Skýrsla FBI virðist engu ætla að breyta Samúel Karl Ólason skrifar 4. október 2018 16:30 Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana á öldungadeildinni, stefnir á að kosið verði um tilnefningu Kavanaugh um helgina. AP/Alex Brandon Demókratar segja skýrslu sem Alríkislögregla Bandaríkjanna gerði um Brett Kavanaugh, sem Donald Trump hefur tilnefnt til Hæstaréttar Bandaríkjanna, vera í raun ókláraða. Repúblikanar segja hana sanna að Kavanaugh hafi ekkert gert af sér. Þrjár konur hafa sakað Kavanaugh um kynferðisárás og alvarlegasta ásökunin kemur án efa frá Christine Blasey Ford, sem sakar Kavanaugh um að hafa reynt að nauðga sér þegar þau voru unglingar. Dianne Feinstein, æðsti Demókratinn í dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings, segir það eftirtektarverðasta við skýrslu FBI vera það sem ekki sé í henni. Svo virðist sem að skýrslan og rannsóknin sé ókláruð. Þá gaf hún í skyn að Hvíta húsið hefði takmarkað rannsóknina til að vernda Kavanaugh. Hún kvartaði yfir því að rannsakendur FBI hefðu hvorki rætt við Kavanaugh sjálfan né Ford. Repúblikanar segja ekkert nýtt koma fram í skýrslunni sem bendi til þess að Kavanaugh hafi brotið á konunum.Þrjú atkvæði skipta máli Það skiptir þó í rauninni ekki miklu máli hvað flestir þingmenn segja um skýrsluna og ljóst er að flestir þeirra hafa þegar ákveðið sig hvort þau muni greiða atkvæði með tilnefningu Kavanaugh. Tveir af þeim þremur þingmönnum Repúblikanaflokksins sem hafa lýst yfir óákveðni með tilnefningu Kavanaugh hafa nú lýst yfir ánægju með skýrsluna. Jeff Flake, þingmaðurinn sem krafðist þess að rannsóknin færi fram, segir ekkert hafa komið fram sem styðji ásakanirnar gegn Kavanaugh. Susan Collins sló á svipaða strengi og þykir því einkar líklegt að meirihluti þingmanna öldungadeildarinnar styðji tilnefningu Kavanaugh.Kosið verður um tilnefninguna á morgun og svo aftur á laugardaginn. Repúblikanar eru með mjög nauman meirihluta, 51-49. Verði jafnt mun Mike Pence, varaforseti, ráða úrslitum, þannig að ef tveir þingmenn veita Kavanaugh ekki atkvæði sitt verður hann ekki tilnefndur. Demókratar hafa kallað eftir því að skýrslan verði opinberuð og enn sem komið er hafa þingmenn ekki geta farið nánar út í deilurnar. Til að lesa skýrsluna hafa þeir þurft að skrá sig niður á sérstakan tíma og hefur þeim verði fylgt inn í sérstakt herbergi til lestursins. Hingað til hafa bakgrunnsskýrslur um tilnefnda aðila verið trúnaðarmál. Repúblikanar segja skýrsluna hreinsa Kavanaugh af ásökununum. Demókratar segja rannsóknina ókláraða og skýrslan er leyndarmál. Svo virðist sem að ekkert muni breytast án þess að hún verði gerð opinber.Snýst ekki bara um meint kynferðisbrot Gagnrýni Demókrata hefur ekki eingöngu snúið að áðurnefndum ásökunum gegn Kavanaugh. Hún hefur einnig snúist að ummælum hans á fundi dómsmálanefndarinnar í síðustu viku.Sjá einnig: Ætlar ekki að láta „þvinga sig“ til að hættaKavanaugh hefur verið sakaður um að segja þingmönnum ósatt um drykkju sína á árum áður og sömuleiðis hefur hafa Demókratar sett út á skapgerð hans. Einn þeirra sem segir Kavanaugh hafa logið að þingmönnum er herbergisfélagi hans í háskóla. Jamie Roche segir dómarann hafa logið „án þess að hika“ og Kavanaugh hafi verið mikill drykkjuhrútur. „Ég umgekkst Brett ekki en þar sem ég deildi svefnherbergi með honum, sá ég hann koma heim og ég sá hann á morgnanna,“ sagði Roche í sjónvarpsviðtali í gær. Roche sagði Kavanaugh oft hafa verið verulega drukkinn og hann hefði oft ælt vegna drykkju.Roche sagði FBI ekki hafa rætt við sig. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump MeToo Tengdar fréttir Bréf dómaraefnisins gefur innsýn í drykkjuskap á námsárunum Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Trump Bandaríkjaforseti, hefur gert lítið úr drykkju sinni á námsárunum. Í bréfi sem hann skrifaði á þeim tími lýsti hann þó vinahóp sínum sem „háværum og óþolandi fyllibyttum“. 2. október 2018 23:33 „Þetta mun hafa afleiðingar 40 ár fram í tímann“ Á sínu fyrsta kjörtímabili gæti Trump tilnefnt allt að 30 prósent allra alríkisdómara í Bandaríkjunum. 24. nóvember 2017 13:30 Trump hæddist að vitnisburði Blasey Ford Blasey Ford kom fyrir dómsmálanefndina í síðustu viku og bar þar vitni vegna ásakana sem hún hefur sett fram á hendur Brett Kavanaugh, sem Trump hefur tilnefnt í Hæstarétt Bandaríkjanna. 3. október 2018 08:09 Bandaríkjaforseti segir „ógnvekjandi“ að vera ungur karl Donald Trump telur að ungir karlmenn eigi undir högg að sækja vegna þess að þeir geti verið sakaðir um kynferðisbrot. 2. október 2018 18:30 Keppast við að skipa dómara fyrir kosningar Repúblikanar keppast nú við að skipa íhaldssama menn í ævistörf alríkisdómara í Bandaríkjunum ef þeir skyldu missa tökin í öldungadeildinni í nóvember. 20. apríl 2018 13:16 Repúblikanar uggandi yfir komandi kosningum Demókratar hafa sótt á frambjóðendur Repúblikana víða um landið og óvinsældir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa færst í aukana. 12. september 2018 11:45 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Fleiri fréttir Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Sjá meira
Demókratar segja skýrslu sem Alríkislögregla Bandaríkjanna gerði um Brett Kavanaugh, sem Donald Trump hefur tilnefnt til Hæstaréttar Bandaríkjanna, vera í raun ókláraða. Repúblikanar segja hana sanna að Kavanaugh hafi ekkert gert af sér. Þrjár konur hafa sakað Kavanaugh um kynferðisárás og alvarlegasta ásökunin kemur án efa frá Christine Blasey Ford, sem sakar Kavanaugh um að hafa reynt að nauðga sér þegar þau voru unglingar. Dianne Feinstein, æðsti Demókratinn í dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings, segir það eftirtektarverðasta við skýrslu FBI vera það sem ekki sé í henni. Svo virðist sem að skýrslan og rannsóknin sé ókláruð. Þá gaf hún í skyn að Hvíta húsið hefði takmarkað rannsóknina til að vernda Kavanaugh. Hún kvartaði yfir því að rannsakendur FBI hefðu hvorki rætt við Kavanaugh sjálfan né Ford. Repúblikanar segja ekkert nýtt koma fram í skýrslunni sem bendi til þess að Kavanaugh hafi brotið á konunum.Þrjú atkvæði skipta máli Það skiptir þó í rauninni ekki miklu máli hvað flestir þingmenn segja um skýrsluna og ljóst er að flestir þeirra hafa þegar ákveðið sig hvort þau muni greiða atkvæði með tilnefningu Kavanaugh. Tveir af þeim þremur þingmönnum Repúblikanaflokksins sem hafa lýst yfir óákveðni með tilnefningu Kavanaugh hafa nú lýst yfir ánægju með skýrsluna. Jeff Flake, þingmaðurinn sem krafðist þess að rannsóknin færi fram, segir ekkert hafa komið fram sem styðji ásakanirnar gegn Kavanaugh. Susan Collins sló á svipaða strengi og þykir því einkar líklegt að meirihluti þingmanna öldungadeildarinnar styðji tilnefningu Kavanaugh.Kosið verður um tilnefninguna á morgun og svo aftur á laugardaginn. Repúblikanar eru með mjög nauman meirihluta, 51-49. Verði jafnt mun Mike Pence, varaforseti, ráða úrslitum, þannig að ef tveir þingmenn veita Kavanaugh ekki atkvæði sitt verður hann ekki tilnefndur. Demókratar hafa kallað eftir því að skýrslan verði opinberuð og enn sem komið er hafa þingmenn ekki geta farið nánar út í deilurnar. Til að lesa skýrsluna hafa þeir þurft að skrá sig niður á sérstakan tíma og hefur þeim verði fylgt inn í sérstakt herbergi til lestursins. Hingað til hafa bakgrunnsskýrslur um tilnefnda aðila verið trúnaðarmál. Repúblikanar segja skýrsluna hreinsa Kavanaugh af ásökununum. Demókratar segja rannsóknina ókláraða og skýrslan er leyndarmál. Svo virðist sem að ekkert muni breytast án þess að hún verði gerð opinber.Snýst ekki bara um meint kynferðisbrot Gagnrýni Demókrata hefur ekki eingöngu snúið að áðurnefndum ásökunum gegn Kavanaugh. Hún hefur einnig snúist að ummælum hans á fundi dómsmálanefndarinnar í síðustu viku.Sjá einnig: Ætlar ekki að láta „þvinga sig“ til að hættaKavanaugh hefur verið sakaður um að segja þingmönnum ósatt um drykkju sína á árum áður og sömuleiðis hefur hafa Demókratar sett út á skapgerð hans. Einn þeirra sem segir Kavanaugh hafa logið að þingmönnum er herbergisfélagi hans í háskóla. Jamie Roche segir dómarann hafa logið „án þess að hika“ og Kavanaugh hafi verið mikill drykkjuhrútur. „Ég umgekkst Brett ekki en þar sem ég deildi svefnherbergi með honum, sá ég hann koma heim og ég sá hann á morgnanna,“ sagði Roche í sjónvarpsviðtali í gær. Roche sagði Kavanaugh oft hafa verið verulega drukkinn og hann hefði oft ælt vegna drykkju.Roche sagði FBI ekki hafa rætt við sig.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump MeToo Tengdar fréttir Bréf dómaraefnisins gefur innsýn í drykkjuskap á námsárunum Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Trump Bandaríkjaforseti, hefur gert lítið úr drykkju sinni á námsárunum. Í bréfi sem hann skrifaði á þeim tími lýsti hann þó vinahóp sínum sem „háværum og óþolandi fyllibyttum“. 2. október 2018 23:33 „Þetta mun hafa afleiðingar 40 ár fram í tímann“ Á sínu fyrsta kjörtímabili gæti Trump tilnefnt allt að 30 prósent allra alríkisdómara í Bandaríkjunum. 24. nóvember 2017 13:30 Trump hæddist að vitnisburði Blasey Ford Blasey Ford kom fyrir dómsmálanefndina í síðustu viku og bar þar vitni vegna ásakana sem hún hefur sett fram á hendur Brett Kavanaugh, sem Trump hefur tilnefnt í Hæstarétt Bandaríkjanna. 3. október 2018 08:09 Bandaríkjaforseti segir „ógnvekjandi“ að vera ungur karl Donald Trump telur að ungir karlmenn eigi undir högg að sækja vegna þess að þeir geti verið sakaðir um kynferðisbrot. 2. október 2018 18:30 Keppast við að skipa dómara fyrir kosningar Repúblikanar keppast nú við að skipa íhaldssama menn í ævistörf alríkisdómara í Bandaríkjunum ef þeir skyldu missa tökin í öldungadeildinni í nóvember. 20. apríl 2018 13:16 Repúblikanar uggandi yfir komandi kosningum Demókratar hafa sótt á frambjóðendur Repúblikana víða um landið og óvinsældir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa færst í aukana. 12. september 2018 11:45 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Fleiri fréttir Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Sjá meira
Bréf dómaraefnisins gefur innsýn í drykkjuskap á námsárunum Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Trump Bandaríkjaforseti, hefur gert lítið úr drykkju sinni á námsárunum. Í bréfi sem hann skrifaði á þeim tími lýsti hann þó vinahóp sínum sem „háværum og óþolandi fyllibyttum“. 2. október 2018 23:33
„Þetta mun hafa afleiðingar 40 ár fram í tímann“ Á sínu fyrsta kjörtímabili gæti Trump tilnefnt allt að 30 prósent allra alríkisdómara í Bandaríkjunum. 24. nóvember 2017 13:30
Trump hæddist að vitnisburði Blasey Ford Blasey Ford kom fyrir dómsmálanefndina í síðustu viku og bar þar vitni vegna ásakana sem hún hefur sett fram á hendur Brett Kavanaugh, sem Trump hefur tilnefnt í Hæstarétt Bandaríkjanna. 3. október 2018 08:09
Bandaríkjaforseti segir „ógnvekjandi“ að vera ungur karl Donald Trump telur að ungir karlmenn eigi undir högg að sækja vegna þess að þeir geti verið sakaðir um kynferðisbrot. 2. október 2018 18:30
Keppast við að skipa dómara fyrir kosningar Repúblikanar keppast nú við að skipa íhaldssama menn í ævistörf alríkisdómara í Bandaríkjunum ef þeir skyldu missa tökin í öldungadeildinni í nóvember. 20. apríl 2018 13:16
Repúblikanar uggandi yfir komandi kosningum Demókratar hafa sótt á frambjóðendur Repúblikana víða um landið og óvinsældir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa færst í aukana. 12. september 2018 11:45