Notaði kosningasjóði sem eigin sparibauka Samúel Karl Ólason skrifar 22. ágúst 2018 10:25 Duncan Hunter að ræða við blaðamenn. Vísir/GETTY Þingmaðurinn Duncan Hunter, einn af fyrstu stuðningsmönnum Donald Trump, forseta, á þingi, var ákærður ásamt eiginkonu sinni í Kaliforníu í gær og þá meðal annars fyrir að misnota kosningasjóði sína. Hann notaði sjóðina til að greiða um 250 þúsund dali fyrir ferðalög, tannlækningar, skóla fyrir börn sín, tölvuleiki, flugmiða fyrir kanínu og ýmislegt annað. Þegar í ljós kom að framboðið hefði eytt rúmlega 1.300 dölum í tölvuleiki vakti það athygli rannsakenda og fjölmiðla í Kaliforníu. Annar stuðningsmaður Trump innan þingsins, Chris Collins, var ákærður fyrir svik fyrr í mánuðinum. Í ákærunni gegn Hunter hjónunum kemur fram að þau hafi átt í verulegum fjárhagsvandræðum og lifað um efni fram. Þau hafi vísvitandi merkt rangt við ýmis útgjöld þeirra svo þau gætu borgað úr kosningasjóðunum.Föt merkt sem kúlur fyrir hermenn Tannlæknavinna var merkt í bókhaldinu sem fjárútlát til góðgerðarsamtakanna „Smiles for Life“. Miðar fyrir fjölskylduna á Riverdance voru merktir sem fjáröflun fyrir menningarmál. Kostnaður við föt sem keypt voru á golfvelli var merktur sem: „Golfkúlur fyrir særða hermenn“. Þá voru miðar í sjávardýragarðinn Seaworld merktir sem „fræðsluferð“ og svo mætti lengi telja.Framboð Hunter sendi frá sér tilkynningu í gærkvöldi þar sem því var haldið fram að verið væri að refsa honum fyrir stuðninginn við Donald Trump. Þetta væri í rauninni samsæri gegn forsetanum og sér. Þar var því haldið fram að saksóknarar málsins hefðu sótt fjáröflun fyrir Hillary Clinton í ágúst 2015 og þeir hefðu átt að segja sig frá málinu. Hunter ætlar ekki að draga framboð sitt til baka fyrir kosningarnar í nóvember.Enginn hafinn yfir lögin Saksóknarinnar Adam Braverman sagði hins vegar í gær að ákærurnar sýndu að Hunter og eiginkona hans hefðu notað kosningasjóði sem eigin sparibauka og falsað gögn til að reyna að sleppa við refsingu. „Kosnir fulltrúar ættu að verja traust almennings og ekki misnota stöður þeirra í eigin hag. Ákærur dagsins eru áminning á að enginn er hafinn yfir lögin,“ sagði Braverman. Rannsóknin gagnvart Hunter hefur staðið yfir í nærri því tvö ár. Eftir umfjöllun fjölmiðla hét hann því að fá endurskoðendur til að fara yfir kosningasjóði sína og endurgreiddi sjóðunum um 62 þúsund dali fyrir tannlækningar, ferðalög til Ítalíu og Disneylands. Frá því að umfjöllunin hófst hafa hjónin selt hús sitt og flutt inn til foreldra Hunter. Hunter hefur setið á þingi í fimm kjörtímabil en faðir hans, Duncan Hunter eldri, sat áður í sama þingsæti. Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, þar sem Hunter situr, hefur vikið Hunter úr þingnefndum á meðan réttarhöld standa yfir. Bandaríkin Bandarísku þingkosningarnar Donald Trump Tengdar fréttir Michael Cohen bendlar Trump við fjármálamisferli Í dómsal svaraði hann fyrir ákæruatriðin og samdi um lyktir málsins en Cohen segist hafa farið að fyrirskipunum umbjóðanda síns sem þá hafi verið frambjóðandi til forseta Bandaríkjanna. 21. ágúst 2018 21:30 Manafort fundinn sekur um átta ákæruliði Paul Manafort, fyrrum kosningastjóri Donald Trump, hefur verið fundinn sekur um átta ákæruliði af þeim átján sem hann var ákærður fyrir. 21. ágúst 2018 21:20 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Sjá meira
