Trump neitar að gefa eftir varðandi vegginn Samúel Karl Ólason skrifar 20. desember 2018 18:48 Paul Ryan og Kevin McCarthy, leiðtogar Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, ræddu við blaðamenn eftir fund þeirra og Trump. AP/Andrew Harnik Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur neitað að skrifa undir fjárlagafrumvarp sem öldungadeild Bandaríkjaþings hafði samþykkt. Ástæðan er sú að samkvæmt frumvarpinu átti ekki að veita fimm milljörðum dala til að byggja vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Paul Ryan, forseti fulltrúadeildarinnar, sagði blaðamönnum að Trump hefði verulegar áhyggjur af öryggi á landamærum Bandaríkjanna. Því er útlit fyrir að hluta alríkisstofnanna Bandaríkjanna verði lokað á morgun. Frumvarpinu sem forsetinn neitaði að skrifa undir var þó ekki ætlað að fjármagna rekstur ríkisins til langs tíma og hefði einungis náð til 8. febrúar. Þingmenn Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni höfðu mótmælt frumvarpinu og því að engu fé væri veitt til byggingar veggjarins. Stuðningsmenn Trump á þinginu hafa varað forsetann við því að gefa eftir og segja hann eiga að berjast fyrir byggingu veggjarins, sem hann lofaði að byggja í kosningabaráttunni. Hann lofaði einnig að Mexíkó myndi borga fyrir vegginn en yfirvöld Mexíkó sögðu það ekki koma til greina.AP fréttaveitan segir stuðningsmenn Trump halda því fram að endurkjör hans velti á byggingu veggjarins.Þegar Paul Ryan ræddi við blaðamenn sagði hann áhyggjur Trump af landamærunum vera réttmætar og sagði að nú myndu þingmenn koma saman á ný og reyna að finna lausn á málinu. Það er þó alfarið óljóst hvort Repúblikanar hafi meirihluta til að tryggja fjármögnun veggjarins á þessari stundu.Fjölmargir þingmenn flokksins, sem eru að setjast í helgan stein eða töpuðu í kosningunum í nóvember, hafa ekki verið á þingi og ekki tekið þátt í atkvæðagreiðslum að undanförnu. Þar að auki eru margir öldungadeildarþingmenn farnir heim í jólafrí. Demókratar munu taka við stjórn fulltrúadeildarinnar í byrjun næsta árs. Trump hefur verið margsaga í deilunni á undanförnum dögum. Fyrst krafðist hann fimm milljarða frá þinginu. Svo sagði hann að herinn myndi borga fyrir bygginguna og síðan sagði hann að Demókratar myndu láta hann fá peninga til að byggja vegginn á næsta ári. Síðan virtist hann vera að gefa eftir, þar til nokkrir stuðningsmenn hans í fulltrúadeildinni fóru á fund hans í dag. BREAKING: Speaker Ryan says President Trump will not sign short-term continuing resolution passed by Senate. https://t.co/vNp0vlw0TF pic.twitter.com/PeZWvSF5lo— NBC News (@NBCNews) December 20, 2018 Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Stál í stál á þinginu og útlit fyrir lokun ríkisstofnana Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og þingmenn Repúblikanaflokksins, eiga nú í störukeppni við Demókrata í fulltrúadeildinni. 21. nóvember 2018 18:32 Krefjast enn fimm milljarða dala til að byggja vegg Ekkert útlit er fyrir lausn á deilu Donald Trump og þingmanna vegna kosningaloforðs hans um að byggja vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 17. desember 2018 21:05 Trump og Demókratar reyna að finna lausn á fjárlagadeilu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og leiðtogar Demókrataflokksins vinna nú að því að komast hjá því að loka þurfi hluta opinberra stofnanna. 11. desember 2018 12:41 Hótar lokun verði múrinn ekki fjármagnaður Til snarpra orðaskipta kom á milli Bandaríkjaforseta og tveggja þingmanna Demókrataflokksins í Hvíta húsinu í kvöld þegar fjármögnun múrs á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna barst í tal. 11. desember 2018 22:59 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Fleiri fréttir Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur neitað að skrifa undir fjárlagafrumvarp sem öldungadeild Bandaríkjaþings hafði samþykkt. Ástæðan er sú að samkvæmt frumvarpinu átti ekki að veita fimm milljörðum dala til að byggja vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Paul Ryan, forseti fulltrúadeildarinnar, sagði blaðamönnum að Trump hefði verulegar áhyggjur af öryggi á landamærum Bandaríkjanna. Því er útlit fyrir að hluta alríkisstofnanna Bandaríkjanna verði lokað á morgun. Frumvarpinu sem forsetinn neitaði að skrifa undir var þó ekki ætlað að fjármagna rekstur ríkisins til langs tíma og hefði einungis náð til 8. febrúar. Þingmenn Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni höfðu mótmælt frumvarpinu og því að engu fé væri veitt til byggingar veggjarins. Stuðningsmenn Trump á þinginu hafa varað forsetann við því að gefa eftir og segja hann eiga að berjast fyrir byggingu veggjarins, sem hann lofaði að byggja í kosningabaráttunni. Hann lofaði einnig að Mexíkó myndi borga fyrir vegginn en yfirvöld Mexíkó sögðu það ekki koma til greina.AP fréttaveitan segir stuðningsmenn Trump halda því fram að endurkjör hans velti á byggingu veggjarins.Þegar Paul Ryan ræddi við blaðamenn sagði hann áhyggjur Trump af landamærunum vera réttmætar og sagði að nú myndu þingmenn koma saman á ný og reyna að finna lausn á málinu. Það er þó alfarið óljóst hvort Repúblikanar hafi meirihluta til að tryggja fjármögnun veggjarins á þessari stundu.Fjölmargir þingmenn flokksins, sem eru að setjast í helgan stein eða töpuðu í kosningunum í nóvember, hafa ekki verið á þingi og ekki tekið þátt í atkvæðagreiðslum að undanförnu. Þar að auki eru margir öldungadeildarþingmenn farnir heim í jólafrí. Demókratar munu taka við stjórn fulltrúadeildarinnar í byrjun næsta árs. Trump hefur verið margsaga í deilunni á undanförnum dögum. Fyrst krafðist hann fimm milljarða frá þinginu. Svo sagði hann að herinn myndi borga fyrir bygginguna og síðan sagði hann að Demókratar myndu láta hann fá peninga til að byggja vegginn á næsta ári. Síðan virtist hann vera að gefa eftir, þar til nokkrir stuðningsmenn hans í fulltrúadeildinni fóru á fund hans í dag. BREAKING: Speaker Ryan says President Trump will not sign short-term continuing resolution passed by Senate. https://t.co/vNp0vlw0TF pic.twitter.com/PeZWvSF5lo— NBC News (@NBCNews) December 20, 2018
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Stál í stál á þinginu og útlit fyrir lokun ríkisstofnana Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og þingmenn Repúblikanaflokksins, eiga nú í störukeppni við Demókrata í fulltrúadeildinni. 21. nóvember 2018 18:32 Krefjast enn fimm milljarða dala til að byggja vegg Ekkert útlit er fyrir lausn á deilu Donald Trump og þingmanna vegna kosningaloforðs hans um að byggja vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 17. desember 2018 21:05 Trump og Demókratar reyna að finna lausn á fjárlagadeilu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og leiðtogar Demókrataflokksins vinna nú að því að komast hjá því að loka þurfi hluta opinberra stofnanna. 11. desember 2018 12:41 Hótar lokun verði múrinn ekki fjármagnaður Til snarpra orðaskipta kom á milli Bandaríkjaforseta og tveggja þingmanna Demókrataflokksins í Hvíta húsinu í kvöld þegar fjármögnun múrs á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna barst í tal. 11. desember 2018 22:59 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Fleiri fréttir Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Sjá meira
Stál í stál á þinginu og útlit fyrir lokun ríkisstofnana Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og þingmenn Repúblikanaflokksins, eiga nú í störukeppni við Demókrata í fulltrúadeildinni. 21. nóvember 2018 18:32
Krefjast enn fimm milljarða dala til að byggja vegg Ekkert útlit er fyrir lausn á deilu Donald Trump og þingmanna vegna kosningaloforðs hans um að byggja vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 17. desember 2018 21:05
Trump og Demókratar reyna að finna lausn á fjárlagadeilu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og leiðtogar Demókrataflokksins vinna nú að því að komast hjá því að loka þurfi hluta opinberra stofnanna. 11. desember 2018 12:41
Hótar lokun verði múrinn ekki fjármagnaður Til snarpra orðaskipta kom á milli Bandaríkjaforseta og tveggja þingmanna Demókrataflokksins í Hvíta húsinu í kvöld þegar fjármögnun múrs á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna barst í tal. 11. desember 2018 22:59