Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. nóvember 2024 08:13 Yfir 10.000 manns hafa tekið kosningapróf Viðskiptaráðs. Vísir/Einar Afnám stimpilgjalds við fasteignakaup, aukin orkuöflun, áframhaldandi innflutningur jarðefnaeldsneytisbíla og samræmt námsmat við lok grunnskólagöngu eru þau mál sem njóta mesta stuðnings þátttakenda í kosningaprófi Viðskiptaráðs í aðdraganda alþingiskosninga. Þetta kemur fram á vef Viðskiptaráðs. Þar segir að yfr tíu þúsund manns hafi tekið prófið, en það samanstendur af 60 spurningum um margvísleg málefni. Stimpilgjaldið gæti vel farið „Mestur stuðningur var við afnám stimpilgjalds við kaup á fasteignum. Stimpilgjöld eru enda úrelt skattheimta sem dregur úr veltu á fasteignamarkaði og velferð með því að hindra viðskipti á milli aðila. Sé miðað við niðurstöður Kosningaáttavita Viðskiptaráðs, þar sem öll stjórnmálaframboð á landsvísu voru spurð sömu spurninga og í kosningaprófinu, gæti afnám þess raungerst á næsta kjörtímabili, en sjö framboð eru fylgjandi afnámi og tvö hlutlaus,“ segir á vef Viðskiptaráðs. Samræmt námsmat og aukin orkuöflun Önnur mál sem hafi notið stuðnings meiri hluta þátttakenda hafi verið aukin orkuöflun í jarðvarma og vatnsafli, með 81 prósenta stuðning. Flestir þátttakenda séu einnig fylgjandi áframhaldandi innflutningi bíla sem gangi fyrir jarðefnaeldsneyti. Fjórða vinsælasta málið hafi verið samræmt námsmat við lok grunnskólagöngu og það fimmta að ríkið semji við einkaaðila jafnt sem opinbera um annars stigs heilbrigðisþjónustu, til að mynda ákveðnar skurðaðgerðir. Sala á Landsvirkjun óvinsælust „Önnur mál hlutu hins vegar dræmari hljómgrunn meðal þátttakenda. Þar sker sig sérstaklega úr spurning um sölu á hlut í Landsvirkjun, en 83% voru andvíg því á meðan 8% voru fylgjandi. Niðurstaðan var ekki jafn afgerandi fyrir aðrar spurningar á lista yfir þær sem minnstra vinsælda nutu. Þar má nefna takmarkaðan stuðning við að draga úr lögverndun starfa og starfsheita.“ Eins hafi mátt merkja stuðning við gjaldfrjálsar skólamáltíðir, auk þess sem ríflega helmingur svarenda hafi verið andvígur sölu á hlutum í Keflavíkurflugvelli og/eða Landsbankanum. Íbúðir í skammtímaleigu og kaupakagreiðslur fjármálafyrirtækja nutu ekki heldur mikils stuðnings þátttakenda. „Heilt yfir sýna niðurstöður kosningaprófsins að meirihluti þátttakenda er fylgjandi tugum góðra mála sem eru til þess fallin að auka hagsæld hér á landi. Vert er að taka fram að svör þátttakenda kosningaprófsins þurfa ekki að endurspegla afstöðu allra kjósenda. Engu að síður gefa niðurstöðurnar vísbendingu um afstöðu kjósenda til þessara mála. Að mati Viðskiptaráðs gefa niðurstöður kosningaprófsins tilefni til bjartsýni varðandi mörg þjóðþrifamál sem breið samstaða gæti náðst um. Það er von ráðsins að mörg þeirra verði að veruleika á næsta kjörtímabili,“ segir í tilkynningu Viðskiptaráðs um niðurstöðurnar. Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Viðskiptaráðs. Þar segir að yfr tíu þúsund manns hafi tekið prófið, en það samanstendur af 60 spurningum um margvísleg málefni. Stimpilgjaldið gæti vel farið „Mestur stuðningur var við afnám stimpilgjalds við kaup á fasteignum. Stimpilgjöld eru enda úrelt skattheimta sem dregur úr veltu á fasteignamarkaði og velferð með því að hindra viðskipti á milli aðila. Sé miðað við niðurstöður Kosningaáttavita Viðskiptaráðs, þar sem öll stjórnmálaframboð á landsvísu voru spurð sömu spurninga og í kosningaprófinu, gæti afnám þess raungerst á næsta kjörtímabili, en sjö framboð eru fylgjandi afnámi og tvö hlutlaus,“ segir á vef Viðskiptaráðs. Samræmt námsmat og aukin orkuöflun Önnur mál sem hafi notið stuðnings meiri hluta þátttakenda hafi verið aukin orkuöflun í jarðvarma og vatnsafli, með 81 prósenta stuðning. Flestir þátttakenda séu einnig fylgjandi áframhaldandi innflutningi bíla sem gangi fyrir jarðefnaeldsneyti. Fjórða vinsælasta málið hafi verið samræmt námsmat við lok grunnskólagöngu og það fimmta að ríkið semji við einkaaðila jafnt sem opinbera um annars stigs heilbrigðisþjónustu, til að mynda ákveðnar skurðaðgerðir. Sala á Landsvirkjun óvinsælust „Önnur mál hlutu hins vegar dræmari hljómgrunn meðal þátttakenda. Þar sker sig sérstaklega úr spurning um sölu á hlut í Landsvirkjun, en 83% voru andvíg því á meðan 8% voru fylgjandi. Niðurstaðan var ekki jafn afgerandi fyrir aðrar spurningar á lista yfir þær sem minnstra vinsælda nutu. Þar má nefna takmarkaðan stuðning við að draga úr lögverndun starfa og starfsheita.“ Eins hafi mátt merkja stuðning við gjaldfrjálsar skólamáltíðir, auk þess sem ríflega helmingur svarenda hafi verið andvígur sölu á hlutum í Keflavíkurflugvelli og/eða Landsbankanum. Íbúðir í skammtímaleigu og kaupakagreiðslur fjármálafyrirtækja nutu ekki heldur mikils stuðnings þátttakenda. „Heilt yfir sýna niðurstöður kosningaprófsins að meirihluti þátttakenda er fylgjandi tugum góðra mála sem eru til þess fallin að auka hagsæld hér á landi. Vert er að taka fram að svör þátttakenda kosningaprófsins þurfa ekki að endurspegla afstöðu allra kjósenda. Engu að síður gefa niðurstöðurnar vísbendingu um afstöðu kjósenda til þessara mála. Að mati Viðskiptaráðs gefa niðurstöður kosningaprófsins tilefni til bjartsýni varðandi mörg þjóðþrifamál sem breið samstaða gæti náðst um. Það er von ráðsins að mörg þeirra verði að veruleika á næsta kjörtímabili,“ segir í tilkynningu Viðskiptaráðs um niðurstöðurnar.
Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Sjá meira