Þingmaðurinn Duncan Hunter, einn af fyrstu stuðningsmönnum Donald Trump, forseta, á þingi, var ákærður ásamt eiginkonu sinni í Kaliforníu í gær og þá meðal annars fyrir að misnota kosningasjóði sína. Hann notaði sjóðina til að greiða um 250 þúsund dali fyrir ferðalög, tannlækningar, skóla fyrir börn sín, tölvuleiki, flugmiða fyrir kanínu og ýmislegt annað. Þegar í ljós kom að framboðið hefði eytt rúmlega 1.300 dölum í tölvuleiki vakti það athygli rannsakenda og fjölmiðla í Kaliforníu. Annar stuðningsmaður Trump innan þingsins, Chris Collins, var ákærður fyrir svik fyrr í mánuðinum. Í ákærunni gegn Hunter hjónunum kemur fram að þau hafi átt í verulegum fjárhagsvandræðum og lifað um efni fram. Þau hafi vísvitandi merkt rangt við ýmis útgjöld þeirra svo þau gætu borgað úr kosningasjóðunum.Föt merkt sem kúlur fyrir hermenn Tannlæknavinna var merkt í bókhaldinu sem fjárútlát til góðgerðarsamtakanna „Smiles for Life“. Miðar fyrir fjölskylduna á Riverdance voru merktir sem fjáröflun fyrir menningarmál. Kostnaður við föt sem keypt voru á golfvelli var merktur sem: „Golfkúlur fyrir særða hermenn“. Þá voru miðar í sjávardýragarðinn Seaworld merktir sem „fræðsluferð“ og svo mætti lengi telja.Framboð Hunter sendi frá sér tilkynningu í gærkvöldi þar sem því var haldið fram að verið væri að refsa honum fyrir stuðninginn við Donald Trump. Þetta væri í rauninni samsæri gegn forsetanum og sér. Þar var því haldið fram að saksóknarar málsins hefðu sótt fjáröflun fyrir Hillary Clinton í ágúst 2015 og þeir hefðu átt að segja sig frá málinu. Hunter ætlar ekki að draga framboð sitt til baka fyrir kosningarnar í nóvember.Enginn hafinn yfir lögin Saksóknarinnar Adam Braverman sagði hins vegar í gær að ákærurnar sýndu að Hunter og eiginkona hans hefðu notað kosningasjóði sem eigin sparibauka og falsað gögn til að reyna að sleppa við refsingu. „Kosnir fulltrúar ættu að verja traust almennings og ekki misnota stöður þeirra í eigin hag. Ákærur dagsins eru áminning á að enginn er hafinn yfir lögin,“ sagði Braverman. Rannsóknin gagnvart Hunter hefur staðið yfir í nærri því tvö ár. Eftir umfjöllun fjölmiðla hét hann því að fá endurskoðendur til að fara yfir kosningasjóði sína og endurgreiddi sjóðunum um 62 þúsund dali fyrir tannlækningar, ferðalög til Ítalíu og Disneylands. Frá því að umfjöllunin hófst hafa hjónin selt hús sitt og flutt inn til foreldra Hunter. Hunter hefur setið á þingi í fimm kjörtímabil en faðir hans, Duncan Hunter eldri, sat áður í sama þingsæti. Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, þar sem Hunter situr, hefur vikið Hunter úr þingnefndum á meðan réttarhöld standa yfir.
Bandaríkin Bandarísku þingkosningarnar Donald Trump Tengdar fréttir Michael Cohen bendlar Trump við fjármálamisferli Í dómsal svaraði hann fyrir ákæruatriðin og samdi um lyktir málsins en Cohen segist hafa farið að fyrirskipunum umbjóðanda síns sem þá hafi verið frambjóðandi til forseta Bandaríkjanna. 21. ágúst 2018 21:30 Manafort fundinn sekur um átta ákæruliði Paul Manafort, fyrrum kosningastjóri Donald Trump, hefur verið fundinn sekur um átta ákæruliði af þeim átján sem hann var ákærður fyrir. 21. ágúst 2018 21:20 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Sjá meira
Michael Cohen bendlar Trump við fjármálamisferli Í dómsal svaraði hann fyrir ákæruatriðin og samdi um lyktir málsins en Cohen segist hafa farið að fyrirskipunum umbjóðanda síns sem þá hafi verið frambjóðandi til forseta Bandaríkjanna. 21. ágúst 2018 21:30
Manafort fundinn sekur um átta ákæruliði Paul Manafort, fyrrum kosningastjóri Donald Trump, hefur verið fundinn sekur um átta ákæruliði af þeim átján sem hann var ákærður fyrir. 21. ágúst 2018 21:20