Sparnaðarráð Ólöf Skaftadóttir skrifar 26. september 2018 08:00 Nú liggur fyrir þinginu í annað sinn tillaga þingflokks Samfylkingarinnar um að einn sálfræðingur í það minnsta starfi í hverju fangelsi á Íslandi. Eins og sakir standa starfa þrír sálfræðingar hjá Fangelsismálastofnun, meðan fangar, skjólstæðingar stofnunarinnar, eru um 600. Einn sálfræðingur hefur fasta starfsstöð á Litla-Hrauni, hinir dreifa kröftum sínum um kerfið. Sinna þarf öðrum fangelsum og föngum sem afplána utan múranna – eru í rafrænu eftirliti, á áfangaheimilum, í samfélagsþjónustu, á biðlistum og þar fram eftir götunum. Fangelsismálastjóri hefur í viðtölum látið hafa eftir sér að það blasi við öllum þeim sem þekkja til í fangelsunum að flestir, ef ekki allir, sem sitja í fangelsi glími við einhvers konar fíknivanda. „Að sama skapi blasir það við okkur að það þarf að hjálpa öllu því fólki sem glímir við slíkan vanda. Menn eru að fremja langflesta glæpi undir áhrifum fíkniefna og ef fólki er hjálpað að takast á við slíkt, þá getum við fækkað afbrotum og þar af leiðandi endurkomum inn í fangelsin. Í mínum huga er þetta svo einfalt, að minnsta kosti hjá stórum hluta minna skjólstæðinga,“ sagði fangelsismálastjórinn. Fyrir liggur að fangar glíma oftar en ekki við áföll sem mikilvægt er að vinna úr, hvort sem þau tengjast uppvexti, neyslu, fangelsisvistinni sjálfri eða öðru. Sú sjálfsagða krafa að föngum sé tryggð heilbrigðisþjónusta, þar með talin aðstoð sálfræðinga, er ekki einungis spurning um mannúð og virðingu, heldur hefur margsinnis verið sýnt fram á að þannig má spara ríkinu háar fjárhæðir. Nærri helmingur fanga sem eru í afplánun í íslenskum fangelsum hefur áður mátt dúsa í fangelsi – er að koma í annað, þriðja eða fjórða sinn. Beinn kostnaður ríkissjóðs við hvern fanga er á bilinu níu til tíu milljónir á ári. Fagfólk kann aðferðir sem stuðla að því að fólk haldi sig á beinu brautinni. Þannig má afstýra mikilli óhamingju fanganna sjálfra og allra sem þeim tengjast – barna og fullorðinna. Frelsissvipting er afar íþyngjandi hverjum þeim sem fyrir henni verður. Að sama skapi fylgir mikil ábyrgð því opinbera valdi að svipta einstakling frelsi sínu. Stjórnvöld þurfa að gangast við þeirri ábyrgð og markmiðið hlýtur að vera að fá út úr fangelsi betra fólk en fór þangað inn. Raunveruleg betrun á sér oft stað ef einstaklingi eru færð tæki og tól til þess að takast á við lífið. Fólk getur öðlast trú á lífið og tilveruna og orðið virkir samfélagsþegnar. Fangavistin verður að hafa innihald en ekki vera skammarkrókur fyrir niðurlægt fólk sem við vitum ekkert hvernig við eigum að koma fram við. Fangar þurfa að fá tækifæri til að breyta lífssýn sinni – koma með eitthvað í farteskinu út í samfélagið að nýju. Tillaga Samfylkingarinnar er sparnaðarráð sem dregur úr óhamingju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir þinginu í annað sinn tillaga þingflokks Samfylkingarinnar um að einn sálfræðingur í það minnsta starfi í hverju fangelsi á Íslandi. Eins og sakir standa starfa þrír sálfræðingar hjá Fangelsismálastofnun, meðan fangar, skjólstæðingar stofnunarinnar, eru um 600. Einn sálfræðingur hefur fasta starfsstöð á Litla-Hrauni, hinir dreifa kröftum sínum um kerfið. Sinna þarf öðrum fangelsum og föngum sem afplána utan múranna – eru í rafrænu eftirliti, á áfangaheimilum, í samfélagsþjónustu, á biðlistum og þar fram eftir götunum. Fangelsismálastjóri hefur í viðtölum látið hafa eftir sér að það blasi við öllum þeim sem þekkja til í fangelsunum að flestir, ef ekki allir, sem sitja í fangelsi glími við einhvers konar fíknivanda. „Að sama skapi blasir það við okkur að það þarf að hjálpa öllu því fólki sem glímir við slíkan vanda. Menn eru að fremja langflesta glæpi undir áhrifum fíkniefna og ef fólki er hjálpað að takast á við slíkt, þá getum við fækkað afbrotum og þar af leiðandi endurkomum inn í fangelsin. Í mínum huga er þetta svo einfalt, að minnsta kosti hjá stórum hluta minna skjólstæðinga,“ sagði fangelsismálastjórinn. Fyrir liggur að fangar glíma oftar en ekki við áföll sem mikilvægt er að vinna úr, hvort sem þau tengjast uppvexti, neyslu, fangelsisvistinni sjálfri eða öðru. Sú sjálfsagða krafa að föngum sé tryggð heilbrigðisþjónusta, þar með talin aðstoð sálfræðinga, er ekki einungis spurning um mannúð og virðingu, heldur hefur margsinnis verið sýnt fram á að þannig má spara ríkinu háar fjárhæðir. Nærri helmingur fanga sem eru í afplánun í íslenskum fangelsum hefur áður mátt dúsa í fangelsi – er að koma í annað, þriðja eða fjórða sinn. Beinn kostnaður ríkissjóðs við hvern fanga er á bilinu níu til tíu milljónir á ári. Fagfólk kann aðferðir sem stuðla að því að fólk haldi sig á beinu brautinni. Þannig má afstýra mikilli óhamingju fanganna sjálfra og allra sem þeim tengjast – barna og fullorðinna. Frelsissvipting er afar íþyngjandi hverjum þeim sem fyrir henni verður. Að sama skapi fylgir mikil ábyrgð því opinbera valdi að svipta einstakling frelsi sínu. Stjórnvöld þurfa að gangast við þeirri ábyrgð og markmiðið hlýtur að vera að fá út úr fangelsi betra fólk en fór þangað inn. Raunveruleg betrun á sér oft stað ef einstaklingi eru færð tæki og tól til þess að takast á við lífið. Fólk getur öðlast trú á lífið og tilveruna og orðið virkir samfélagsþegnar. Fangavistin verður að hafa innihald en ekki vera skammarkrókur fyrir niðurlægt fólk sem við vitum ekkert hvernig við eigum að koma fram við. Fangar þurfa að fá tækifæri til að breyta lífssýn sinni – koma með eitthvað í farteskinu út í samfélagið að nýju. Tillaga Samfylkingarinnar er sparnaðarráð sem dregur úr óhamingju.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun