Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. nóvember 2024 08:13 Yfir 10.000 manns hafa tekið kosningapróf Viðskiptaráðs. Vísir/Einar Afnám stimpilgjalds við fasteignakaup, aukin orkuöflun, áframhaldandi innflutningur jarðefnaeldsneytisbíla og samræmt námsmat við lok grunnskólagöngu eru þau mál sem njóta mesta stuðnings þátttakenda í kosningaprófi Viðskiptaráðs í aðdraganda alþingiskosninga. Þetta kemur fram á vef Viðskiptaráðs. Þar segir að yfr tíu þúsund manns hafi tekið prófið, en það samanstendur af 60 spurningum um margvísleg málefni. Stimpilgjaldið gæti vel farið „Mestur stuðningur var við afnám stimpilgjalds við kaup á fasteignum. Stimpilgjöld eru enda úrelt skattheimta sem dregur úr veltu á fasteignamarkaði og velferð með því að hindra viðskipti á milli aðila. Sé miðað við niðurstöður Kosningaáttavita Viðskiptaráðs, þar sem öll stjórnmálaframboð á landsvísu voru spurð sömu spurninga og í kosningaprófinu, gæti afnám þess raungerst á næsta kjörtímabili, en sjö framboð eru fylgjandi afnámi og tvö hlutlaus,“ segir á vef Viðskiptaráðs. Samræmt námsmat og aukin orkuöflun Önnur mál sem hafi notið stuðnings meiri hluta þátttakenda hafi verið aukin orkuöflun í jarðvarma og vatnsafli, með 81 prósenta stuðning. Flestir þátttakenda séu einnig fylgjandi áframhaldandi innflutningi bíla sem gangi fyrir jarðefnaeldsneyti. Fjórða vinsælasta málið hafi verið samræmt námsmat við lok grunnskólagöngu og það fimmta að ríkið semji við einkaaðila jafnt sem opinbera um annars stigs heilbrigðisþjónustu, til að mynda ákveðnar skurðaðgerðir. Sala á Landsvirkjun óvinsælust „Önnur mál hlutu hins vegar dræmari hljómgrunn meðal þátttakenda. Þar sker sig sérstaklega úr spurning um sölu á hlut í Landsvirkjun, en 83% voru andvíg því á meðan 8% voru fylgjandi. Niðurstaðan var ekki jafn afgerandi fyrir aðrar spurningar á lista yfir þær sem minnstra vinsælda nutu. Þar má nefna takmarkaðan stuðning við að draga úr lögverndun starfa og starfsheita.“ Eins hafi mátt merkja stuðning við gjaldfrjálsar skólamáltíðir, auk þess sem ríflega helmingur svarenda hafi verið andvígur sölu á hlutum í Keflavíkurflugvelli og/eða Landsbankanum. Íbúðir í skammtímaleigu og kaupakagreiðslur fjármálafyrirtækja nutu ekki heldur mikils stuðnings þátttakenda. „Heilt yfir sýna niðurstöður kosningaprófsins að meirihluti þátttakenda er fylgjandi tugum góðra mála sem eru til þess fallin að auka hagsæld hér á landi. Vert er að taka fram að svör þátttakenda kosningaprófsins þurfa ekki að endurspegla afstöðu allra kjósenda. Engu að síður gefa niðurstöðurnar vísbendingu um afstöðu kjósenda til þessara mála. Að mati Viðskiptaráðs gefa niðurstöður kosningaprófsins tilefni til bjartsýni varðandi mörg þjóðþrifamál sem breið samstaða gæti náðst um. Það er von ráðsins að mörg þeirra verði að veruleika á næsta kjörtímabili,“ segir í tilkynningu Viðskiptaráðs um niðurstöðurnar. Alþingiskosningar 2024 Landsvirkjun Mest lesið „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Atvinnulíf Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Viðskiptaráðs. Þar segir að yfr tíu þúsund manns hafi tekið prófið, en það samanstendur af 60 spurningum um margvísleg málefni. Stimpilgjaldið gæti vel farið „Mestur stuðningur var við afnám stimpilgjalds við kaup á fasteignum. Stimpilgjöld eru enda úrelt skattheimta sem dregur úr veltu á fasteignamarkaði og velferð með því að hindra viðskipti á milli aðila. Sé miðað við niðurstöður Kosningaáttavita Viðskiptaráðs, þar sem öll stjórnmálaframboð á landsvísu voru spurð sömu spurninga og í kosningaprófinu, gæti afnám þess raungerst á næsta kjörtímabili, en sjö framboð eru fylgjandi afnámi og tvö hlutlaus,“ segir á vef Viðskiptaráðs. Samræmt námsmat og aukin orkuöflun Önnur mál sem hafi notið stuðnings meiri hluta þátttakenda hafi verið aukin orkuöflun í jarðvarma og vatnsafli, með 81 prósenta stuðning. Flestir þátttakenda séu einnig fylgjandi áframhaldandi innflutningi bíla sem gangi fyrir jarðefnaeldsneyti. Fjórða vinsælasta málið hafi verið samræmt námsmat við lok grunnskólagöngu og það fimmta að ríkið semji við einkaaðila jafnt sem opinbera um annars stigs heilbrigðisþjónustu, til að mynda ákveðnar skurðaðgerðir. Sala á Landsvirkjun óvinsælust „Önnur mál hlutu hins vegar dræmari hljómgrunn meðal þátttakenda. Þar sker sig sérstaklega úr spurning um sölu á hlut í Landsvirkjun, en 83% voru andvíg því á meðan 8% voru fylgjandi. Niðurstaðan var ekki jafn afgerandi fyrir aðrar spurningar á lista yfir þær sem minnstra vinsælda nutu. Þar má nefna takmarkaðan stuðning við að draga úr lögverndun starfa og starfsheita.“ Eins hafi mátt merkja stuðning við gjaldfrjálsar skólamáltíðir, auk þess sem ríflega helmingur svarenda hafi verið andvígur sölu á hlutum í Keflavíkurflugvelli og/eða Landsbankanum. Íbúðir í skammtímaleigu og kaupakagreiðslur fjármálafyrirtækja nutu ekki heldur mikils stuðnings þátttakenda. „Heilt yfir sýna niðurstöður kosningaprófsins að meirihluti þátttakenda er fylgjandi tugum góðra mála sem eru til þess fallin að auka hagsæld hér á landi. Vert er að taka fram að svör þátttakenda kosningaprófsins þurfa ekki að endurspegla afstöðu allra kjósenda. Engu að síður gefa niðurstöðurnar vísbendingu um afstöðu kjósenda til þessara mála. Að mati Viðskiptaráðs gefa niðurstöður kosningaprófsins tilefni til bjartsýni varðandi mörg þjóðþrifamál sem breið samstaða gæti náðst um. Það er von ráðsins að mörg þeirra verði að veruleika á næsta kjörtímabili,“ segir í tilkynningu Viðskiptaráðs um niðurstöðurnar.
Alþingiskosningar 2024 Landsvirkjun Mest lesið „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Atvinnulíf Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira