Trump stendur ekki við jólakosningaloforð sitt Andri Eysteinsson skrifar 23. desember 2018 13:53 Donald og Melania Trump við jólatré Hvíta hússins. EPA/ Michael Reynolds Donald Trump, Bandaríkjaforseti, gerði það að atriði í kosningabaráttu sinni fyrir kosningarnar 2016 að óskað yrði gleðilegra jóla en ekki gleðilegrar hátíðar, (e. Merry Christmas en ekki Happy Holidays). Nokkrum jólum seinna segir Trump að árangur hafi náðst í þeim efnum. Fyrirtæki Trump eru þó meðal þeirra sem enn óska gleðilegrar hátíðar.Trump gagnrýndi þá til dæmis kaffihúsakeðjuna Starbucks sem hafði reitt kristna til reiði með því að bjóða eingöngu upp á rauða kaffibolla í stað rauðra kaffibolla með jólaskrauti eins og hafði tíðkast áður. Þetta, ásamt öðru sagði Trump að væri árás á frasann „gleðileg jól“.Í ræðu sinni í Iowa ríki í október 2015 sagði verðandi forsetinn: „Ef ég verð forseti mun gleðileg jól heyrast í hverri verslun...„Gleðilega hátíð“ má skilja eftir annars staðar“.Trump hvatti til þess að Starbucks yrði sniðgengið vegna jólabolla fyrirtækisins. Á jóladag í fyrra skrifaði forsetinn færslu á Twitter þar sem hann sagði að fólk væri aftur farið að segja „gleðileg jól“ með stolti. Trump sagðist einnig hafa leitt baráttuna gegn andstæðingum frasans.People are proud to be saying Merry Christmas again. I am proud to have led the charge against the assault of our cherished and beautiful phrase. MERRY CHRISTMAS!!!!! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 25, 2017 Guardian greinir frá því að fyrirtæki í eigu Trump, virðast ekki hafa móttekið skilaboð forsetans. Auglýsingar Trump-verslanna auglýsa hátíðartilboð, á Trump-veitingastöðum er boðið upp á hátíðar-matseðla og opinber twittersíða Trumpturnsins hefur óskað gleðilegrar hátíðar undanfarin ár.Going up! Trump Tower New York is officially decorated for the holiday season pic.twitter.com/jgklMuN1U0 — Trump Tower New York (@TrumpTower) December 5, 2018 Bandaríkin Donald Trump Jól Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, gerði það að atriði í kosningabaráttu sinni fyrir kosningarnar 2016 að óskað yrði gleðilegra jóla en ekki gleðilegrar hátíðar, (e. Merry Christmas en ekki Happy Holidays). Nokkrum jólum seinna segir Trump að árangur hafi náðst í þeim efnum. Fyrirtæki Trump eru þó meðal þeirra sem enn óska gleðilegrar hátíðar.Trump gagnrýndi þá til dæmis kaffihúsakeðjuna Starbucks sem hafði reitt kristna til reiði með því að bjóða eingöngu upp á rauða kaffibolla í stað rauðra kaffibolla með jólaskrauti eins og hafði tíðkast áður. Þetta, ásamt öðru sagði Trump að væri árás á frasann „gleðileg jól“.Í ræðu sinni í Iowa ríki í október 2015 sagði verðandi forsetinn: „Ef ég verð forseti mun gleðileg jól heyrast í hverri verslun...„Gleðilega hátíð“ má skilja eftir annars staðar“.Trump hvatti til þess að Starbucks yrði sniðgengið vegna jólabolla fyrirtækisins. Á jóladag í fyrra skrifaði forsetinn færslu á Twitter þar sem hann sagði að fólk væri aftur farið að segja „gleðileg jól“ með stolti. Trump sagðist einnig hafa leitt baráttuna gegn andstæðingum frasans.People are proud to be saying Merry Christmas again. I am proud to have led the charge against the assault of our cherished and beautiful phrase. MERRY CHRISTMAS!!!!! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 25, 2017 Guardian greinir frá því að fyrirtæki í eigu Trump, virðast ekki hafa móttekið skilaboð forsetans. Auglýsingar Trump-verslanna auglýsa hátíðartilboð, á Trump-veitingastöðum er boðið upp á hátíðar-matseðla og opinber twittersíða Trumpturnsins hefur óskað gleðilegrar hátíðar undanfarin ár.Going up! Trump Tower New York is officially decorated for the holiday season pic.twitter.com/jgklMuN1U0 — Trump Tower New York (@TrumpTower) December 5, 2018
Bandaríkin Donald Trump Jól Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur Sjá meira