May lifði gærdaginn af en er áfram völt í sessi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. desember 2018 08:30 Bretar hafa fylgst afar náið með gangi mála að undanförnu. Nordicphotos/AFP Theresa May, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Íhaldsflokksins, stóð af sér vantrauststillögu samflokksmanna í gær. Alls greiddu 200 atkvæði gegn tillögunni en 117 með henni. Kjörsókn var hundrað prósent en May þurfti að fá meira en helming atkvæða til að halda sæti sínu. Þetta þýðir að flokksmenn mega ekki reyna aftur fyrr en eftir tólf mánuði. Því þarf May ekki að hafa áhyggjur af frekari atlögum af hálfu eigin flokks í dágóðan tíma. „Nú verðum við að halda áfram að vinna að því að skila þjóðinni þeirri útgöngu sem hún fór fram á,“ sagði May eftir að niðurstöður lágu fyrir. Hún viðurkenndi að vissulega hefðu margir samflokksmenn greitt atkvæði gegn henni en sagði að stjórnmálamenn þyrftu nú allir að taka höndum saman og vinna að hagsmunum þjóðarinnar. Tilkynnt var um atkvæðagreiðsluna í gærmorgun. Þá hafði hinni svokölluðu 1922-nefnd Íhaldsflokksins borist bréf frá nógu stórum hluta þingmanna Íhaldsflokksins til þess að boða þyrfti til vantraustsatkvæðagreiðslu. Óánægja nokkuð stórs hluta þingflokksins, hörðustu Brexit-sinnanna, með það hvernig May hefur háttað útgöngumálum hefur farið vaxandi undanfarnar vikur. Sjálfur samningurinn virðist ekki hafa bætt úr skák og það virðist hafa verið kornið sem fyllti mælinn að May aflýsti atkvæðagreiðslu um samninginn sem fram átti að fara í vikunni. Þessi eiginlega stuðningsyfirlýsing við May virðist þó ekki ætla að duga til þess að lægja uppreisnaröldurnar. Jacob Rees-Mogg, eiginlegur leiðtogi uppreisnararmsins, sagði niðurstöðuna hreint út sagt hrikalega fyrir leiðtogann. „Forsætisráðherra verður að átta sig á því að hefðin gerir nú ráð fyrir því að hún fari á fund drottningar. Hún nýtur greinilega ekki trausts þings og ætti að víkja fyrir einhverjum sem gerir það,“ sagði hann að lokinni kynningu á niðurstöðunni. Skýrandi Telegraph sagði að Rees-Mogg og hans menn íhuguðu nú að leita á náðir stjórnarandstöðunnar til þess að ná meirihluta utan um það á þingi að koma May frá. Miðað við það hversu margir Íhaldsmenn greiddu atkvæði gegn May í gær má gera ráð fyrir því að hún hafi minnihluta þings á bak við sig. Þá tjáðu stjórnarandstöðutoppar sig einnig á svipuðum nótum. Skuggafjármálaráðherrann sagði það sláandi fyrir May að þriðjungur þingflokks hennar greiddi atkvæði gegn henni. Þingflokksformaður Skoska þjóðarflokksins sagði að ríkisstjórn May þyrfti nú að víkja. Forsætisráðherra fundaði með flokksmönnum fyrir atkvæðagreiðsluna þar sem hún bað um stuðning þeirra. BBC hafði eftir May af þingflokksfundinum að hún lofaði að boða ekki óvænt til nýrra þingkosninga. Það gerði hún í fyrra með þeim afleiðingum að flokkurinn tapaði hreinum meirihluta sínum. Hún sagðist hins vegar gjarnan vilja leiða flokkinn í næstu kosningum. „En ég átta mig á því að meirihluti flokksins vill fara inn í þær kosningar með nýjan leiðtoga,“ sagði May og bætti því við að hún ætlaði að stíga til hliðar fyrir næstu kosningar. Ljóst er að May heldur umboði sínu til þess að leiða Brexit-ferlið. Að minnsta kosti í bili.Tíðar uppreisnir Íhaldsmanna Theresa May er ekki fyrsti forsætisráðherra Íhaldsflokksins til þess að þurfa að kljást við vantraustsatkvæðagreiðslu. Það gerðist til að mynda í forsetatíð Margaret Thatcher, hinnar konunnar sem hefur leitt Íhaldsflokkinn og orðið forsætisráðherra Bretlands. Þá, árið 1990, voru reglurnar öðruvísi og tókst hún beint á við Michael Heseltine um leiðtogasætið. Thatcher vann fyrri lotu atkvæðagreiðslunnar, fékk þó ekki hreinan meirihluta og því þurfti að kjósa aftur. Eftir að hafa fengið þær upplýsingar frá ráðgjöfum sínum að það stefndi í tap ákvað hún frekar að segja af sér. „Það hafa verið sannkölluð forréttindi að fá að þjóna borgurum þessa ríkis sem forsætisráðherra. Þetta hafa verið hamingjurík ár og ég er afar þakklát því starfsfólki sem hefur stutt mig á þessari vegferð. Ég vil einnig þakka öllum þeim sem hafa sent mér bréf og fyrir öll blómin sem ég hef fengið,“ sagði Thatcher er hún yfirgaf Downingstræti. Heseltine vann reyndar ekki kjörið á endanum heldur tók þáverandi fjármálaráðherra, John Major, stöðuna. Major var einnig settur af með atkvæðagreiðslu, þó ekki formlegri vantraustsatkvæðagreiðslu. Sá síðasti til þess að fara í gegnum slíka atkvæðagreiðslu innan flokksins var svo Iain Duncan Smith, árið 2003, sem tapaði. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Íhaldsmenn lýsa vantrausti á Theresu May Breski forsætisráðherrann þarf að berjast fyrir pólitísku lífi sínu í formannskjöri Íhaldsflokksins í kvöld. 12. desember 2018 07:55 May sat fyrir svörum í þinginu Brexit var til harðrar umræðu í fyrirspurnatíma forsætirsáðherra í breska þinginu. 12. desember 2018 12:08 Theresa May stóðst atlöguna Tvö hundruð þingmenn Íhaldsflokksins greiddu atkvæði gegn tillögunni, en 117 með. 12. desember 2018 21:02 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Íhaldsflokksins, stóð af sér vantrauststillögu samflokksmanna í gær. Alls greiddu 200 atkvæði gegn tillögunni en 117 með henni. Kjörsókn var hundrað prósent en May þurfti að fá meira en helming atkvæða til að halda sæti sínu. Þetta þýðir að flokksmenn mega ekki reyna aftur fyrr en eftir tólf mánuði. Því þarf May ekki að hafa áhyggjur af frekari atlögum af hálfu eigin flokks í dágóðan tíma. „Nú verðum við að halda áfram að vinna að því að skila þjóðinni þeirri útgöngu sem hún fór fram á,“ sagði May eftir að niðurstöður lágu fyrir. Hún viðurkenndi að vissulega hefðu margir samflokksmenn greitt atkvæði gegn henni en sagði að stjórnmálamenn þyrftu nú allir að taka höndum saman og vinna að hagsmunum þjóðarinnar. Tilkynnt var um atkvæðagreiðsluna í gærmorgun. Þá hafði hinni svokölluðu 1922-nefnd Íhaldsflokksins borist bréf frá nógu stórum hluta þingmanna Íhaldsflokksins til þess að boða þyrfti til vantraustsatkvæðagreiðslu. Óánægja nokkuð stórs hluta þingflokksins, hörðustu Brexit-sinnanna, með það hvernig May hefur háttað útgöngumálum hefur farið vaxandi undanfarnar vikur. Sjálfur samningurinn virðist ekki hafa bætt úr skák og það virðist hafa verið kornið sem fyllti mælinn að May aflýsti atkvæðagreiðslu um samninginn sem fram átti að fara í vikunni. Þessi eiginlega stuðningsyfirlýsing við May virðist þó ekki ætla að duga til þess að lægja uppreisnaröldurnar. Jacob Rees-Mogg, eiginlegur leiðtogi uppreisnararmsins, sagði niðurstöðuna hreint út sagt hrikalega fyrir leiðtogann. „Forsætisráðherra verður að átta sig á því að hefðin gerir nú ráð fyrir því að hún fari á fund drottningar. Hún nýtur greinilega ekki trausts þings og ætti að víkja fyrir einhverjum sem gerir það,“ sagði hann að lokinni kynningu á niðurstöðunni. Skýrandi Telegraph sagði að Rees-Mogg og hans menn íhuguðu nú að leita á náðir stjórnarandstöðunnar til þess að ná meirihluta utan um það á þingi að koma May frá. Miðað við það hversu margir Íhaldsmenn greiddu atkvæði gegn May í gær má gera ráð fyrir því að hún hafi minnihluta þings á bak við sig. Þá tjáðu stjórnarandstöðutoppar sig einnig á svipuðum nótum. Skuggafjármálaráðherrann sagði það sláandi fyrir May að þriðjungur þingflokks hennar greiddi atkvæði gegn henni. Þingflokksformaður Skoska þjóðarflokksins sagði að ríkisstjórn May þyrfti nú að víkja. Forsætisráðherra fundaði með flokksmönnum fyrir atkvæðagreiðsluna þar sem hún bað um stuðning þeirra. BBC hafði eftir May af þingflokksfundinum að hún lofaði að boða ekki óvænt til nýrra þingkosninga. Það gerði hún í fyrra með þeim afleiðingum að flokkurinn tapaði hreinum meirihluta sínum. Hún sagðist hins vegar gjarnan vilja leiða flokkinn í næstu kosningum. „En ég átta mig á því að meirihluti flokksins vill fara inn í þær kosningar með nýjan leiðtoga,“ sagði May og bætti því við að hún ætlaði að stíga til hliðar fyrir næstu kosningar. Ljóst er að May heldur umboði sínu til þess að leiða Brexit-ferlið. Að minnsta kosti í bili.Tíðar uppreisnir Íhaldsmanna Theresa May er ekki fyrsti forsætisráðherra Íhaldsflokksins til þess að þurfa að kljást við vantraustsatkvæðagreiðslu. Það gerðist til að mynda í forsetatíð Margaret Thatcher, hinnar konunnar sem hefur leitt Íhaldsflokkinn og orðið forsætisráðherra Bretlands. Þá, árið 1990, voru reglurnar öðruvísi og tókst hún beint á við Michael Heseltine um leiðtogasætið. Thatcher vann fyrri lotu atkvæðagreiðslunnar, fékk þó ekki hreinan meirihluta og því þurfti að kjósa aftur. Eftir að hafa fengið þær upplýsingar frá ráðgjöfum sínum að það stefndi í tap ákvað hún frekar að segja af sér. „Það hafa verið sannkölluð forréttindi að fá að þjóna borgurum þessa ríkis sem forsætisráðherra. Þetta hafa verið hamingjurík ár og ég er afar þakklát því starfsfólki sem hefur stutt mig á þessari vegferð. Ég vil einnig þakka öllum þeim sem hafa sent mér bréf og fyrir öll blómin sem ég hef fengið,“ sagði Thatcher er hún yfirgaf Downingstræti. Heseltine vann reyndar ekki kjörið á endanum heldur tók þáverandi fjármálaráðherra, John Major, stöðuna. Major var einnig settur af með atkvæðagreiðslu, þó ekki formlegri vantraustsatkvæðagreiðslu. Sá síðasti til þess að fara í gegnum slíka atkvæðagreiðslu innan flokksins var svo Iain Duncan Smith, árið 2003, sem tapaði.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Íhaldsmenn lýsa vantrausti á Theresu May Breski forsætisráðherrann þarf að berjast fyrir pólitísku lífi sínu í formannskjöri Íhaldsflokksins í kvöld. 12. desember 2018 07:55 May sat fyrir svörum í þinginu Brexit var til harðrar umræðu í fyrirspurnatíma forsætirsáðherra í breska þinginu. 12. desember 2018 12:08 Theresa May stóðst atlöguna Tvö hundruð þingmenn Íhaldsflokksins greiddu atkvæði gegn tillögunni, en 117 með. 12. desember 2018 21:02 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Sjá meira
Íhaldsmenn lýsa vantrausti á Theresu May Breski forsætisráðherrann þarf að berjast fyrir pólitísku lífi sínu í formannskjöri Íhaldsflokksins í kvöld. 12. desember 2018 07:55
May sat fyrir svörum í þinginu Brexit var til harðrar umræðu í fyrirspurnatíma forsætirsáðherra í breska þinginu. 12. desember 2018 12:08
Theresa May stóðst atlöguna Tvö hundruð þingmenn Íhaldsflokksins greiddu atkvæði gegn tillögunni, en 117 með. 12. desember 2018 21:02