Rússar reyna að fela spor sín betur í kosningunum vestanhafs Kjartan Kjartansson skrifar 6. nóvember 2018 08:06 Rússar reyndu að hjálpa Donald Trump í forsetakosningunum árið 2016. Vísbendingar eru um að þeir reyni enn að hafa áhrif á kosningar vestanhafs. Vísir/Getty Áróðursherferð sem ætlað er að ala á sundrung og öfgahyggju að undirlagi rússneskra útsendara hefur aftur átt sér stað í aðdraganda þingkosninga í Bandaríkjunum líkt og gerðist fyrir forsetakosningarnar fyrir tveimur árum. Sérfræðingar segja Rússana hins vegar reyna að hylja spor sín betur nú en þá. Bandaríkjamenn kjósa til þings, ríkisstjóra og ýmissa embætta í hverju ríki fyrir sig í dag. Leyniþjónustustofnanir Bandaríkjanna hafa lengi varað við því að Rússar reyndu að leika sama leik og þeir gerðu fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Þá eru þeir taldir hafa staðið fyrir áróðursherferð á samfélagsmiðlum sem ætlað var að hjálpa Donald Trump að ná kjöri sem forseti. Sérfræðingar sem Reuters-fréttastofan hefur rætt við segja að aðferðirnar sem útsendarar Rússa beiti nú séu minna augljósar en áður og geri þeim kleift að forðast hreinsanir samfélagsmiðla eins og Facebook og Twitter. Bæði fyrirtæki hafa tilkynnt um að reikningum hafi verið hent út í aðdraganda kosninganna. Áróðurinn byggist ekki lengur aðeins á hreinum lygum eins og áður. Þess í stað eru rússneskir samfélagsmiðlareikningar byrjaðir að dreifa færslum og myndum sem raunverulegar öfgahreyfingar til hægri og vinstri í bandarískum fjölmiðlum hafa þegar deilt. Erfiðara sé að rekja slíkar deilingar til erlendra aðila og auðveldara að framleiða en skáldaðar fréttir sem bæði samfélagsmiðlanotendur og stjórnendur séu meira vakandi fyrir nú en síðast. Á meðal þeirra málefna sem útsendarar Rússa virðast hafa reynt að magna upp er hvatning til bandarískra blökkumanna um að segja skilið við Demókrataflokkinn. Þá hafa þeir reynt að nota tilnefningu Bretts Kavanaugh til Hæstaréttar Bandaríkjanna til þess að æsa upp íhaldsama kjósendur. Þá eru Rússarnir sagðir nota skilaboðaforrit Facebook til þess að sannfæra Bandaríkjamenn um að kaupa auglýsingar fyrir sig og að fá róttæklinga þar til þess að auglýsa mótmælaaðgerðir. Þannig sé auðveldara fyrir útsendarana að forðast athygli. „Þeir eru að tæla Bandaríkjamenn til þess að senda frá sér efni sem er meira sundrandi og biturt,“ segir Graham Brookie, forstöðumaður hugveitunnar Atlantshafsráðsins. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Rússland Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Áróðursherferð sem ætlað er að ala á sundrung og öfgahyggju að undirlagi rússneskra útsendara hefur aftur átt sér stað í aðdraganda þingkosninga í Bandaríkjunum líkt og gerðist fyrir forsetakosningarnar fyrir tveimur árum. Sérfræðingar segja Rússana hins vegar reyna að hylja spor sín betur nú en þá. Bandaríkjamenn kjósa til þings, ríkisstjóra og ýmissa embætta í hverju ríki fyrir sig í dag. Leyniþjónustustofnanir Bandaríkjanna hafa lengi varað við því að Rússar reyndu að leika sama leik og þeir gerðu fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Þá eru þeir taldir hafa staðið fyrir áróðursherferð á samfélagsmiðlum sem ætlað var að hjálpa Donald Trump að ná kjöri sem forseti. Sérfræðingar sem Reuters-fréttastofan hefur rætt við segja að aðferðirnar sem útsendarar Rússa beiti nú séu minna augljósar en áður og geri þeim kleift að forðast hreinsanir samfélagsmiðla eins og Facebook og Twitter. Bæði fyrirtæki hafa tilkynnt um að reikningum hafi verið hent út í aðdraganda kosninganna. Áróðurinn byggist ekki lengur aðeins á hreinum lygum eins og áður. Þess í stað eru rússneskir samfélagsmiðlareikningar byrjaðir að dreifa færslum og myndum sem raunverulegar öfgahreyfingar til hægri og vinstri í bandarískum fjölmiðlum hafa þegar deilt. Erfiðara sé að rekja slíkar deilingar til erlendra aðila og auðveldara að framleiða en skáldaðar fréttir sem bæði samfélagsmiðlanotendur og stjórnendur séu meira vakandi fyrir nú en síðast. Á meðal þeirra málefna sem útsendarar Rússa virðast hafa reynt að magna upp er hvatning til bandarískra blökkumanna um að segja skilið við Demókrataflokkinn. Þá hafa þeir reynt að nota tilnefningu Bretts Kavanaugh til Hæstaréttar Bandaríkjanna til þess að æsa upp íhaldsama kjósendur. Þá eru Rússarnir sagðir nota skilaboðaforrit Facebook til þess að sannfæra Bandaríkjamenn um að kaupa auglýsingar fyrir sig og að fá róttæklinga þar til þess að auglýsa mótmælaaðgerðir. Þannig sé auðveldara fyrir útsendarana að forðast athygli. „Þeir eru að tæla Bandaríkjamenn til þess að senda frá sér efni sem er meira sundrandi og biturt,“ segir Graham Brookie, forstöðumaður hugveitunnar Atlantshafsráðsins.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Rússland Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira