Mikil óvissa með ríkisstjórakosningar í Georgíu Samúel Karl Ólason skrifar 8. nóvember 2018 16:55 Stacy Abrams og Brian Kemp. AP/John Amis Enn er ekki öruggt hver vann kosninguna til ríkisstjóra Georgíu í Bandaríkjunum þó tveir dagar séu liðnir frá kosningunum. Brian Kemp, frambjóðandi Repúblikana, hefur þó lýst yfir sigri og sagt af sér sem innanríkisráðherra ríkisins. Samkvæmt Kemp sagði hann af sér til að tryggja traust almennings á niðurstöðum kosninganna og til þess að einbeita sér af embætti ríkisstjóra. Kemp hefur verið harðlega gagnrýndur undanfarna mánuði fyrir að sinna starfi innanríkisráðherra á sama tíma og hann hefur verið í framboði. Því sem innanríkisráðherra Georgíu hefur hann í raun verið yfir kosningunum sem hann sjálfur tók þátt í. Hann hefur sömuleiðis verið sakaður um að beita bellibrögðum til að koma í veg fyrir að þjóðfélagshópar sem þykja líklegri til að kjósa Demókrataflokkinn gætu kosið.Sjá einnig: Sakar Demókrata um tölvuárás eftir að þeir bentu á gallaÞúsundum kjósenda var hent af kjörskrá Georgíu í aðdraganda kosninganna vegna reglubreytinga Kemp. Stacey Abrams, mótframbjóðandi Kemp, er ekki tilbúin til að viðurkenna ósigur og segir að enn eigi eftir að telja fjölmörg utankjörfundaratkvæði. Reglur Georgíu segja til um að ef frambjóðandi nái ekki meira en fimmtíu prósenta fylgi þurfi að halda aðrar kosningar á milli tveggja efstu frambjóðendanna.Samkvæmt AP fréttaveitunni er Kemp með rétt rúmlega fimmtíu prósent.AP segir Kemp halda því fram að einungis eigi eftir að telja um tuttugu þúsund atkvæði og það dugi ekki til. Hann myndi haldast yfir fimmtíu prósentum þó Abrams fengi öllu tuttugu þúsund atkvæðin. „Við unnum kosningarnar. Það er mjög jóst núna. Við ætlum að byrja undirbúning fyrir embættistökuna,“ sagði Kemp við blaðamenn í dag. Á meðan að á kosningunum stóð og í kjölfar þeirra hafa fjöldi ásakana um misferli litið dagsins ljós. Kjósendur þurftu víða að bíða í klukkustundir í röð eftir því að geta kosið, skortur var á kjörvélum og búnaður var bilaður, svo eitthvað sé nefnt. Þá segja eftirlitsaðilar og fólk sem berst fyrir auknum rétti fólks til að kjósa að flestar tilkynningarnar um misferli komi frá samfélögum þar sem minnihlutahópar búa. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Fleiri fréttir Handtóku sprengjumann eftir nærri því sex ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Sjá meira
Enn er ekki öruggt hver vann kosninguna til ríkisstjóra Georgíu í Bandaríkjunum þó tveir dagar séu liðnir frá kosningunum. Brian Kemp, frambjóðandi Repúblikana, hefur þó lýst yfir sigri og sagt af sér sem innanríkisráðherra ríkisins. Samkvæmt Kemp sagði hann af sér til að tryggja traust almennings á niðurstöðum kosninganna og til þess að einbeita sér af embætti ríkisstjóra. Kemp hefur verið harðlega gagnrýndur undanfarna mánuði fyrir að sinna starfi innanríkisráðherra á sama tíma og hann hefur verið í framboði. Því sem innanríkisráðherra Georgíu hefur hann í raun verið yfir kosningunum sem hann sjálfur tók þátt í. Hann hefur sömuleiðis verið sakaður um að beita bellibrögðum til að koma í veg fyrir að þjóðfélagshópar sem þykja líklegri til að kjósa Demókrataflokkinn gætu kosið.Sjá einnig: Sakar Demókrata um tölvuárás eftir að þeir bentu á gallaÞúsundum kjósenda var hent af kjörskrá Georgíu í aðdraganda kosninganna vegna reglubreytinga Kemp. Stacey Abrams, mótframbjóðandi Kemp, er ekki tilbúin til að viðurkenna ósigur og segir að enn eigi eftir að telja fjölmörg utankjörfundaratkvæði. Reglur Georgíu segja til um að ef frambjóðandi nái ekki meira en fimmtíu prósenta fylgi þurfi að halda aðrar kosningar á milli tveggja efstu frambjóðendanna.Samkvæmt AP fréttaveitunni er Kemp með rétt rúmlega fimmtíu prósent.AP segir Kemp halda því fram að einungis eigi eftir að telja um tuttugu þúsund atkvæði og það dugi ekki til. Hann myndi haldast yfir fimmtíu prósentum þó Abrams fengi öllu tuttugu þúsund atkvæðin. „Við unnum kosningarnar. Það er mjög jóst núna. Við ætlum að byrja undirbúning fyrir embættistökuna,“ sagði Kemp við blaðamenn í dag. Á meðan að á kosningunum stóð og í kjölfar þeirra hafa fjöldi ásakana um misferli litið dagsins ljós. Kjósendur þurftu víða að bíða í klukkustundir í röð eftir því að geta kosið, skortur var á kjörvélum og búnaður var bilaður, svo eitthvað sé nefnt. Þá segja eftirlitsaðilar og fólk sem berst fyrir auknum rétti fólks til að kjósa að flestar tilkynningarnar um misferli komi frá samfélögum þar sem minnihlutahópar búa.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Fleiri fréttir Handtóku sprengjumann eftir nærri því sex ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Sjá meira