Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Árni Sæberg skrifar 22. nóvember 2024 14:44 Helgi Magnússon á leið úr þáverandi höfuðstöðvum Fréttablaðsins við Lækjargötu þann 31. mars síðastliðinn. Vísir/Vilhelm Íslenska ríkinu hefur verið gert að greiða þrotabúi Torgs ehf., útgáfufélags Fréttablaðsins, fjórtán milljónir króna vegna riftunar greiðslu félagsins á virðisaukaskatti. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að þrotabúið hafi stefnt ríkinu til riftunar á greiðslu virðisaukaskatts upp á rétt rúmar fjórtán milljónir króna þann 31. mars í fyrra. Fyrr sama dag var starfsfólki Torgs tilkynnt að hætt hefði verið við útgáfu Fréttablaðsins og að útsendingar Hringbrautar stöðvuðust. Í dóminum segir að félagið hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta þann 4. apríl í fyrra. Samkvæmt kröfuskrá nemi lýstar kröfur í búið samtals rétt tæplega 1,5 milljörðum króna. Greiddu of snemma Í dóminum segir að þrotabúið hafi byggt riftunarkröfu sína aðallega á því að umrædd skuld hafi verið greidd fyrr en eðlilegt var í skilningi laga um gjaldþrotaskipti og fleira og til vara að greiðsla skuldarinnar hafi skert greiðslugetu félagsins verulega í skilningi sömu laga. Þá hafi hafi þrotabúið byggt á riftunarreglu sömu laga til þrautavara. Fyrir liggi að umrædd skuld hafi verið vegna virðisaukaskatts fyrir tímabilið janúar til febrúar 2023 og félagið hafi greitt hana 31. mars 2023 kl. 15:30 eftir að hafa skilað virðisaukaskattsskýrslu vegna tímabilsins kl. 15:02 sama dag. Gjalddagi kröfunnar,og jafnframt síðasti dagur til að skila virðisaukaskattsskýrslu vegna umrædds tímabils, hafi verið 5. apríl. Með vísan til þess og fordæma Hæstaréttar væri fallist á það að greiðslan hafi verið greidd fyrr en eðlilegt var. Ekki venjulegt Að því frágengnu hafi einnig þurft að komast til botns í því hvort greiðslan hafi virst venjuleg eftir atvikum í skilningi laganna. Í málinu liggi fyrir hreyfingayfirlit Skattsins vegna virðisaukaskattsskila Torgs ehf. á 25 uppgjörstímabilum, frá apríl 2019 til febrúar 2023. Þar sjáist að í tuttugu af þeim tilvikum hafi félagið greitt virðisaukaskatt á gjalddaga, í tveimur tilvikum hafi verið greitt samkvæmt greiðsluáætlunum eftir upphaflegan gjalddaga en í þremur tilvikum hafi skatturinn verið greiddur fyrir gjalddaga. Allt frá desember 2021 til febrúar 2023 hafi umræddar greiðslur ávallt verið inntar af hendi á gjalddaga eða einum til tveimur dögum eftir hann. Þau þrjú tilvik þar sem greiðslur voru inntar af hendi fyrir gjalddaga hafi verið greiðslur sem voru greiddar 31. mars 2021, 30. júlí 2021 og 30. september 2021. Af þessu verði ráðið að venjulega hafi greiðslur af þessu tagi verið greiddar á gjalddaga eða skömmu eftir hann, meðan félagið var í rekstri, þótt finna megi einstök dæmi um annað. Ljóst að staðan væri slæm Þá væri til þess að líta að þegar greiðslan var innt af hendi hafi legið fyrir að fjárhagsstaða félagsins væri slæm enda muni starfsfólki hafa verið tilkynnt um það á fundi fyrr sama dag að óskað yrði eftir gjaldþrotaskiptum á félaginu. Þá hefðu fjölmiðlar fjallað um yfirvofandi gjaldþrot þess áður en greiðslan var innt af hendi. Að þessu virtu standi að mati dómsins líkur til þess að slæm fjárhagsstaða félagsins kunni að hafa haft áhrif á þá ákvörðun að inna greiðsluna af hendi fyrr en ella og jafnframt að móttakanda greiðslunnar hafi mátt vera það ljóst. Því væri fallist á það að ekki hafi virst eðlilegt