Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Atli Ísleifsson skrifar 26. nóvember 2024 16:53 Feðgarnir Skarphéðinn Berg Steinsson og Steinar Atli Skarphéðinsson. Feðgarnir Skarphéðinn Berg Steinsson, fyrrverandi ferðamálastjóri, og Steinar Atli Skarphéðinsson hafa stofnað ráðgjafafyrirtækið Múlanes. Fyrirtækið mun sjá um sérhæfða rekstrarráðgjöf fyrir ferðaþjónustu. Í tilkynningu kemur fram að Skarphéðinn hafi áratuga reynslu úr fyrirtækjarekstri og opinberri stjórnsýslu. „Undanfarinn áratug hefur það verið ferðaþjónusta, bæði í rekstri fjölbreytilegra fyrirtækja í greininni og sem Ferðamálastjóri. Áður var hann hjá Baugi Group og tengdum fyrirtækjum; í verslun, þjónustu, fasteignum og fjárfestingum. Þar á undan var hann í stjórnunarstöðum í Stjórnarráðinu, bæði í fjármálaráðuneytinu og forsætisráðuneytinu. Steinar hefur breiðan bakgrunn í ferðaþjónustu, smásölurekstri og hugbúnaðarþróun. Undanfarin ár stýrði hann hugbúnaðarþróun Origo á sviði ferðalausna og þá sérstaklega þróun bókunarkerfa og bætta sjálfvirknivæðingu. Hann hefur víðtæka þekkingu á þróun greiðslulausna í ferðaþjónustu. Steinar hefur einnig unnið að eigin rekstri á sviði verslunar, fjártækni og ferðaþjónustu,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Skarphéðni að þeir feðgar hafi rætt stofnun fyrirtækisins í talsverðan tíma. „Það má segja að samverustundir yfir sunnudagssteikinni undanfarin 10 ár hafi farið í að ræða ferðaþjónustuna og hvað hægt sé að bæta og gera enn betur,“ segir Skarphéðinn Berg. „Rekstrarráðgjöf í ferðaþjónustu hefur verið afar takmörkuð hér á landi. Með mikilli reynslu og þekkingu á ólíkum og fjölbreyttum viðfangsefnum ferðaþjónustunnar teljum við okkur geta lagt til góð ráð sem bætir rekstur og samkeppnishæfni fyrirtækja. Eftir mikinn vöxt fyrirtækja í ferðaþjónustu undanfarin ár er nauðsynlegt fyrir þau að bæta innri rekstur og auka þar með arðsemi. Gögn og reynsla hafa safnast saman á undanförnum árum sem með greiningu og skilningi gefur sóknarfæri,“ segir hann. Ferðamennska á Íslandi Vistaskipti Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Í tilkynningu kemur fram að Skarphéðinn hafi áratuga reynslu úr fyrirtækjarekstri og opinberri stjórnsýslu. „Undanfarinn áratug hefur það verið ferðaþjónusta, bæði í rekstri fjölbreytilegra fyrirtækja í greininni og sem Ferðamálastjóri. Áður var hann hjá Baugi Group og tengdum fyrirtækjum; í verslun, þjónustu, fasteignum og fjárfestingum. Þar á undan var hann í stjórnunarstöðum í Stjórnarráðinu, bæði í fjármálaráðuneytinu og forsætisráðuneytinu. Steinar hefur breiðan bakgrunn í ferðaþjónustu, smásölurekstri og hugbúnaðarþróun. Undanfarin ár stýrði hann hugbúnaðarþróun Origo á sviði ferðalausna og þá sérstaklega þróun bókunarkerfa og bætta sjálfvirknivæðingu. Hann hefur víðtæka þekkingu á þróun greiðslulausna í ferðaþjónustu. Steinar hefur einnig unnið að eigin rekstri á sviði verslunar, fjártækni og ferðaþjónustu,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Skarphéðni að þeir feðgar hafi rætt stofnun fyrirtækisins í talsverðan tíma. „Það má segja að samverustundir yfir sunnudagssteikinni undanfarin 10 ár hafi farið í að ræða ferðaþjónustuna og hvað hægt sé að bæta og gera enn betur,“ segir Skarphéðinn Berg. „Rekstrarráðgjöf í ferðaþjónustu hefur verið afar takmörkuð hér á landi. Með mikilli reynslu og þekkingu á ólíkum og fjölbreyttum viðfangsefnum ferðaþjónustunnar teljum við okkur geta lagt til góð ráð sem bætir rekstur og samkeppnishæfni fyrirtækja. Eftir mikinn vöxt fyrirtækja í ferðaþjónustu undanfarin ár er nauðsynlegt fyrir þau að bæta innri rekstur og auka þar með arðsemi. Gögn og reynsla hafa safnast saman á undanförnum árum sem með greiningu og skilningi gefur sóknarfæri,“ segir hann.
Ferðamennska á Íslandi Vistaskipti Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira