Mikil óvissa með ríkisstjórakosningar í Georgíu Samúel Karl Ólason skrifar 8. nóvember 2018 16:55 Stacy Abrams og Brian Kemp. AP/John Amis Enn er ekki öruggt hver vann kosninguna til ríkisstjóra Georgíu í Bandaríkjunum þó tveir dagar séu liðnir frá kosningunum. Brian Kemp, frambjóðandi Repúblikana, hefur þó lýst yfir sigri og sagt af sér sem innanríkisráðherra ríkisins. Samkvæmt Kemp sagði hann af sér til að tryggja traust almennings á niðurstöðum kosninganna og til þess að einbeita sér af embætti ríkisstjóra. Kemp hefur verið harðlega gagnrýndur undanfarna mánuði fyrir að sinna starfi innanríkisráðherra á sama tíma og hann hefur verið í framboði. Því sem innanríkisráðherra Georgíu hefur hann í raun verið yfir kosningunum sem hann sjálfur tók þátt í. Hann hefur sömuleiðis verið sakaður um að beita bellibrögðum til að koma í veg fyrir að þjóðfélagshópar sem þykja líklegri til að kjósa Demókrataflokkinn gætu kosið.Sjá einnig: Sakar Demókrata um tölvuárás eftir að þeir bentu á gallaÞúsundum kjósenda var hent af kjörskrá Georgíu í aðdraganda kosninganna vegna reglubreytinga Kemp. Stacey Abrams, mótframbjóðandi Kemp, er ekki tilbúin til að viðurkenna ósigur og segir að enn eigi eftir að telja fjölmörg utankjörfundaratkvæði. Reglur Georgíu segja til um að ef frambjóðandi nái ekki meira en fimmtíu prósenta fylgi þurfi að halda aðrar kosningar á milli tveggja efstu frambjóðendanna.Samkvæmt AP fréttaveitunni er Kemp með rétt rúmlega fimmtíu prósent.AP segir Kemp halda því fram að einungis eigi eftir að telja um tuttugu þúsund atkvæði og það dugi ekki til. Hann myndi haldast yfir fimmtíu prósentum þó Abrams fengi öllu tuttugu þúsund atkvæðin. „Við unnum kosningarnar. Það er mjög jóst núna. Við ætlum að byrja undirbúning fyrir embættistökuna,“ sagði Kemp við blaðamenn í dag. Á meðan að á kosningunum stóð og í kjölfar þeirra hafa fjöldi ásakana um misferli litið dagsins ljós. Kjósendur þurftu víða að bíða í klukkustundir í röð eftir því að geta kosið, skortur var á kjörvélum og búnaður var bilaður, svo eitthvað sé nefnt. Þá segja eftirlitsaðilar og fólk sem berst fyrir auknum rétti fólks til að kjósa að flestar tilkynningarnar um misferli komi frá samfélögum þar sem minnihlutahópar búa. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Fleiri fréttir Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Sjá meira
Enn er ekki öruggt hver vann kosninguna til ríkisstjóra Georgíu í Bandaríkjunum þó tveir dagar séu liðnir frá kosningunum. Brian Kemp, frambjóðandi Repúblikana, hefur þó lýst yfir sigri og sagt af sér sem innanríkisráðherra ríkisins. Samkvæmt Kemp sagði hann af sér til að tryggja traust almennings á niðurstöðum kosninganna og til þess að einbeita sér af embætti ríkisstjóra. Kemp hefur verið harðlega gagnrýndur undanfarna mánuði fyrir að sinna starfi innanríkisráðherra á sama tíma og hann hefur verið í framboði. Því sem innanríkisráðherra Georgíu hefur hann í raun verið yfir kosningunum sem hann sjálfur tók þátt í. Hann hefur sömuleiðis verið sakaður um að beita bellibrögðum til að koma í veg fyrir að þjóðfélagshópar sem þykja líklegri til að kjósa Demókrataflokkinn gætu kosið.Sjá einnig: Sakar Demókrata um tölvuárás eftir að þeir bentu á gallaÞúsundum kjósenda var hent af kjörskrá Georgíu í aðdraganda kosninganna vegna reglubreytinga Kemp. Stacey Abrams, mótframbjóðandi Kemp, er ekki tilbúin til að viðurkenna ósigur og segir að enn eigi eftir að telja fjölmörg utankjörfundaratkvæði. Reglur Georgíu segja til um að ef frambjóðandi nái ekki meira en fimmtíu prósenta fylgi þurfi að halda aðrar kosningar á milli tveggja efstu frambjóðendanna.Samkvæmt AP fréttaveitunni er Kemp með rétt rúmlega fimmtíu prósent.AP segir Kemp halda því fram að einungis eigi eftir að telja um tuttugu þúsund atkvæði og það dugi ekki til. Hann myndi haldast yfir fimmtíu prósentum þó Abrams fengi öllu tuttugu þúsund atkvæðin. „Við unnum kosningarnar. Það er mjög jóst núna. Við ætlum að byrja undirbúning fyrir embættistökuna,“ sagði Kemp við blaðamenn í dag. Á meðan að á kosningunum stóð og í kjölfar þeirra hafa fjöldi ásakana um misferli litið dagsins ljós. Kjósendur þurftu víða að bíða í klukkustundir í röð eftir því að geta kosið, skortur var á kjörvélum og búnaður var bilaður, svo eitthvað sé nefnt. Þá segja eftirlitsaðilar og fólk sem berst fyrir auknum rétti fólks til að kjósa að flestar tilkynningarnar um misferli komi frá samfélögum þar sem minnihlutahópar búa.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Fleiri fréttir Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Sjá meira