Rússar vilja Butina lausa Samúel Karl Ólason skrifar 21. júlí 2018 18:00 Maria Butina. Vísir/AP Sergei Lavron, utanríkisráðherra Rússlands, krafðist þess við Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að Mariu Butina yrði sleppt úr haldi í Bandaríkjunum. Lavrov sagði ásakanirnar gegn henni vera tilbúning og það væri óásættanlegt að hún væri í haldi. Hún hefur verið handtekin fyrir njósnir í Bandaríkjunum og að vera útsendari rússneska ríkisins. Maria Butina, einnig Mariia, var handtekin á sunnudaginn og á miðvikudaginn úrskurðaði dómari að hún skyldi sitja í fangelsi þar til réttað yrði yfir henni. Þá sögðu saksóknarar að hún tengdist leyniþjónustum Rússlands og hún gæti flúið úr landi. Saksóknarar segja hana hafa reynt að lauma sér inni í stjórnmálafylkingar, þar á meðal Hagsmunasamtök bandarískra byssueigenda, NRA, fyrir og eftir forsetakosningarnar 2016. Þá er Butina sögð hafa reynt að opna hulda samskiptaleið á milli Bandaríkjanna og rússneskra embættismanna. Butina er sögð hafa unnið á vegum embættismannsins og auðjöfursins Alexander Torshin, sem er fyrrverandi þingmaður og starfar nú sem einn af æðstu mönnum Seðlabanka Rússlands og er sagður tengjast leyniþjónustum landsins sem og skipulagðri glæpastarfsemi, auk þess að vera náinn bandamaður Vladimir Pútín, forseta Rússlands. Í ákærunni gegn henni er vísað til ýmissa samskipta Butina og Torshin þar sem hún meðal annars sagðist tilbúin til að taka við frekari skipunum og Torshin sagðist ekki vilja ræða við hana í síma af ótta við að símtalið yrði hlerað. Þá voru þau að velta vöngum yfir því hver yrði utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Þau ræddu einnig saman um að bandarískir fjölmiðlar mættu ekki komast á snoðir um aðgerðir þeirra.Sjá einnig: Rússnesk kona handtekin fyrir að ganga erinda Rússa í BandaríkjunumButina hefur neitað sök. Rannsakendur Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, hafa á undanförnum misserum unnið að því að kanna hvort yfirvöld Rússlands hafi notað NRA og önnur samtök íhaldsmanna til að veita fjármunum til framboðs Donald Trump. Slíkt er ólöglegt í Bandaríkjunum. NRA varði um 30 milljónum dala til stuðnings Trump í aðdraganda kosninganna, sem er þrefalt það sem samtökin vörðu til stuðnings framboðs Mitt Romney árið 2012. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Erlent Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Fleiri fréttir Setja minnst 70 billjónir í uppbyggingu gervigreindarinnviða Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira
Sergei Lavron, utanríkisráðherra Rússlands, krafðist þess við Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að Mariu Butina yrði sleppt úr haldi í Bandaríkjunum. Lavrov sagði ásakanirnar gegn henni vera tilbúning og það væri óásættanlegt að hún væri í haldi. Hún hefur verið handtekin fyrir njósnir í Bandaríkjunum og að vera útsendari rússneska ríkisins. Maria Butina, einnig Mariia, var handtekin á sunnudaginn og á miðvikudaginn úrskurðaði dómari að hún skyldi sitja í fangelsi þar til réttað yrði yfir henni. Þá sögðu saksóknarar að hún tengdist leyniþjónustum Rússlands og hún gæti flúið úr landi. Saksóknarar segja hana hafa reynt að lauma sér inni í stjórnmálafylkingar, þar á meðal Hagsmunasamtök bandarískra byssueigenda, NRA, fyrir og eftir forsetakosningarnar 2016. Þá er Butina sögð hafa reynt að opna hulda samskiptaleið á milli Bandaríkjanna og rússneskra embættismanna. Butina er sögð hafa unnið á vegum embættismannsins og auðjöfursins Alexander Torshin, sem er fyrrverandi þingmaður og starfar nú sem einn af æðstu mönnum Seðlabanka Rússlands og er sagður tengjast leyniþjónustum landsins sem og skipulagðri glæpastarfsemi, auk þess að vera náinn bandamaður Vladimir Pútín, forseta Rússlands. Í ákærunni gegn henni er vísað til ýmissa samskipta Butina og Torshin þar sem hún meðal annars sagðist tilbúin til að taka við frekari skipunum og Torshin sagðist ekki vilja ræða við hana í síma af ótta við að símtalið yrði hlerað. Þá voru þau að velta vöngum yfir því hver yrði utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Þau ræddu einnig saman um að bandarískir fjölmiðlar mættu ekki komast á snoðir um aðgerðir þeirra.Sjá einnig: Rússnesk kona handtekin fyrir að ganga erinda Rússa í BandaríkjunumButina hefur neitað sök. Rannsakendur Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, hafa á undanförnum misserum unnið að því að kanna hvort yfirvöld Rússlands hafi notað NRA og önnur samtök íhaldsmanna til að veita fjármunum til framboðs Donald Trump. Slíkt er ólöglegt í Bandaríkjunum. NRA varði um 30 milljónum dala til stuðnings Trump í aðdraganda kosninganna, sem er þrefalt það sem samtökin vörðu til stuðnings framboðs Mitt Romney árið 2012.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Erlent Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Fleiri fréttir Setja minnst 70 billjónir í uppbyggingu gervigreindarinnviða Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira