Konur fjarlægjast Repúblikanaflokkinn Samúel Karl Ólason skrifar 9. október 2018 08:29 Konur í Bandaríkjunum eru ekki sáttar við Donald Trump, forseta. Getty/Andrew Harrer Sífellt færri bandarískar konur skilgreina sig sem Repúblikana og fækkunin staðið yfir um nokkuð skeið. Hins vegar virðist sem að hægur straumur hafi orðið að flóði í forsetatíð Donald Trump. Vinsældir Trump meðal kvenna eru í sögulegu lágmarki forseta Bandaríkjanna þar sem 63 prósent kvenna segjast ósáttar með hann, samkvæmt nýlegri könnun.Þetta gæti haft veruleg áhrif á kosningarnar í nóvember. Einungis 30 prósent kvenna segjast sáttar með forsetann og er margt sem spilar þar inn í samkvæmt umfjöllun Politico.Gagnrýnir konur fyrir útlit þeirraTrump hefur sagt og gert margt sem konur eru ósáttar við. Sem dæmi má nefna Access Hollywood myndbandið frá 2005, þar sem Trump stærði sig af því að geta káfað á og kysst konur, án leyfis, í skjóli frægðar sinnar. Minnst 22 konur hafa sakað hann um kynferðisbrot og áreitni og þá hefur hann greitt konum eins og klámleikkonunni Stormy Daniels fyrir að segja ekki frá framhjáhöldum hans. Einnig má benda á að Trump hefur ítrekað gagnrýnt konur fyrir útlit þeirra. Þar má nefna Megyn Kelly, Carly Fiorina, Rosy O‘Donnell og fleiri. Nú síðast gerði hann lítið úr ásökunum Christine Blasey Ford gagnvart Brett Kavanaugh, nýjasta Hæstaréttardómara Bandaríkjanna.Síðan Trump tók við embætti hafa konur í Bandaríkjunum gripið til aðgerða og þá sérstaklega konur sem skilgreina sig sem Demókrata eða óháðar. Aldrei hafa fleiri konur verið í framboði og virkni þeirra í stjórnmálastarfi hefur aukist til muna. Um áraraðir hafa fleiri konur kosið en karlar í Bandaríkjunum. Árið 2016 kusu 9,9 milljónum fleiri konur en karlar. Um 63 prósent þeirra kvenna sem hafa rétt á að kjósa gerðu það, samanborið við 59 prósent karla.Mikill munur á milli kosningaEin nýleg könnun sem Politico vitnar í bendir á að um 58 prósent hvítra háskólamenntaðra kvenna styðji Demókrata í sínu kjördæmi í þingkosningunum í næsta mánuði á móti 36 prósentum sem segjast styðja Repúblikana. Það er munur upp á 22 prósentustig. Árið 2014 var munurinn einungis tvö prósentustig. Blaðamaður Politico ræddi nýverið við nokkrar konur sem hafa gefist upp á Repúblikanaflokknum og áttu viðtölin sér stað áður en dómsálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings tók tilnefningu Brett Kavanaugh fyrir. Allar áttu þær sameiginlegt að vera illa við Trump. Hann væri siðlaus, lyginn og óstöðugur. Hann léti óhæfa kunningja sína fá stöður í ríkisstjórn sinni og hann hafi aukið rasisma og fordóma í samfélaginu. Framkoma hans gagnvart konum spilaði einnig inn í.Líklegt að konurnar snúi afturTrump sjálfur er þó ekki eina ástæðan fyrir því að þessar konur fjarlægðust Repúblikanaflokkinn. Þær segjast einnig reiðar yfir því hve aðrir stjórnmálamenn flokksins hafi lúffað fyrir forsetanum og sýni honum stuðning í einu og öllu. Stjórnmálafræðingurinn Seth Masket, segir að hann telji að ástandið muni ekki endast. Það sé algengt að óvinsælir stjórnmálamenn fæli fólk frá flokkum en það snúi yfirleitt aftur. Demókratar eru hins vegar vongóðir um að Repúblikanar nái ekki að laða konur aftur til sín fyrir forsetakosningarnar 2020. Tölfræðimiðillinn FiveThirtyEight áætlar að enn séu góðar líkur á því að Demókratar nái stjórn á fulltrúadeild þingsins og að Repúblikanar haldi yfirráðum sínum á öldungadeildinni. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Sífellt færri bandarískar konur skilgreina sig sem Repúblikana og fækkunin staðið yfir um nokkuð skeið. Hins vegar virðist sem að hægur straumur hafi orðið að flóði í forsetatíð Donald Trump. Vinsældir Trump meðal kvenna eru í sögulegu lágmarki forseta Bandaríkjanna þar sem 63 prósent kvenna segjast ósáttar með hann, samkvæmt nýlegri könnun.Þetta gæti haft veruleg áhrif á kosningarnar í nóvember. Einungis 30 prósent kvenna segjast sáttar með forsetann og er margt sem spilar þar inn í samkvæmt umfjöllun Politico.Gagnrýnir konur fyrir útlit þeirraTrump hefur sagt og gert margt sem konur eru ósáttar við. Sem dæmi má nefna Access Hollywood myndbandið frá 2005, þar sem Trump stærði sig af því að geta káfað á og kysst konur, án leyfis, í skjóli frægðar sinnar. Minnst 22 konur hafa sakað hann um kynferðisbrot og áreitni og þá hefur hann greitt konum eins og klámleikkonunni Stormy Daniels fyrir að segja ekki frá framhjáhöldum hans. Einnig má benda á að Trump hefur ítrekað gagnrýnt konur fyrir útlit þeirra. Þar má nefna Megyn Kelly, Carly Fiorina, Rosy O‘Donnell og fleiri. Nú síðast gerði hann lítið úr ásökunum Christine Blasey Ford gagnvart Brett Kavanaugh, nýjasta Hæstaréttardómara Bandaríkjanna.Síðan Trump tók við embætti hafa konur í Bandaríkjunum gripið til aðgerða og þá sérstaklega konur sem skilgreina sig sem Demókrata eða óháðar. Aldrei hafa fleiri konur verið í framboði og virkni þeirra í stjórnmálastarfi hefur aukist til muna. Um áraraðir hafa fleiri konur kosið en karlar í Bandaríkjunum. Árið 2016 kusu 9,9 milljónum fleiri konur en karlar. Um 63 prósent þeirra kvenna sem hafa rétt á að kjósa gerðu það, samanborið við 59 prósent karla.Mikill munur á milli kosningaEin nýleg könnun sem Politico vitnar í bendir á að um 58 prósent hvítra háskólamenntaðra kvenna styðji Demókrata í sínu kjördæmi í þingkosningunum í næsta mánuði á móti 36 prósentum sem segjast styðja Repúblikana. Það er munur upp á 22 prósentustig. Árið 2014 var munurinn einungis tvö prósentustig. Blaðamaður Politico ræddi nýverið við nokkrar konur sem hafa gefist upp á Repúblikanaflokknum og áttu viðtölin sér stað áður en dómsálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings tók tilnefningu Brett Kavanaugh fyrir. Allar áttu þær sameiginlegt að vera illa við Trump. Hann væri siðlaus, lyginn og óstöðugur. Hann léti óhæfa kunningja sína fá stöður í ríkisstjórn sinni og hann hafi aukið rasisma og fordóma í samfélaginu. Framkoma hans gagnvart konum spilaði einnig inn í.Líklegt að konurnar snúi afturTrump sjálfur er þó ekki eina ástæðan fyrir því að þessar konur fjarlægðust Repúblikanaflokkinn. Þær segjast einnig reiðar yfir því hve aðrir stjórnmálamenn flokksins hafi lúffað fyrir forsetanum og sýni honum stuðning í einu og öllu. Stjórnmálafræðingurinn Seth Masket, segir að hann telji að ástandið muni ekki endast. Það sé algengt að óvinsælir stjórnmálamenn fæli fólk frá flokkum en það snúi yfirleitt aftur. Demókratar eru hins vegar vongóðir um að Repúblikanar nái ekki að laða konur aftur til sín fyrir forsetakosningarnar 2020. Tölfræðimiðillinn FiveThirtyEight áætlar að enn séu góðar líkur á því að Demókratar nái stjórn á fulltrúadeild þingsins og að Repúblikanar haldi yfirráðum sínum á öldungadeildinni.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira