May snýr tómhent heim frá Brussel Kjartan Kjartansson skrifar 14. desember 2018 14:31 Pólitísk framtíð May forsætisráðherra og útgöngu Breta úr ESB er óljós eftir atburði vikunnar. May svaraði spurningum eftir fund með evrópskum leiðtogum í dag. Vísir/EPA Ætli Bretar sér að ganga úr Evrópusambandinu með útgöngusamningi er sá sem Theresa May forsætisráðherra samdi um það eina sem er í boði. Þetta sagði May eftir viðræður hennar við leiðtoga Evrópusambandsins í Brussel. Hún vildi tryggingar frá ESB til að friða harðlínumenn í eigin flokki en fór bónleið til búðar. May frestaði atkvæðagreiðslu í breska þinginu um útgöngusamning hennar á þriðjudag. Þá var ljóst að samningurinn yrði kolfelldur. Hún stóð af sér vantrauststillögu þingmanna Íhaldsflokksins á miðvikudagskvöld. Forsætisráðherrann hefur síðan freistað þess að fá frekari tryggingar frá Evrópusambandinu um fyrirvara í samningnum til að reyna að vinna honum stuðning í þinginu. Stærsta málið er svonefnd baktrygging um landamæri Írlands og Norður-Írlands. Í samningi May við ESB er kveðið á um að Bretar fari eftir viðskiptareglum á meðan unnið er að varanlegri lausn sem kemur í veg fyrir að koma þurfi upp landamæra- og tollaeftirliti á Írlandi. May reyndi að fá pólitískar og lagalegar skuldbindingar frá ESB um að baktryggingin yrði tímabundin ráðstöfun. Tilraunir hennar til þess virðast engan árangur hafa borið. Höfnuðu Angela Merkel Þýskalandskanslari og Emmanuel Macron Frakklandsforseti að semja upp á nýtt.Töldu May ekki tala skýrt um hvað hún þyrfti Eftir fund með leiðtogum sambandsins í Brussel í dag sagði May að mikið verk væri fyrir höndum um hvernig hægt væri að fá frekari tryggingar sem breska þingið krefðist til að samþykkja samninginn. „Ég segi það aftur, það eru yfirgnæfandi hagsmunir allra þjóða okkar, í Evrópusambandinu og Bretlandi, að ljúka þessu af og eins hratt og auðið verður, sagði hún. Evrópskir leiðtogar eru hins vegar sagði hafa verið lítt móttækilegir fyrir kröfum May eftir það sem þeir töldu þvergirðingshátt breska forsætisráðherrans á fundum þeirra í gær. Hún hafi ekki gefið skýr svör um hvað hún þyrfti nákvæmlega til að koma samningnum í gegn. Hún hafi jafnvel farið með gamalt slagorð sitt um að „Brexit þýðir Brexit“. „Að segja „Brexit þýðir Brexit“ meira en tveimur árum eftir að þetta hófst allt var það sem herti hina leiðtogana í afstöðu sinni,“ hefur Reuters eftir einum evrópskum diplómata. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Íhaldsmenn lýsa vantrausti á Theresu May Breski forsætisráðherrann þarf að berjast fyrir pólitísku lífi sínu í formannskjöri Íhaldsflokksins í kvöld. 12. desember 2018 07:55 May heldur til Brussel eftir að hafa staðið af sér vantraust Breski forsætisráðherrann vill tryggingar um að málamiðlun um írsku landamærin verði aðeins tímabundin. 13. desember 2018 08:58 May lifði gærdaginn af en er áfram völt í sessi Theresa May fékk meirihluta atkvæða með sér í vantraustsatkvæðagreiðslu Íhaldsmanna. Hins vegar er ljóst að May nýtur tæpast stuðnings meirihluta þingsins. 13. desember 2018 08:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Ætli Bretar sér að ganga úr Evrópusambandinu með útgöngusamningi er sá sem Theresa May forsætisráðherra samdi um það eina sem er í boði. Þetta sagði May eftir viðræður hennar við leiðtoga Evrópusambandsins í Brussel. Hún vildi tryggingar frá ESB til að friða harðlínumenn í eigin flokki en fór bónleið til búðar. May frestaði atkvæðagreiðslu í breska þinginu um útgöngusamning hennar á þriðjudag. Þá var ljóst að samningurinn yrði kolfelldur. Hún stóð af sér vantrauststillögu þingmanna Íhaldsflokksins á miðvikudagskvöld. Forsætisráðherrann hefur síðan freistað þess að fá frekari tryggingar frá Evrópusambandinu um fyrirvara í samningnum til að reyna að vinna honum stuðning í þinginu. Stærsta málið er svonefnd baktrygging um landamæri Írlands og Norður-Írlands. Í samningi May við ESB er kveðið á um að Bretar fari eftir viðskiptareglum á meðan unnið er að varanlegri lausn sem kemur í veg fyrir að koma þurfi upp landamæra- og tollaeftirliti á Írlandi. May reyndi að fá pólitískar og lagalegar skuldbindingar frá ESB um að baktryggingin yrði tímabundin ráðstöfun. Tilraunir hennar til þess virðast engan árangur hafa borið. Höfnuðu Angela Merkel Þýskalandskanslari og Emmanuel Macron Frakklandsforseti að semja upp á nýtt.Töldu May ekki tala skýrt um hvað hún þyrfti Eftir fund með leiðtogum sambandsins í Brussel í dag sagði May að mikið verk væri fyrir höndum um hvernig hægt væri að fá frekari tryggingar sem breska þingið krefðist til að samþykkja samninginn. „Ég segi það aftur, það eru yfirgnæfandi hagsmunir allra þjóða okkar, í Evrópusambandinu og Bretlandi, að ljúka þessu af og eins hratt og auðið verður, sagði hún. Evrópskir leiðtogar eru hins vegar sagði hafa verið lítt móttækilegir fyrir kröfum May eftir það sem þeir töldu þvergirðingshátt breska forsætisráðherrans á fundum þeirra í gær. Hún hafi ekki gefið skýr svör um hvað hún þyrfti nákvæmlega til að koma samningnum í gegn. Hún hafi jafnvel farið með gamalt slagorð sitt um að „Brexit þýðir Brexit“. „Að segja „Brexit þýðir Brexit“ meira en tveimur árum eftir að þetta hófst allt var það sem herti hina leiðtogana í afstöðu sinni,“ hefur Reuters eftir einum evrópskum diplómata.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Íhaldsmenn lýsa vantrausti á Theresu May Breski forsætisráðherrann þarf að berjast fyrir pólitísku lífi sínu í formannskjöri Íhaldsflokksins í kvöld. 12. desember 2018 07:55 May heldur til Brussel eftir að hafa staðið af sér vantraust Breski forsætisráðherrann vill tryggingar um að málamiðlun um írsku landamærin verði aðeins tímabundin. 13. desember 2018 08:58 May lifði gærdaginn af en er áfram völt í sessi Theresa May fékk meirihluta atkvæða með sér í vantraustsatkvæðagreiðslu Íhaldsmanna. Hins vegar er ljóst að May nýtur tæpast stuðnings meirihluta þingsins. 13. desember 2018 08:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Íhaldsmenn lýsa vantrausti á Theresu May Breski forsætisráðherrann þarf að berjast fyrir pólitísku lífi sínu í formannskjöri Íhaldsflokksins í kvöld. 12. desember 2018 07:55
May heldur til Brussel eftir að hafa staðið af sér vantraust Breski forsætisráðherrann vill tryggingar um að málamiðlun um írsku landamærin verði aðeins tímabundin. 13. desember 2018 08:58
May lifði gærdaginn af en er áfram völt í sessi Theresa May fékk meirihluta atkvæða með sér í vantraustsatkvæðagreiðslu Íhaldsmanna. Hins vegar er ljóst að May nýtur tæpast stuðnings meirihluta þingsins. 13. desember 2018 08:30