eftir atvikum að greiða skuldina fyrir gjalddaga og því fallist á riftunarkröfu þrotabúsins. Gjaldþrot Endalok Fréttablaðsins Dómsmál Skattar og tollar Fjölmiðlar Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að þrotabúið hafi stefnt ríkinu til riftunar á greiðslu virðisaukaskatts upp á rétt rúmar fjórtán milljónir króna þann 31. mars í fyrra. Fyrr sama dag var starfsfólki Torgs tilkynnt að hætt hefði verið við útgáfu Fréttablaðsins og að útsendingar Hringbrautar stöðvuðust. Í dóminum segir að félagið hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta þann 4. apríl í fyrra. Samkvæmt kröfuskrá nemi lýstar kröfur í búið samtals rétt tæplega 1,5 milljörðum króna. Greiddu of snemma Í dóminum segir að þrotabúið hafi byggt riftunarkröfu sína aðallega á því að umrædd skuld hafi verið greidd fyrr en eðlilegt var í skilningi laga um gjaldþrotaskipti og fleira og til vara að greiðsla skuldarinnar hafi skert greiðslugetu félagsins verulega í skilningi sömu laga. Þá hafi hafi þrotabúið byggt á riftunarreglu sömu laga til þrautavara. Fyrir liggi að umrædd skuld hafi verið vegna virðisaukaskatts fyrir tímabilið janúar til febrúar 2023 og félagið hafi greitt hana 31. mars 2023 kl. 15:30 eftir að hafa skilað virðisaukaskattsskýrslu vegna tímabilsins kl. 15:02 sama dag. Gjalddagi kröfunnar,og jafnframt síðasti dagur til að skila virðisaukaskattsskýrslu vegna umrædds tímabils, hafi verið 5. apríl. Með vísan til þess og fordæma Hæstaréttar væri fallist á það að greiðslan hafi verið greidd fyrr en eðlilegt var. Ekki venjulegt Að því frágengnu hafi einnig þurft að komast til botns í því hvort greiðslan hafi virst venjuleg eftir atvikum í skilningi laganna. Í málinu liggi fyrir hreyfingayfirlit Skattsins vegna virðisaukaskattsskila Torgs ehf. á 25 uppgjörstímabilum, frá apríl 2019 til febrúar 2023. Þar sjáist að í tuttugu af þeim tilvikum hafi félagið greitt virðisaukaskatt á gjalddaga, í tveimur tilvikum hafi verið greitt samkvæmt greiðsluáætlunum eftir upphaflegan gjalddaga en í þremur tilvikum hafi skatturinn verið greiddur fyrir gjalddaga. Allt frá desember 2021 til febrúar 2023 hafi umræddar greiðslur ávallt verið inntar af hendi á gjalddaga eða einum til tveimur dögum eftir hann. Þau þrjú tilvik þar sem greiðslur voru inntar af hendi fyrir gjalddaga hafi verið greiðslur sem voru greiddar 31. mars 2021, 30. júlí 2021 og 30. september 2021. Af þessu verði ráðið að venjulega hafi greiðslur af þessu tagi verið greiddar á gjalddaga eða skömmu eftir hann, meðan félagið var í rekstri, þótt finna megi einstök dæmi um annað. Ljóst að staðan væri slæm Þá væri til þess að líta að þegar greiðslan var innt af hendi hafi legið fyrir að fjárhagsstaða félagsins væri slæm enda muni starfsfólki hafa verið tilkynnt um það á fundi fyrr sama dag að óskað yrði eftir gjaldþrotaskiptum á félaginu. Þá hefðu fjölmiðlar fjallað um yfirvofandi gjaldþrot þess áður en greiðslan var innt af hendi. Að þessu virtu standi að mati dómsins líkur til þess að slæm fjárhagsstaða félagsins kunni að hafa haft áhrif á þá ákvörðun að inna greiðsluna af hendi fyrr en ella og jafnframt að móttakanda greiðslunnar hafi mátt vera það ljóst. Því væri fallist á það að ekki hafi virst eðlilegt eftir atvikum að greiða skuldina fyrir gjalddaga og því fallist á riftunarkröfu þrotabúsins.
Gjaldþrot Endalok Fréttablaðsins Dómsmál Skattar og tollar Fjölmiðlar Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira