„Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. nóvember 2024 13:43 Jón Guðni Ómarsson bankastjóri Íslandsbanka. Vísir Fjármálastofnanir hafa undanfarið lækkað vexti á óverðtryggðum íbúðalánum en hækkað á verðtryggðum. Bankastjóri Íslandsbanka segir ástæðu hækkunnar vera að fjármögnun á verðtryggðum lánum hafi hækkað því verðbólga hafi lækkað hraðar en stýrivextir. Hann vonast eftir myndarlegri stýrivaxtalækkun. Bæði Íslandsbanki og Arion banki hafa nú breytt vaxtakjörum sínum í kjölfar þess að Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 0,5 prósentustig í vikunni og fóru þeir í 8,5 prósent. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins og lífeyrissjóður verslunarmanna höfðu gert sambærilegar breytingar nú í nóvember. Fjármálastofnanirnar hafa því allar lækkað vexti á óverðtryggðum íbúðalánum en hækkað á verðtryggð lán. Landsbankinn hefur hins vegar tilkynnt að hann lækkar vexti á óverðtryggðum lánum en geri ekki breytingar á verðtryggðum. Arion banki gerði breytingar í morgun og lækkaði óverðtryggða vexti á íbúðalánum um 0,5 prósentustig. Verðtryggð íbúðalán hækka um 0,4 prósentustig. ASÍ fordæmdi vaxtahækkanir verðtryggðra lána í morgun á sama tíma og verðbólga gangi niður. Stjórnendur hafi kastað blautri og illa þefjandi tusku sinni beint í andlit landsmanna. Útskýringar bankanna Arion banki útskýrir á heimasíðu hvers vegna ákveðið hafi verið að hækka vexti nú á verðtryggðum lánum. Fram kemur fram að vegna hárra raunvaxta eða muninum á milli stýrivaxta og verðbólgu sé dýrara en áður fyrir bankann að fjármagna verðtryggð lán. Verðtryggðir vextir muni lækka þegar þessir raunvextir lækka. Til að átta sig enn betur á þessu þá er verðbólgan að lækka hraðar en stýrivextir. Munurinn á verðbólgu og stýrivöxtum er því að aukast sem endurspeglast þannig í hærra álagi verðtryggðra lána. Jón Guðni Ómarsson bankastjóri Íslandsbanka skýrir hækkun verðtryggðra vaxa á svipaðan máta og Arion banki. „Það eru tvær krónur í landinu annars vegar verðtryggð og hins vegar óverðtryggð. Vaxtastigið á þessum tveimur hreyfist ekki í takt. Óverðtryggðir vextir hafa undanfarin misseri verið að hreyfast með stýrivöxtum en ekki verðtryggðir. Það að verðtryggðir vextir hækka núna lítillega helgast fyrst og fremst af því að það er gert ráð fyrir því að verðbólga sé að koma mun hraðar niður stýrivextir,“ segir Jón Guðni. Bankinn greiði hærri vexti en lántakendur Jón Guðni segir að mikill munur á verðbólgu og stýrivöxtum þýði að dýrara sé fyrir bankann að fjármagna verðtryggð útlán. „Þar horfum við á tvennt. Annars vegar, ef við ætlum að fjármagna okkur á skuldabréfamarkaði til skemmri tíma þá þurfum við að greiða fimm til sex prósenta vexti eftir tímalengd. Á hinn bóginn þá hefur verið mikil ásókn í verðtryggð lán. Verðtryggð lán bankanna þ.e. verðtryggðar eignir umfram skuldir hafa aukist um fimm hundruð milljarða á rúmu ári. Bankarnir þurfa að fjármagna verðtryggðar eignir með óverðtryggðum skuldum. Stýrivextir eru nú í 8,5 prósent og spár gera ráð fyrir verðbólga verði kringum tvö prósent á næstunni. Ef við drögum verðbólguna frá stýrivöxtum þá er munurinn sex og hálft prósent sem jafngildir kostnaði á verðtryggðum vöxtum. Við erum núna að lána verðtryggð húsnæðislán á fimm prósenta vöxtum en kostnaður bankans vegna þeirra er sex og hálft prósent. Bankinn er þannig sjálfur að greiða hærri vexti en hann rukkar af verðtryggðum lánum. Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta. Við verðum með neikvæðan vaxtamun næstu mánuði,“ segir Jón Guðni. Seðlabankinn verði að lækka stýrivexti myndarlega Aðspurður um hvaða áhrif vaxtahækkun á verðtryggð lán hafi á greiðendur svarar Jón Guðni: „Hækkunin hefur einhver áhrif á mánaðarlegar greiðslur. Áhrifin eru hins vegar miklu minni en hjá þeim sem hafa verið með óverðtryggð lán. Höfðustóll lánanna hreyfist svo með verðbólgu,“ segir hann. Jón Guðni segir mikilvægt í þessu samspili verðbólgu og stýrivaxta að lækka vextina hratt. Næsta stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans er í febrúar. Að mínu viti finnst mér að Seðlabankinn mætti stíga tiltölulega hratt fram og lækka vexti hratt. Ég vonast til að Seðlabankinn stigi mjög myndarlega fram á næsta fundi. Fjármál heimilisins Fjármálafyrirtæki Landsbankinn Arion banki Seðlabankinn Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Sjá meira
Bæði Íslandsbanki og Arion banki hafa nú breytt vaxtakjörum sínum í kjölfar þess að Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 0,5 prósentustig í vikunni og fóru þeir í 8,5 prósent. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins og lífeyrissjóður verslunarmanna höfðu gert sambærilegar breytingar nú í nóvember. Fjármálastofnanirnar hafa því allar lækkað vexti á óverðtryggðum íbúðalánum en hækkað á verðtryggð lán. Landsbankinn hefur hins vegar tilkynnt að hann lækkar vexti á óverðtryggðum lánum en geri ekki breytingar á verðtryggðum. Arion banki gerði breytingar í morgun og lækkaði óverðtryggða vexti á íbúðalánum um 0,5 prósentustig. Verðtryggð íbúðalán hækka um 0,4 prósentustig. ASÍ fordæmdi vaxtahækkanir verðtryggðra lána í morgun á sama tíma og verðbólga gangi niður. Stjórnendur hafi kastað blautri og illa þefjandi tusku sinni beint í andlit landsmanna. Útskýringar bankanna Arion banki útskýrir á heimasíðu hvers vegna ákveðið hafi verið að hækka vexti nú á verðtryggðum lánum. Fram kemur fram að vegna hárra raunvaxta eða muninum á milli stýrivaxta og verðbólgu sé dýrara en áður fyrir bankann að fjármagna verðtryggð lán. Verðtryggðir vextir muni lækka þegar þessir raunvextir lækka. Til að átta sig enn betur á þessu þá er verðbólgan að lækka hraðar en stýrivextir. Munurinn á verðbólgu og stýrivöxtum er því að aukast sem endurspeglast þannig í hærra álagi verðtryggðra lána. Jón Guðni Ómarsson bankastjóri Íslandsbanka skýrir hækkun verðtryggðra vaxa á svipaðan máta og Arion banki. „Það eru tvær krónur í landinu annars vegar verðtryggð og hins vegar óverðtryggð. Vaxtastigið á þessum tveimur hreyfist ekki í takt. Óverðtryggðir vextir hafa undanfarin misseri verið að hreyfast með stýrivöxtum en ekki verðtryggðir. Það að verðtryggðir vextir hækka núna lítillega helgast fyrst og fremst af því að það er gert ráð fyrir því að verðbólga sé að koma mun hraðar niður stýrivextir,“ segir Jón Guðni. Bankinn greiði hærri vexti en lántakendur Jón Guðni segir að mikill munur á verðbólgu og stýrivöxtum þýði að dýrara sé fyrir bankann að fjármagna verðtryggð útlán. „Þar horfum við á tvennt. Annars vegar, ef við ætlum að fjármagna okkur á skuldabréfamarkaði til skemmri tíma þá þurfum við að greiða fimm til sex prósenta vexti eftir tímalengd. Á hinn bóginn þá hefur verið mikil ásókn í verðtryggð lán. Verðtryggð lán bankanna þ.e. verðtryggðar eignir umfram skuldir hafa aukist um fimm hundruð milljarða á rúmu ári. Bankarnir þurfa að fjármagna verðtryggðar eignir með óverðtryggðum skuldum. Stýrivextir eru nú í 8,5 prósent og spár gera ráð fyrir verðbólga verði kringum tvö prósent á næstunni. Ef við drögum verðbólguna frá stýrivöxtum þá er munurinn sex og hálft prósent sem jafngildir kostnaði á verðtryggðum vöxtum. Við erum núna að lána verðtryggð húsnæðislán á fimm prósenta vöxtum en kostnaður bankans vegna þeirra er sex og hálft prósent. Bankinn er þannig sjálfur að greiða hærri vexti en hann rukkar af verðtryggðum lánum. Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta. Við verðum með neikvæðan vaxtamun næstu mánuði,“ segir Jón Guðni. Seðlabankinn verði að lækka stýrivexti myndarlega Aðspurður um hvaða áhrif vaxtahækkun á verðtryggð lán hafi á greiðendur svarar Jón Guðni: „Hækkunin hefur einhver áhrif á mánaðarlegar greiðslur. Áhrifin eru hins vegar miklu minni en hjá þeim sem hafa verið með óverðtryggð lán. Höfðustóll lánanna hreyfist svo með verðbólgu,“ segir hann. Jón Guðni segir mikilvægt í þessu samspili verðbólgu og stýrivaxta að lækka vextina hratt. Næsta stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans er í febrúar. Að mínu viti finnst mér að Seðlabankinn mætti stíga tiltölulega hratt fram og lækka vexti hratt. Ég vonast til að Seðlabankinn stigi mjög myndarlega fram á næsta fundi.
Fjármál heimilisins Fjármálafyrirtæki Landsbankinn Arion banki Seðlabankinn Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Sjá meira