Segir Kínverja ætla að vasast í kosningunum Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. september 2018 15:28 Donald Trump ávarpaði Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna þegar hann minntist á meint afskipti Kínverja. Kína er eitt af ríkjum Öryggisráðsins. Vísir/getty Kínverk stjórnvöld eru að reyna að hafa áhrif á komandi þingkosningar í Bandaríkjunum að sögn Donalds Trump, Bandaríkjaforseta. Þetta kom fram í máli hans á fundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag. Kína er eitt af fimm fastaríkjum Öryggisráðsins. „Þau [kínversk stjórnvöld] vilja ekki að ég eða við sigrum því að ég er fyrsti forseti frá upphafi sem býð þeim birginn í efnahagsmálum,“ er haft eftir Trump á vef breska ríkisútvarpsins.„Við erum að sigra þau í viðskiptum, við erum að sigra þau á öllum sviðum,“ bætti hann við, án þess þó að leggja fram sannanir máli sínu til stuðnings. Þingkosningar fara fram í Bandaríkjunum þann 6. nóvember næstkomandi en eins og Vísir hefur greint frá bendir margt til þess að demókratar nái að styrkja stöðu sína á kostnað flokks forsetans, Repúblikanaflokksins. Í samtali við fjölmiðla í ágúst sagði helsti þjóðaröryggisráðgjafi Trump, John Bolton, að Rússar, Norður-Kóreumenn, Íranar og Kínverjar væru allir líklegir til þess að vasast í komandi kosningum. Búið væri að grípa til aðgerða til þess að koma í veg fyrir að hugsanleg íhlutun þeirra hafi áhrif á úrslit kosninganna. Bandaríkin Donald Trump Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Beita kínverska herinn refsiaðgerðum fyrir að kaupa frá Rússum Ríkisstjórn Donald Trump, hefur beitt kínverska herinn refsiaðgerðum fyrir að kaupa orrustuþotur og eldflaugar frá Rússlandi. 21. september 2018 11:42 Varar Íran við „helvíti“ af hendi Bandaríkjanna Bolton tjáði sig í kjölfar ræðu Donalds Trumps Bandaríkjaforseta á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær. 26. september 2018 11:12 Hlegið að grobbi Trump hjá Sameinuðu þjóðunum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, var tiltölulega nýbyrjaður á ræðu sinni á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag þegar aðrir þjóðarleiðtogar hlóu að honum. 25. september 2018 17:57 Mest lesið Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Enn vesen í Vesturbæjarlaug Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Sjá meira
Kínverk stjórnvöld eru að reyna að hafa áhrif á komandi þingkosningar í Bandaríkjunum að sögn Donalds Trump, Bandaríkjaforseta. Þetta kom fram í máli hans á fundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag. Kína er eitt af fimm fastaríkjum Öryggisráðsins. „Þau [kínversk stjórnvöld] vilja ekki að ég eða við sigrum því að ég er fyrsti forseti frá upphafi sem býð þeim birginn í efnahagsmálum,“ er haft eftir Trump á vef breska ríkisútvarpsins.„Við erum að sigra þau í viðskiptum, við erum að sigra þau á öllum sviðum,“ bætti hann við, án þess þó að leggja fram sannanir máli sínu til stuðnings. Þingkosningar fara fram í Bandaríkjunum þann 6. nóvember næstkomandi en eins og Vísir hefur greint frá bendir margt til þess að demókratar nái að styrkja stöðu sína á kostnað flokks forsetans, Repúblikanaflokksins. Í samtali við fjölmiðla í ágúst sagði helsti þjóðaröryggisráðgjafi Trump, John Bolton, að Rússar, Norður-Kóreumenn, Íranar og Kínverjar væru allir líklegir til þess að vasast í komandi kosningum. Búið væri að grípa til aðgerða til þess að koma í veg fyrir að hugsanleg íhlutun þeirra hafi áhrif á úrslit kosninganna.
Bandaríkin Donald Trump Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Beita kínverska herinn refsiaðgerðum fyrir að kaupa frá Rússum Ríkisstjórn Donald Trump, hefur beitt kínverska herinn refsiaðgerðum fyrir að kaupa orrustuþotur og eldflaugar frá Rússlandi. 21. september 2018 11:42 Varar Íran við „helvíti“ af hendi Bandaríkjanna Bolton tjáði sig í kjölfar ræðu Donalds Trumps Bandaríkjaforseta á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær. 26. september 2018 11:12 Hlegið að grobbi Trump hjá Sameinuðu þjóðunum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, var tiltölulega nýbyrjaður á ræðu sinni á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag þegar aðrir þjóðarleiðtogar hlóu að honum. 25. september 2018 17:57 Mest lesið Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Enn vesen í Vesturbæjarlaug Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Sjá meira
Beita kínverska herinn refsiaðgerðum fyrir að kaupa frá Rússum Ríkisstjórn Donald Trump, hefur beitt kínverska herinn refsiaðgerðum fyrir að kaupa orrustuþotur og eldflaugar frá Rússlandi. 21. september 2018 11:42
Varar Íran við „helvíti“ af hendi Bandaríkjanna Bolton tjáði sig í kjölfar ræðu Donalds Trumps Bandaríkjaforseta á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær. 26. september 2018 11:12
Hlegið að grobbi Trump hjá Sameinuðu þjóðunum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, var tiltölulega nýbyrjaður á ræðu sinni á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag þegar aðrir þjóðarleiðtogar hlóu að honum. 25. september 2018 17:57