Meirihluti í G7-ríkjunum telur kynin jafnhæfa leiðtoga Kjartan Kjartansson skrifar 27. nóvember 2018 18:01 Konur treysta konum almennt frekar til að leiða en karlar í G7-ríkjunum. Vísir/Getty G7-ríkin svonefndu skipta sér í tvo hópa þegar kemur að afstöðu til jafnréttis í leiðtogastöðum í samfélaginu. Ný vísitala sem kennd er við Reykjavík og var kynnt á ráðstefnu í dag sýnir að Bretar, Frakkar, Kanada- og Bandaríkjamenn eru líklegri til þess að telja kynin jafnhæf til að gegn stjórnunarstöðum en Japanir, Þjóðverjar og Ítalir. Reykjavíkurvísitalan um forystu byggist á viðhorfskönnun þar sem tíu þúsund manns í G7-ríkjunum voru spurðir út viðhorf sín varðandi konur í áhrifastöðum í stjórnmálum og viðskiptum. Vísitalan nær frá núll upp í hundrað þar sem efri talan þýðir að samfélagið er algerlega sammála um að körlum og konum sé jafnvel treystandi til að vera við stjórnvölinn á öllum sviðum þess. Fyrir G7-ríkin í heild var vísitalan 66. Í Bretlandi, Frakklandi, Kanada og Bandaríkjunum var hún um og yfir 70 en í hinum ríkjunum þremur var hún öllu lægri. Í Japan var hún 61, Þýskalandi 59 og á Ítalíu 59. Töluverður munur var einnig á afstöðu kynjanna innan hvers ríkis. Almennt voru konur líklegri til að telja kynin jafnhæf en karlar, 67 gegn 61. Sambærilegt misræmi er til staðar í hverju landi fyrir sig og í öllum þeim tuttugu geirum sem spurt var um.Þýskir karlar íhaldssamir Innan við einn af hverjum fjórum þýskum karlmönnum sagðist líða vel með að kona stýrði landinu eða stórfyrirtæki. Það er töluvert lægra en meðaltal G7-ríkjanna þar sem 37% karla töldu konum treystandi til að stýra ríkisstjórn og 40% höfðu trú á þeim til að stýra fyrirtækjum. Þýskar konur voru einnig undir meðaltali G7-ríkjanna. Aðeins 30% sögðust treysta konu til að stjórna landinu borið saman við 48% allra kvenna í G7-ríkjum. Mest jafnræði var á milli afstöðu kynjanna í Bretlandi. Þar telja 78% kvenna kynsystur sínar jafnhæfar til að vera í áhrifastöðum og 75% karla. Af einstökum geirum samfélagsins voru fjölmiðlar og afþreyingariðnaðurinn með hæsta skorið á Reykjavíkurvísitölunni, 80. Það var einnig yfir 75 í ýmsum vísinda-, tækni, verkfræði- og stærfræðitengdum störfum. Alþjóðasamtökin Konur í pólitískri forystu (Women Political Leaders) kynntu Reykjavíkurvísitöluna á heimsþingi kvennleiðtoga í Hörpu í dag. Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi ráðherra, er stjórnarformaður samtakanna. Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Sjá meira
G7-ríkin svonefndu skipta sér í tvo hópa þegar kemur að afstöðu til jafnréttis í leiðtogastöðum í samfélaginu. Ný vísitala sem kennd er við Reykjavík og var kynnt á ráðstefnu í dag sýnir að Bretar, Frakkar, Kanada- og Bandaríkjamenn eru líklegri til þess að telja kynin jafnhæf til að gegn stjórnunarstöðum en Japanir, Þjóðverjar og Ítalir. Reykjavíkurvísitalan um forystu byggist á viðhorfskönnun þar sem tíu þúsund manns í G7-ríkjunum voru spurðir út viðhorf sín varðandi konur í áhrifastöðum í stjórnmálum og viðskiptum. Vísitalan nær frá núll upp í hundrað þar sem efri talan þýðir að samfélagið er algerlega sammála um að körlum og konum sé jafnvel treystandi til að vera við stjórnvölinn á öllum sviðum þess. Fyrir G7-ríkin í heild var vísitalan 66. Í Bretlandi, Frakklandi, Kanada og Bandaríkjunum var hún um og yfir 70 en í hinum ríkjunum þremur var hún öllu lægri. Í Japan var hún 61, Þýskalandi 59 og á Ítalíu 59. Töluverður munur var einnig á afstöðu kynjanna innan hvers ríkis. Almennt voru konur líklegri til að telja kynin jafnhæf en karlar, 67 gegn 61. Sambærilegt misræmi er til staðar í hverju landi fyrir sig og í öllum þeim tuttugu geirum sem spurt var um.Þýskir karlar íhaldssamir Innan við einn af hverjum fjórum þýskum karlmönnum sagðist líða vel með að kona stýrði landinu eða stórfyrirtæki. Það er töluvert lægra en meðaltal G7-ríkjanna þar sem 37% karla töldu konum treystandi til að stýra ríkisstjórn og 40% höfðu trú á þeim til að stýra fyrirtækjum. Þýskar konur voru einnig undir meðaltali G7-ríkjanna. Aðeins 30% sögðust treysta konu til að stjórna landinu borið saman við 48% allra kvenna í G7-ríkjum. Mest jafnræði var á milli afstöðu kynjanna í Bretlandi. Þar telja 78% kvenna kynsystur sínar jafnhæfar til að vera í áhrifastöðum og 75% karla. Af einstökum geirum samfélagsins voru fjölmiðlar og afþreyingariðnaðurinn með hæsta skorið á Reykjavíkurvísitölunni, 80. Það var einnig yfir 75 í ýmsum vísinda-, tækni, verkfræði- og stærfræðitengdum störfum. Alþjóðasamtökin Konur í pólitískri forystu (Women Political Leaders) kynntu Reykjavíkurvísitöluna á heimsþingi kvennleiðtoga í Hörpu í dag. Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi ráðherra, er stjórnarformaður samtakanna.
Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Sjá meira