Ofsahlýnun í kortunum ef farið verður að fordæmi stórra ríkja Kjartan Kjartansson skrifar 19. nóvember 2018 13:55 Þó að Kínverjar séu byrjaðir að rífa niður kolaorkuver rís fjöldi annarra í staðinn. Kínverjar eru stærstu losendur gróðurhúsalofttegunda í heiminum. Færi heimsbyggðin að fordæmi þeirra yrði hnattræn hlýnun margfalt meiri en markmið Parísarsamkomulagsins. Vísir/EPA Ef ríki heims færu að fordæmi loftslagsáætlana Kínverja, Rússa og Kanadamanna næði hnattræn hlýnun fimm gráðum fyrir lok aldarinnar með gríðarlegum afleiðingum fyrir umhverfi og lífríki jarðar. Hlýnun yrði enn vel yfir markmiðum Parísarsamkomulagsins jafnvel þó að öll ríki setti sér sambærileg markmið og Evrópusambandið sem ætlar að ganga hvað lengst í samdrætti á losun gróðurhúsalofttegunda. Með Parísarsamkomulaginu settu nær öll ríki heims sér það markmið að halda hlýnun jarðar innan við 2°C á þessari öld miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu og helst innan við 1,5°C. Miðað við núverandi aðgerðir er þó langt í að það markmið náist eins og útlistað var í skýrslu Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) í haust. Núverandi áætlanir ríkja sem bera ábyrgð á stórum hluta losunar gróðurhúsalofttegundanna sem valda hnattrænni hlýnun hrökkva hvergi nærri til og myndu leiðar til gríðarlegrar hlýnunar á skömmum tíma samkvæmt nýrri rannsókn á loftslagsmarkmiðum þjóða sem birtist í vísindaritinu Nature Communications fyrir helgi. Niðurstaðan er sú að ef öll ríki settu sér sambærileg markmið um samdrátt í losun og Kína, Kanada og Rússland þá næði hlýnunin 5°C fyrir lok aldarinnar. Það er með því mesta sem vísindamenn hafa talið að gæti orðið af menn koma ekki böndum yfir losun sína á gróðurhúsalofttegundum. Svo mikil hlýnun hefði gríðarlegar breytingar í för með sér. Þurrkar, hitabylgjur og vaxandi veðuröfgar sem vísindamenn telja að fylgi loftslagsbreytingum yrðu enn verri en við minni hlýnun. Við þær aðstæður þurrkuðust kóralrif, sem eru leika lykilhlutverk í vistkerfi sjávar út, og fjöldi dýrategunda glataðist að eilífu. Í skýrslu sem Alþjóðabankinn lét taka saman árið 2012 var áætlað að við fjögurra gráðu hlýnun gæti yfirborð sjávar hækkað um einn metra á heimsvísu á þessari öld. Mörg ríki, sérstaklega þau snauðari, gætu einfaldlega ekki aðlagast breyttu loftslagi.Markmið Íslands við efri mörk Parísarsamkomulagsins Aðrir stórir losendur eins og Bandaríkin og Ástralía standa sig ekki mikið betur. Með sambærileg loftslagsmarkmið og löndin tvö hafa sett sér myndi heimsbyggðin standa frammi fyrir rúmlega fjögurra gráðu hlýnun fyrir lok aldarinnar, að því er segir í frétt The Guardian. Evrópusambandið hefur sett sér markmið um 40% samdrátt í losun fyrir árið 2030. Jafnvel þó að heimurinn allur tæki það markmið upp yrði hlýnunin meira en tvöfalt meiri en 1,5°C markmið Parísarsamkomulagsins. Samkvæmt forsendum rannsóknarinnar næði hnattræn hlýnun rétt innan við tveimur gráðum á þessari öld ef öll ríki heims tileinkuðu sér og næðu loftslagsmarkmiðunum sem Ísland hafði sett sér árið 2015. Evrópusambandið Kína Loftslagsmál Norður-Ameríka Rússland Tengdar fréttir Stefnt á að banna bensín- og dísilbíla eftir 2030 í loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar Lögð er áhersla á orkuskipti í samgöngum og átak í kolefnisbindingu í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum sem var kynnt í dag. 10. september 2018 14:00 Brýnt að halda hlýnun Jarðar undir 1,5 gráðum Vísindanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál hefur kynnt skýrslu um 1,5 gráðu markmiðið og útlistar hvað þjóðir heims þurfa að gera til að ná því. 8. október 2018 06:30 Loftslagsbreytingar lumbra á norðurskautinu "Við erum ekki nálægt því að vera tilbúin með verkefni, áætlanir og stefnumörkun til þess að byggja upp þol fyrir þessum breytingum,“ segir fyrrum vísindaráðgjafi Baracks Obama fyrrverandi Bandaríkjaforseta. 21. október 2018 09:00 Hafið í framvarðarlínu loftslagsbreytinga Lítið er vitað um áhrif súrnunar sjávar á fiska. Vitað er að hafið í kringum Ísland súrnar hraðar en hlýrri höf sunnar í heimi. Breskur sérfræðingur segir Íslendingum að taka mark á eigin mælingum sem séu einstakar. 10. október 2018 09:00 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Sjá meira
Ef ríki heims færu að fordæmi loftslagsáætlana Kínverja, Rússa og Kanadamanna næði hnattræn hlýnun fimm gráðum fyrir lok aldarinnar með gríðarlegum afleiðingum fyrir umhverfi og lífríki jarðar. Hlýnun yrði enn vel yfir markmiðum Parísarsamkomulagsins jafnvel þó að öll ríki setti sér sambærileg markmið og Evrópusambandið sem ætlar að ganga hvað lengst í samdrætti á losun gróðurhúsalofttegunda. Með Parísarsamkomulaginu settu nær öll ríki heims sér það markmið að halda hlýnun jarðar innan við 2°C á þessari öld miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu og helst innan við 1,5°C. Miðað við núverandi aðgerðir er þó langt í að það markmið náist eins og útlistað var í skýrslu Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) í haust. Núverandi áætlanir ríkja sem bera ábyrgð á stórum hluta losunar gróðurhúsalofttegundanna sem valda hnattrænni hlýnun hrökkva hvergi nærri til og myndu leiðar til gríðarlegrar hlýnunar á skömmum tíma samkvæmt nýrri rannsókn á loftslagsmarkmiðum þjóða sem birtist í vísindaritinu Nature Communications fyrir helgi. Niðurstaðan er sú að ef öll ríki settu sér sambærileg markmið um samdrátt í losun og Kína, Kanada og Rússland þá næði hlýnunin 5°C fyrir lok aldarinnar. Það er með því mesta sem vísindamenn hafa talið að gæti orðið af menn koma ekki böndum yfir losun sína á gróðurhúsalofttegundum. Svo mikil hlýnun hefði gríðarlegar breytingar í för með sér. Þurrkar, hitabylgjur og vaxandi veðuröfgar sem vísindamenn telja að fylgi loftslagsbreytingum yrðu enn verri en við minni hlýnun. Við þær aðstæður þurrkuðust kóralrif, sem eru leika lykilhlutverk í vistkerfi sjávar út, og fjöldi dýrategunda glataðist að eilífu. Í skýrslu sem Alþjóðabankinn lét taka saman árið 2012 var áætlað að við fjögurra gráðu hlýnun gæti yfirborð sjávar hækkað um einn metra á heimsvísu á þessari öld. Mörg ríki, sérstaklega þau snauðari, gætu einfaldlega ekki aðlagast breyttu loftslagi.Markmið Íslands við efri mörk Parísarsamkomulagsins Aðrir stórir losendur eins og Bandaríkin og Ástralía standa sig ekki mikið betur. Með sambærileg loftslagsmarkmið og löndin tvö hafa sett sér myndi heimsbyggðin standa frammi fyrir rúmlega fjögurra gráðu hlýnun fyrir lok aldarinnar, að því er segir í frétt The Guardian. Evrópusambandið hefur sett sér markmið um 40% samdrátt í losun fyrir árið 2030. Jafnvel þó að heimurinn allur tæki það markmið upp yrði hlýnunin meira en tvöfalt meiri en 1,5°C markmið Parísarsamkomulagsins. Samkvæmt forsendum rannsóknarinnar næði hnattræn hlýnun rétt innan við tveimur gráðum á þessari öld ef öll ríki heims tileinkuðu sér og næðu loftslagsmarkmiðunum sem Ísland hafði sett sér árið 2015.
Evrópusambandið Kína Loftslagsmál Norður-Ameríka Rússland Tengdar fréttir Stefnt á að banna bensín- og dísilbíla eftir 2030 í loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar Lögð er áhersla á orkuskipti í samgöngum og átak í kolefnisbindingu í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum sem var kynnt í dag. 10. september 2018 14:00 Brýnt að halda hlýnun Jarðar undir 1,5 gráðum Vísindanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál hefur kynnt skýrslu um 1,5 gráðu markmiðið og útlistar hvað þjóðir heims þurfa að gera til að ná því. 8. október 2018 06:30 Loftslagsbreytingar lumbra á norðurskautinu "Við erum ekki nálægt því að vera tilbúin með verkefni, áætlanir og stefnumörkun til þess að byggja upp þol fyrir þessum breytingum,“ segir fyrrum vísindaráðgjafi Baracks Obama fyrrverandi Bandaríkjaforseta. 21. október 2018 09:00 Hafið í framvarðarlínu loftslagsbreytinga Lítið er vitað um áhrif súrnunar sjávar á fiska. Vitað er að hafið í kringum Ísland súrnar hraðar en hlýrri höf sunnar í heimi. Breskur sérfræðingur segir Íslendingum að taka mark á eigin mælingum sem séu einstakar. 10. október 2018 09:00 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Sjá meira
Stefnt á að banna bensín- og dísilbíla eftir 2030 í loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar Lögð er áhersla á orkuskipti í samgöngum og átak í kolefnisbindingu í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum sem var kynnt í dag. 10. september 2018 14:00
Brýnt að halda hlýnun Jarðar undir 1,5 gráðum Vísindanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál hefur kynnt skýrslu um 1,5 gráðu markmiðið og útlistar hvað þjóðir heims þurfa að gera til að ná því. 8. október 2018 06:30
Loftslagsbreytingar lumbra á norðurskautinu "Við erum ekki nálægt því að vera tilbúin með verkefni, áætlanir og stefnumörkun til þess að byggja upp þol fyrir þessum breytingum,“ segir fyrrum vísindaráðgjafi Baracks Obama fyrrverandi Bandaríkjaforseta. 21. október 2018 09:00
Hafið í framvarðarlínu loftslagsbreytinga Lítið er vitað um áhrif súrnunar sjávar á fiska. Vitað er að hafið í kringum Ísland súrnar hraðar en hlýrri höf sunnar í heimi. Breskur sérfræðingur segir Íslendingum að taka mark á eigin mælingum sem séu einstakar. 10. október 2018 09:00