Ryan telur Trump vera að „trolla“ Samúel Karl Ólason skrifar 24. júlí 2018 15:42 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna og „tröll“, samkvæmt Paul Ryan. Vísir/AP Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og einn af leiðtogum Repúblikanaflokksins, segist viss um að Donald Trump, forseti, sé að „trolla“ með því að hóta að afturkalla öryggisheimildir gagnrýnenda sinna. Sarah Huckabee Sanders, upplýsingafulltrúi Trump, sagði frá því í gær að forsetinn væri að íhuga að afturkalla öryggisheimildir sex aðila sem hafa verið gagnrýnir á Trump. Sakaði hún þá um að græða á heimildum sínum, án þess þó að færa fyrir því nokkur dæmi. Aðilarnir sem um ræðir eru John Brennan, fyrrverandi yfirmaður CIA sem er reglulegur gestur NBC News, James Comey, fyrrverandi yfirmaður FBI, Michael V. Hayden, fyrrverandi yfirmaður CIA, Susan E. Rice, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Barack Obama, James R. Clapper, fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustumála Bandaríkjanna, og Andrew McCabe, fyrrverandi aðstoðar-yfirmaður FBI. Bent hefur verið á að hvorki Comey né McCabe eru lengur með öryggisheimildir eftir að þeim var vikið úr starfi. Aðilarnir sem um ræðir og eiga á hættu að missa öryggisheimildir sínar eru því í rauninni bara fjórir. „Ég held að hann sé að trolla fólk,“ sagði Ryan við blaðamenn í dag. Hægt er að skilgreina það að „trolla“, sem mögulega getur kallast að „leppalúðast“, sem að kasta frá sér staðhæfilausum og umdeildum skoðunum og yfirlýsingum, að vera dónalegur eða kvikindislegur með því markmiði að leiða til rifrildis og leiðinda.Fleiri virðast þó á þeirri skoðun að Trump sé að reyna að kæfa gagnrýni gagnvart sér. Þegar æðstu embættismenn á borð við þá sem hér hafa verið nefndir láta af störfum er þeim venjulega veitt áfram öryggisheimild, einkum til þess að eftirmenn þeirra í embætti geti ráðfært sig við þá um ýmis málefni tengdum starfinu. Trump væri því að feta afar ótroðnar slóðir, láti hann verða af því að afturkalla öryggisheimildirnar.Sjá einnig: Trump íhugar að afturkalla öryggisheimildir háttsettra gagnrýnenda sinnaTrump hefur ítrekað sakað aðilana sex um að leka upplýsingum til fjölmiðla og skapa eigin staðreyndir til að grafa undan embætti Trump. Þá hefur hann einnig sakað þá um að græða á aðgangi sínum þar sem nokkrir þeirra hafa skrifað bækur um störf sín. Stjórnmála-, og embættismenn eru meðal þeirra sem hafa gagnrýnt hugmynd forsetans og er hann sakaður um að reyna að refsa fólki fyrir stjórnmálaumræðu. Sérfræðingar sem Washington Post ræddi við segja að líklegast geti Trump staðið við hótanir sínar, lagalega séð. Hins vegar hafi það aldrei verið gert. Þó sé mögulegt að fyrsta ákvæði stjórnarskrár Bandaríkjanna, sem snýr að málfrelsi, verndi aðilana fjóra..@SpeakerRyan dismisses Trump calling for security clearances to be stripped from his political opponents: "I think he's just trolling people." pic.twitter.com/vwrOqoox6O— Aaron Rupar (@atrupar) July 24, 2018 Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Sjá meira
Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og einn af leiðtogum Repúblikanaflokksins, segist viss um að Donald Trump, forseti, sé að „trolla“ með því að hóta að afturkalla öryggisheimildir gagnrýnenda sinna. Sarah Huckabee Sanders, upplýsingafulltrúi Trump, sagði frá því í gær að forsetinn væri að íhuga að afturkalla öryggisheimildir sex aðila sem hafa verið gagnrýnir á Trump. Sakaði hún þá um að græða á heimildum sínum, án þess þó að færa fyrir því nokkur dæmi. Aðilarnir sem um ræðir eru John Brennan, fyrrverandi yfirmaður CIA sem er reglulegur gestur NBC News, James Comey, fyrrverandi yfirmaður FBI, Michael V. Hayden, fyrrverandi yfirmaður CIA, Susan E. Rice, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Barack Obama, James R. Clapper, fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustumála Bandaríkjanna, og Andrew McCabe, fyrrverandi aðstoðar-yfirmaður FBI. Bent hefur verið á að hvorki Comey né McCabe eru lengur með öryggisheimildir eftir að þeim var vikið úr starfi. Aðilarnir sem um ræðir og eiga á hættu að missa öryggisheimildir sínar eru því í rauninni bara fjórir. „Ég held að hann sé að trolla fólk,“ sagði Ryan við blaðamenn í dag. Hægt er að skilgreina það að „trolla“, sem mögulega getur kallast að „leppalúðast“, sem að kasta frá sér staðhæfilausum og umdeildum skoðunum og yfirlýsingum, að vera dónalegur eða kvikindislegur með því markmiði að leiða til rifrildis og leiðinda.Fleiri virðast þó á þeirri skoðun að Trump sé að reyna að kæfa gagnrýni gagnvart sér. Þegar æðstu embættismenn á borð við þá sem hér hafa verið nefndir láta af störfum er þeim venjulega veitt áfram öryggisheimild, einkum til þess að eftirmenn þeirra í embætti geti ráðfært sig við þá um ýmis málefni tengdum starfinu. Trump væri því að feta afar ótroðnar slóðir, láti hann verða af því að afturkalla öryggisheimildirnar.Sjá einnig: Trump íhugar að afturkalla öryggisheimildir háttsettra gagnrýnenda sinnaTrump hefur ítrekað sakað aðilana sex um að leka upplýsingum til fjölmiðla og skapa eigin staðreyndir til að grafa undan embætti Trump. Þá hefur hann einnig sakað þá um að græða á aðgangi sínum þar sem nokkrir þeirra hafa skrifað bækur um störf sín. Stjórnmála-, og embættismenn eru meðal þeirra sem hafa gagnrýnt hugmynd forsetans og er hann sakaður um að reyna að refsa fólki fyrir stjórnmálaumræðu. Sérfræðingar sem Washington Post ræddi við segja að líklegast geti Trump staðið við hótanir sínar, lagalega séð. Hins vegar hafi það aldrei verið gert. Þó sé mögulegt að fyrsta ákvæði stjórnarskrár Bandaríkjanna, sem snýr að málfrelsi, verndi aðilana fjóra..@SpeakerRyan dismisses Trump calling for security clearances to be stripped from his political opponents: "I think he's just trolling people." pic.twitter.com/vwrOqoox6O— Aaron Rupar (@atrupar) July 24, 2018
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Sjá meira