Bandaríkjanna verði lokað á morgun. Frumvarpinu sem forsetinn neitaði að skrifa undir var þó ekki ætlað að fjármagna rekstur ríkisins til langs tíma og hefði einungis náð til 8. febrúar. Þingmenn Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni höfðu mótmælt frumvarpinu og því að engu fé væri veitt til byggingar veggjarins. Stuðningsmenn Trump á þinginu hafa varað forsetann við því að gefa eftir og segja hann eiga að berjast fyrir byggingu veggjarins, sem hann lofaði að byggja í kosningabaráttunni. Hann lofaði einnig að Mexíkó myndi borga fyrir vegginn en yfirvöld Mexíkó sögðu það ekki koma til greina.AP fréttaveitan segir stuðningsmenn Trump halda því fram að endurkjör hans velti á byggingu veggjarins.Þegar Paul Ryan ræddi við blaðamenn sagði hann áhyggjur Trump af landamærunum vera réttmætar og sagði að nú myndu þingmenn koma saman á ný og reyna að finna lausn á málinu. Það er þó alfarið óljóst hvort Repúblikanar hafi meirihluta til að tryggja fjármögnun veggjarins á þessari stundu.Fjölmargir þingmenn flokksins, sem eru að setjast í helgan stein eða töpuðu í kosningunum í nóvember, hafa ekki verið á þingi og ekki tekið þátt í atkvæðagreiðslum að undanförnu. Þar að auki eru margir öldungadeildarþingmenn farnir heim í jólafrí. Demókratar munu taka við stjórn fulltrúadeildarinnar í byrjun næsta árs. Trump hefur verið margsaga í deilunni á undanförnum dögum. Fyrst krafðist hann fimm milljarða frá þinginu. Svo sagði hann að herinn myndi borga fyrir bygginguna og síðan sagði hann að Demókratar myndu láta hann fá peninga til að byggja vegginn á næsta ári. Síðan virtist hann vera að gefa eftir, þar til nokkrir stuðningsmenn hans í fulltrúadeildinni fóru á fund hans í dag. BREAKING: Speaker Ryan says President Trump will not sign short-term continuing resolution passed by Senate. https://t.co/vNp0vlw0TF pic.twitter.com/PeZWvSF5lo— NBC News (@NBCNews) December 20, 2018 Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Stál í stál á þinginu og útlit fyrir lokun ríkisstofnana Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og þingmenn Repúblikanaflokksins, eiga nú í störukeppni við Demókrata í fulltrúadeildinni. 21. nóvember 2018 18:32 Krefjast enn fimm milljarða dala til að byggja vegg Ekkert útlit er fyrir lausn á deilu Donald Trump og þingmanna vegna kosningaloforðs hans um að byggja vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 17. desember 2018 21:05 Trump og Demókratar reyna að finna lausn á fjárlagadeilu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og leiðtogar Demókrataflokksins vinna nú að því að komast hjá því að loka þurfi hluta opinberra stofnanna. 11. desember 2018 12:41 Hótar lokun verði múrinn ekki fjármagnaður Til snarpra orðaskipta kom á milli Bandaríkjaforseta og tveggja þingmanna Demókrataflokksins í Hvíta húsinu í kvöld þegar fjármögnun múrs á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna barst í tal. 11. desember 2018 22:59 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur neitað að skrifa undir fjárlagafrumvarp sem öldungadeild Bandaríkjaþings hafði samþykkt. Ástæðan er sú að samkvæmt frumvarpinu átti ekki að veita fimm milljörðum dala til að byggja vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Paul Ryan, forseti fulltrúadeildarinnar, sagði blaðamönnum að Trump hefði verulegar áhyggjur af öryggi á landamærum Bandaríkjanna. Því er útlit fyrir að hluta alríkisstofnanna Bandaríkjanna verði lokað á morgun. Frumvarpinu sem forsetinn neitaði að skrifa undir var þó ekki ætlað að fjármagna rekstur ríkisins til langs tíma og hefði einungis náð til 8. febrúar. Þingmenn Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni höfðu mótmælt frumvarpinu og því að engu fé væri veitt til byggingar veggjarins. Stuðningsmenn Trump á þinginu hafa varað forsetann við því að gefa eftir og segja hann eiga að berjast fyrir byggingu veggjarins, sem hann lofaði að byggja í kosningabaráttunni. Hann lofaði einnig að Mexíkó myndi borga fyrir vegginn en yfirvöld Mexíkó sögðu það ekki koma til greina.AP fréttaveitan segir stuðningsmenn Trump halda því fram að endurkjör hans velti á byggingu veggjarins.Þegar Paul Ryan ræddi við blaðamenn sagði hann áhyggjur Trump af landamærunum vera réttmætar og sagði að nú myndu þingmenn koma saman á ný og reyna að finna lausn á málinu. Það er þó alfarið óljóst hvort Repúblikanar hafi meirihluta til að tryggja fjármögnun veggjarins á þessari stundu.Fjölmargir þingmenn flokksins, sem eru að setjast í helgan stein eða töpuðu í kosningunum í nóvember, hafa ekki verið á þingi og ekki tekið þátt í atkvæðagreiðslum að undanförnu. Þar að auki eru margir öldungadeildarþingmenn farnir heim í jólafrí. Demókratar munu taka við stjórn fulltrúadeildarinnar í byrjun næsta árs. Trump hefur verið margsaga í deilunni á undanförnum dögum. Fyrst krafðist hann fimm milljarða frá þinginu. Svo sagði hann að herinn myndi borga fyrir bygginguna og síðan sagði hann að Demókratar myndu láta hann fá peninga til að byggja vegginn á næsta ári. Síðan virtist hann vera að gefa eftir, þar til nokkrir stuðningsmenn hans í fulltrúadeildinni fóru á fund hans í dag. BREAKING: Speaker Ryan says President Trump will not sign short-term continuing resolution passed by Senate. https://t.co/vNp0vlw0TF pic.twitter.com/PeZWvSF5lo— NBC News (@NBCNews) December 20, 2018
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Stál í stál á þinginu og útlit fyrir lokun ríkisstofnana Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og þingmenn Repúblikanaflokksins, eiga nú í störukeppni við Demókrata í fulltrúadeildinni. 21. nóvember 2018 18:32 Krefjast enn fimm milljarða dala til að byggja vegg Ekkert útlit er fyrir lausn á deilu Donald Trump og þingmanna vegna kosningaloforðs hans um að byggja vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 17. desember 2018 21:05 Trump og Demókratar reyna að finna lausn á fjárlagadeilu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og leiðtogar Demókrataflokksins vinna nú að því að komast hjá því að loka þurfi hluta opinberra stofnanna. 11. desember 2018 12:41 Hótar lokun verði múrinn ekki fjármagnaður Til snarpra orðaskipta kom á milli Bandaríkjaforseta og tveggja þingmanna Demókrataflokksins í Hvíta húsinu í kvöld þegar fjármögnun múrs á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna barst í tal. 11. desember 2018 22:59 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Stál í stál á þinginu og útlit fyrir lokun ríkisstofnana Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og þingmenn Repúblikanaflokksins, eiga nú í störukeppni við Demókrata í fulltrúadeildinni. 21. nóvember 2018 18:32
Krefjast enn fimm milljarða dala til að byggja vegg Ekkert útlit er fyrir lausn á deilu Donald Trump og þingmanna vegna kosningaloforðs hans um að byggja vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 17. desember 2018 21:05
Trump og Demókratar reyna að finna lausn á fjárlagadeilu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og leiðtogar Demókrataflokksins vinna nú að því að komast hjá því að loka þurfi hluta opinberra stofnanna. 11. desember 2018 12:41
Hótar lokun verði múrinn ekki fjármagnaður Til snarpra orðaskipta kom á milli Bandaríkjaforseta og tveggja þingmanna Demókrataflokksins í Hvíta húsinu í kvöld þegar fjármögnun múrs á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna barst í tal. 11. desember 2018 22:59
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent