Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Árni Sæberg skrifar 27. nóvember 2024 11:53 María Björk Einarsdóttir er forstjóri Símans. Síminn Síminn hefur veitt forstjóra og tveimur framkvæmdastjórum kauprétt að samtals 22.500.000 hlutum í félaginu. Kaupréttur er veittur á hlutabréfum á grunnverðinu 12,31 króna á hlut, sem gerir grunnkaupverðið alls um 277 milljónir króna. Forstjóri fær helming kaupréttarins. Í tilkynningu Símans til Kauphallar segir að stjórn félagsins hafi ákveðið í gær að veita Maríu Björk Einarsdóttur forstjóra kauprétt að 11.250.000 hlutum, Birki Ágústssyni, framkvæmdastjóra miðla, kauprétt að 5.625.000 hlutum og Vésteini Gauta Haukssyni, framkvæmdastjóra auglýsingamiðlunar, kauprétt að 5.625.000 hlutum. Öll ný í framkvæmdastjórninni María Björk tók við stjórnartaumunum af Orra Haukssyni í júní og þeir Birkir og Vésteinn Gauti komu inn í framkvæmdastjórn um miðjan september. Í tilkynningu segir að kaupréttarsamningunum sé ætlað að samtvinna hagsmuni starfsmanna og félagsins til lengri tíma. Skilmálar þeirra séu í samræmi við starfskjarastefnu félagsins sem hafi verið samþykkt á aðalfundi Símans hinn 14. mars 2024. Heildarfjöldi útistandandi kauprétta sem Síminn hefur veitt stjórnendum og tilteknum lykilstarfsmönnum sínum nemi nú 69.375.000 hluta, eða um 2,62 prósentum hlutafjár í félaginu. Alls séu um að ræða nítján starfsmenn. Heildarkostnaður félagsins vegna útistandandi samninga út nýtingartímann sé áætlaður um níutíu milljónir og þá sé byggt á reiknilíkani Black-Scholes. Ávinnst á þremur árum Í tilkynningu segir að grunnverðið sé 12,31 króna á hlut en skuli þó ekki vera lægra en vegið meðalverð með hluti félagins síðustu tíu heilu viðskiptadaga á aðalmarkaði Nasdaq Ísland með hluti félagsins fyrir úthlutun kauprétta. Grunnverð samninganna sé sama verð og núgildandi nýtingarverð annarra stjórnenda sem gerðu kaupréttarsamning 17. maí 2023, uppreiknað með tilliti til vaxta. Við grunnverð bætist vextir sem skuli samsvara stýrivöxtum Seðlabanka Íslands á tímabilinu frá dagsetningu kaupréttarsamnings fram til nýtingardags, að lágmarki fjögur prósent á ári. Verðið skuli leiðrétt meðal annars fyrir arðgreiðslum sem kunni að verða greiddar frá útgáfudegi kaupréttanna. Kauprétturinn ávinnist á þremur árum frá úthlutun. Að ávinnslutímabili loknu verði kaupréttir nýtanlegir í þremur áföngum, sem hefjist í kjölfar birtingar ársuppgjörs félagsins ár hvert á árunum 2028 til 2030. Kaupréttarhafi geti nýtt þriðjung kaupréttar í kjölfar birtingar ársuppgjörs eða hálfsársuppgjörs félagsins innan hvers tímabils, og geti frestað nýtingu áunnins kaupréttar til næsta nýtingartímabils. Síminn Kauphöllin Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Í tilkynningu Símans til Kauphallar segir að stjórn félagsins hafi ákveðið í gær að veita Maríu Björk Einarsdóttur forstjóra kauprétt að 11.250.000 hlutum, Birki Ágústssyni, framkvæmdastjóra miðla, kauprétt að 5.625.000 hlutum og Vésteini Gauta Haukssyni, framkvæmdastjóra auglýsingamiðlunar, kauprétt að 5.625.000 hlutum. Öll ný í framkvæmdastjórninni María Björk tók við stjórnartaumunum af Orra Haukssyni í júní og þeir Birkir og Vésteinn Gauti komu inn í framkvæmdastjórn um miðjan september. Í tilkynningu segir að kaupréttarsamningunum sé ætlað að samtvinna hagsmuni starfsmanna og félagsins til lengri tíma. Skilmálar þeirra séu í samræmi við starfskjarastefnu félagsins sem hafi verið samþykkt á aðalfundi Símans hinn 14. mars 2024. Heildarfjöldi útistandandi kauprétta sem Síminn hefur veitt stjórnendum og tilteknum lykilstarfsmönnum sínum nemi nú 69.375.000 hluta, eða um 2,62 prósentum hlutafjár í félaginu. Alls séu um að ræða nítján starfsmenn. Heildarkostnaður félagsins vegna útistandandi samninga út nýtingartímann sé áætlaður um níutíu milljónir og þá sé byggt á reiknilíkani Black-Scholes. Ávinnst á þremur árum Í tilkynningu segir að grunnverðið sé 12,31 króna á hlut en skuli þó ekki vera lægra en vegið meðalverð með hluti félagins síðustu tíu heilu viðskiptadaga á aðalmarkaði Nasdaq Ísland með hluti félagsins fyrir úthlutun kauprétta. Grunnverð samninganna sé sama verð og núgildandi nýtingarverð annarra stjórnenda sem gerðu kaupréttarsamning 17. maí 2023, uppreiknað með tilliti til vaxta. Við grunnverð bætist vextir sem skuli samsvara stýrivöxtum Seðlabanka Íslands á tímabilinu frá dagsetningu kaupréttarsamnings fram til nýtingardags, að lágmarki fjögur prósent á ári. Verðið skuli leiðrétt meðal annars fyrir arðgreiðslum sem kunni að verða greiddar frá útgáfudegi kaupréttanna. Kauprétturinn ávinnist á þremur árum frá úthlutun. Að ávinnslutímabili loknu verði kaupréttir nýtanlegir í þremur áföngum, sem hefjist í kjölfar birtingar ársuppgjörs félagsins ár hvert á árunum 2028 til 2030. Kaupréttarhafi geti nýtt þriðjung kaupréttar í kjölfar birtingar ársuppgjörs eða hálfsársuppgjörs félagsins innan hvers tímabils, og geti frestað nýtingu áunnins kaupréttar til næsta nýtingartímabils.
Síminn Kauphöllin Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira