Kerecis fólk fjárfestir í flugi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. nóvember 2024 10:44 Guðmundur og Fanney eru komin í flugbransann. Leiguflugið ehf. (Air Broker Iceland), sem sérhæfir sig í útleigu flugvéla og þyrlna til einstaklinga, hópa, fyrirtækja og stofnana innanlands og utan, hefur lokið hlutafjáraukningu með þátttöku FnFI ehf. og Vesturflatar ehf. sem eignast 49% í félaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Leiguflugi ehf. Stofnendur fyrirtækisins eru Ásgeir Örn Þorsteinsson og Einar Hermannson, sem báðir búa að áratugareynslu úr greininni gegnum störf sín hjá Icelandair, Flugfélagi Íslands og Flugfélaginu Erni. Þeir telja tækifærin í greininni margvísleg, enda sé leiguflugsmarkaður vaxandi um allan heim og eftirspurn innanlands hafi aukist. FnFI ehf. er fjárfestingarfélag í eigu hjónanna Guðmundar Fertrams Sigurjónssonar stofnanda og forstjóra Kerecis og Fanneyjar Kr. Hermannsdóttur framkvæmdastjóra félagsins. Vesturflöt ehf. er fjárfestingarfélag í eigu hjónanna Guðmundar Óskarssonar fyrrverandi framkvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs Icelandair og núverandi framkvæmdastjóra vöru- og markaðsmála hjá Kerecis og Kristínar Þorleifsdóttur. Kerecis-fólk á nú 49 prósent í félaginu. Ásgeir og Einar við flugvél. „Fyrir okkur er mikill styrkur fólginn í því að fá Fanneyju, Fertram, Guðmund og Kristínu um borð. Félagið er í góðum vexti og við hlökkum til að byggja það upp til framtíðar í samstilltum eigendahópi,“ segir Ásgeir Örn framkvæmdastjóri. „Markaðurinn fyrir flug á Íslandi er að taka miklum breytingum, við sjáum aukna eftirspurn á ýmsum sviðum, t.d. í sjúkraflugi þar sem við bjóðum sérútbúnar sjúkraþotur sem tryggja betri þjónustu við sjúklinga, betri vinnuaðstöðu fyrir heilbrigðisstarfsfólk og stytta verulega sjúkraflugtímann frá því sem Íslendingar eru vanir. Opnun nýrra flugvalla á Grænlandi opnar líka ýmis tækifæri í auknum flugsamgöngum milli þjóðanna.“ Kristín Þorleifsdóttir og Guðmundur Óskarsson. Guðmundur Fertram segir bæði viðskipta- og samfélagslegar forsendur vera fyrir fjárfestingu þeirra hjóna. „Við höfum trú á flugmarkaðnum og stofnendum félagsins, en líka mikinn áhuga á samgöngumálum í stærra samhengi. Flugsamgöngur eru mikilvægar fyrir land og þjóð, og við teljum að aukið fjárhagslegt bolmagn þessa metnaðarfulla félags skili samfélagslegum ávinningi,“ segir hann. „Leiguflug er mikilvægur valkostur fyrir hópa, fyrirtæki og íþróttafélög, hvort sem þeir þurfa að komast til Ísafjarðar eða stórborga erlendis.“ Samstarfsaðilar Leiguflugsins ehf. eru yfir hundrað talsins, sem tryggir félaginu aðgengi að flugvélum og þyrlum af öllum stærðum og gerðum með stuttum fyrirvara. „Við getum mætt svo til öllum óskum viðskiptavina, bæði þeirra sem vilja fljúga á milli staða í Grænlandi eða komast til Afríku. Við eigum samleið með þeim sem vilja skoða heiminn,“ segir Ásgeir Örn. Fréttir af flugi Mest lesið Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Starbucks opnaði á Laugarvegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Starbucks opnaði á Laugarvegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Leiguflugi ehf. Stofnendur fyrirtækisins eru Ásgeir Örn Þorsteinsson og Einar Hermannson, sem báðir búa að áratugareynslu úr greininni gegnum störf sín hjá Icelandair, Flugfélagi Íslands og Flugfélaginu Erni. Þeir telja tækifærin í greininni margvísleg, enda sé leiguflugsmarkaður vaxandi um allan heim og eftirspurn innanlands hafi aukist. FnFI ehf. er fjárfestingarfélag í eigu hjónanna Guðmundar Fertrams Sigurjónssonar stofnanda og forstjóra Kerecis og Fanneyjar Kr. Hermannsdóttur framkvæmdastjóra félagsins. Vesturflöt ehf. er fjárfestingarfélag í eigu hjónanna Guðmundar Óskarssonar fyrrverandi framkvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs Icelandair og núverandi framkvæmdastjóra vöru- og markaðsmála hjá Kerecis og Kristínar Þorleifsdóttur. Kerecis-fólk á nú 49 prósent í félaginu. Ásgeir og Einar við flugvél. „Fyrir okkur er mikill styrkur fólginn í því að fá Fanneyju, Fertram, Guðmund og Kristínu um borð. Félagið er í góðum vexti og við hlökkum til að byggja það upp til framtíðar í samstilltum eigendahópi,“ segir Ásgeir Örn framkvæmdastjóri. „Markaðurinn fyrir flug á Íslandi er að taka miklum breytingum, við sjáum aukna eftirspurn á ýmsum sviðum, t.d. í sjúkraflugi þar sem við bjóðum sérútbúnar sjúkraþotur sem tryggja betri þjónustu við sjúklinga, betri vinnuaðstöðu fyrir heilbrigðisstarfsfólk og stytta verulega sjúkraflugtímann frá því sem Íslendingar eru vanir. Opnun nýrra flugvalla á Grænlandi opnar líka ýmis tækifæri í auknum flugsamgöngum milli þjóðanna.“ Kristín Þorleifsdóttir og Guðmundur Óskarsson. Guðmundur Fertram segir bæði viðskipta- og samfélagslegar forsendur vera fyrir fjárfestingu þeirra hjóna. „Við höfum trú á flugmarkaðnum og stofnendum félagsins, en líka mikinn áhuga á samgöngumálum í stærra samhengi. Flugsamgöngur eru mikilvægar fyrir land og þjóð, og við teljum að aukið fjárhagslegt bolmagn þessa metnaðarfulla félags skili samfélagslegum ávinningi,“ segir hann. „Leiguflug er mikilvægur valkostur fyrir hópa, fyrirtæki og íþróttafélög, hvort sem þeir þurfa að komast til Ísafjarðar eða stórborga erlendis.“ Samstarfsaðilar Leiguflugsins ehf. eru yfir hundrað talsins, sem tryggir félaginu aðgengi að flugvélum og þyrlum af öllum stærðum og gerðum með stuttum fyrirvara. „Við getum mætt svo til öllum óskum viðskiptavina, bæði þeirra sem vilja fljúga á milli staða í Grænlandi eða komast til Afríku. Við eigum samleið með þeim sem vilja skoða heiminn,“ segir Ásgeir Örn.
Fréttir af flugi Mest lesið Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Starbucks opnaði á Laugarvegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Starbucks opnaði á Laugarvegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Sjá meira