Yngst bandarískra kvenna til að taka sæti á þingi Atli Ísleifsson skrifar 7. nóvember 2018 10:11 Alexandria Ocasio-Cortez kom öllum á óvart þegar hún hafði betur gegn fulltrúadeildarþingmanninum Joe Crowley í forvali Demókrataflokksins í júní. Getty/Rick Loomis Hin 29 ára Alexandria Ocasio-Cortez varð í nótt yngst bandarískra kvenna til að verða kjörin til að taka sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Sigur hennar í 14. umdæmi New York ríkis kom ekki á óvart enda er New York eitt af sterkari vígum Demókrataflokksins. Ocasio-Cortez, sem starfaði á veitingastað fyrir ári síðan til að sjá fyrir fjölskyldu sinni, vann sigur á Repúblikananum Anthony Pappas. Ocasio-Cortez kom öllum á óvart þegar hún hafði betur gegn fulltrúadeildarþingmanninum Joe Crowley í forvali Demókrataflokksins í júní. Crowley hafði setið á þingi frá árinu 1999 og var af mörgum talinn líklegur arftaki Nancy Pelosi sem leiðtogi Demókrata í þingdeildinni. Hann hafði ekki fengið mótframboð innan flokksins í sínu umdæmi síðan 2004.Starfaði fyrir Bernie Sanders Hún hafði áður starfað að forsetaframboði Bernie Sanders og fyrir fyrrverandi öldungadeildarþingmanninn Ted Kennedy, sem lést árið 2009. Þá starfaði hún um tíma sem fræðslustjóri hjá bandarískri stofnun sem sinnir málefnum fólks af rómönskum ættum (National Hispanic Institute). Ocasio-Cortez þykir mjög vinstrisinnuð á bandarískan mælikvarða þar sem hún hefur meðal annars talað fyrir gjaldfrjálsu háskólanámi og heilsugæslu, að skotvopnalöggjöf landsins verði hert til muna og að rekstri einkarekinna fangelsa verði hætt. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Frambjóðendur hliðhollir Trump treystu meirihluta repúblikana í öldungadeildinni Útlit er fyrir að repúblikanar bæti við sig þremur sætum í öldungadeildinni. Þingmenn demókrata sem vörðu sæti í ríkjum sem halla sér að Trump töpuðu. 7. nóvember 2018 08:38 Útlit fyrir miklar deilur næstu tvö árin Repúblikanaflokkurinn hefur bætt við nauman meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings og Demókratar hafa tryggt sér meirihluta í fulltrúadeildinni. 7. nóvember 2018 05:45 Ted Cruz hafði betur gegn vonarstjörnu Demókrata Repúblikaninn Ted Cruz hafði betur gegn einni helstu vonarstjörnu Demókrata, Beto O'Rourke, í kosningunum til öldungadeildarinnar í Texas í nótt. 7. nóvember 2018 08:40 Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fleiri fréttir Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Sjá meira
Hin 29 ára Alexandria Ocasio-Cortez varð í nótt yngst bandarískra kvenna til að verða kjörin til að taka sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Sigur hennar í 14. umdæmi New York ríkis kom ekki á óvart enda er New York eitt af sterkari vígum Demókrataflokksins. Ocasio-Cortez, sem starfaði á veitingastað fyrir ári síðan til að sjá fyrir fjölskyldu sinni, vann sigur á Repúblikananum Anthony Pappas. Ocasio-Cortez kom öllum á óvart þegar hún hafði betur gegn fulltrúadeildarþingmanninum Joe Crowley í forvali Demókrataflokksins í júní. Crowley hafði setið á þingi frá árinu 1999 og var af mörgum talinn líklegur arftaki Nancy Pelosi sem leiðtogi Demókrata í þingdeildinni. Hann hafði ekki fengið mótframboð innan flokksins í sínu umdæmi síðan 2004.Starfaði fyrir Bernie Sanders Hún hafði áður starfað að forsetaframboði Bernie Sanders og fyrir fyrrverandi öldungadeildarþingmanninn Ted Kennedy, sem lést árið 2009. Þá starfaði hún um tíma sem fræðslustjóri hjá bandarískri stofnun sem sinnir málefnum fólks af rómönskum ættum (National Hispanic Institute). Ocasio-Cortez þykir mjög vinstrisinnuð á bandarískan mælikvarða þar sem hún hefur meðal annars talað fyrir gjaldfrjálsu háskólanámi og heilsugæslu, að skotvopnalöggjöf landsins verði hert til muna og að rekstri einkarekinna fangelsa verði hætt.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Frambjóðendur hliðhollir Trump treystu meirihluta repúblikana í öldungadeildinni Útlit er fyrir að repúblikanar bæti við sig þremur sætum í öldungadeildinni. Þingmenn demókrata sem vörðu sæti í ríkjum sem halla sér að Trump töpuðu. 7. nóvember 2018 08:38 Útlit fyrir miklar deilur næstu tvö árin Repúblikanaflokkurinn hefur bætt við nauman meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings og Demókratar hafa tryggt sér meirihluta í fulltrúadeildinni. 7. nóvember 2018 05:45 Ted Cruz hafði betur gegn vonarstjörnu Demókrata Repúblikaninn Ted Cruz hafði betur gegn einni helstu vonarstjörnu Demókrata, Beto O'Rourke, í kosningunum til öldungadeildarinnar í Texas í nótt. 7. nóvember 2018 08:40 Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Kuldaskil á leið yfir landið Veður Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fleiri fréttir Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Sjá meira
Frambjóðendur hliðhollir Trump treystu meirihluta repúblikana í öldungadeildinni Útlit er fyrir að repúblikanar bæti við sig þremur sætum í öldungadeildinni. Þingmenn demókrata sem vörðu sæti í ríkjum sem halla sér að Trump töpuðu. 7. nóvember 2018 08:38
Útlit fyrir miklar deilur næstu tvö árin Repúblikanaflokkurinn hefur bætt við nauman meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings og Demókratar hafa tryggt sér meirihluta í fulltrúadeildinni. 7. nóvember 2018 05:45
Ted Cruz hafði betur gegn vonarstjörnu Demókrata Repúblikaninn Ted Cruz hafði betur gegn einni helstu vonarstjörnu Demókrata, Beto O'Rourke, í kosningunum til öldungadeildarinnar í Texas í nótt. 7. nóvember 2018 08:40