Ætla að gefa bændum tólf milljarða Samúel Karl Ólason skrifar 25. júlí 2018 13:52 Í gær hélt Trump ræðu í Missouri þar sem hann biðlaði til bænda og bað þá um að sýna þolinmæði. Vísir/AP Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, tilkynnti í gærkvöldi að til stæði að setja upp tólf milljarða dala neyðarsjóð til aðstoðar bænda sem komið hafa illa út úr viðskiptadeilum Bandaríkjanna og annarra ríkja eins og Kína og Mexíkó. Þá sakar Trump Kína um að herja á bandaríska bændur með því markmiði að beita Trump þrýstingi. Verulega hefur dregið úr útflutningi landbúnaðarafurða frá Bandaríkjunum eftir að ríki settu tolla á slíkar vörur í kjölfar tolla Trump á stál og ál. Forsetinn gagnrýndi einnig þá þingmenn sem hafa hvatt hann til að láta af umræddum tollum og stilla til friðar í viðskiptadeilum Bandaríkjanna. Hann sagði þá „auma“ og segir að þeir geri samningaviðræður erfiðar. Starfsmenn Hvíta hússins segjast vonast til þess að greiðslur berist til bænda í september og á sama tíma vonast þeir til þess að hagsmunasamtök bænda og þingmenn innan Repúblikanaflokksins láti af gagnrýni sinni á tollanna. Þeir segja tollana koma verulega niður á bændum og á flokknum í aðdraganda þingkosninga í nóvember.Í gær hélt Trump ræðu í Missouri þar sem hann biðlaði til bænda og bað þá um að sýna þolinmæði. Hann sagði að á endanum yrðu bændur þeir sem myndu græða mest á stefnumálum hans. Repúblikanar hafa þó einnig gagnrýnt stofnun neyðarsjóðsins og segja Trump eiga frekar að hjálpa bændum með því að opna á nýja markaði erlendis í stað þess að ríkið þurfi að greiða þeim. Þingmaðurinn Rand Paul sagði að ef tollarnir væru að koma niður á tekjum bænda væri rétta leiðin ekki að bjóða þeim ölmusu. Rétt væri að fella tollana niður. Every time I see a weak politician asking to stop Trade talks or the use of Tariffs to counter unfair Tariffs, I wonder, what can they be thinking? Are we just going to continue and let our farmers and country get ripped off? Lost $817 Billion on Trade last year. No weakness!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 25, 2018 When you have people snipping at your heels during a negotiation, it will only take longer to make a deal, and the deal will never be as good as it could have been with unity. Negotiations are going really well, be cool. The end result will be worth it!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 25, 2018 China is targeting our farmers, who they know I love & respect, as a way of getting me to continue allowing them to take advantage of the U.S. They are being vicious in what will be their failed attempt. We were being nice - until now! China made $517 Billion on us last year.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 25, 2018 Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Sjá meira
Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, tilkynnti í gærkvöldi að til stæði að setja upp tólf milljarða dala neyðarsjóð til aðstoðar bænda sem komið hafa illa út úr viðskiptadeilum Bandaríkjanna og annarra ríkja eins og Kína og Mexíkó. Þá sakar Trump Kína um að herja á bandaríska bændur með því markmiði að beita Trump þrýstingi. Verulega hefur dregið úr útflutningi landbúnaðarafurða frá Bandaríkjunum eftir að ríki settu tolla á slíkar vörur í kjölfar tolla Trump á stál og ál. Forsetinn gagnrýndi einnig þá þingmenn sem hafa hvatt hann til að láta af umræddum tollum og stilla til friðar í viðskiptadeilum Bandaríkjanna. Hann sagði þá „auma“ og segir að þeir geri samningaviðræður erfiðar. Starfsmenn Hvíta hússins segjast vonast til þess að greiðslur berist til bænda í september og á sama tíma vonast þeir til þess að hagsmunasamtök bænda og þingmenn innan Repúblikanaflokksins láti af gagnrýni sinni á tollanna. Þeir segja tollana koma verulega niður á bændum og á flokknum í aðdraganda þingkosninga í nóvember.Í gær hélt Trump ræðu í Missouri þar sem hann biðlaði til bænda og bað þá um að sýna þolinmæði. Hann sagði að á endanum yrðu bændur þeir sem myndu græða mest á stefnumálum hans. Repúblikanar hafa þó einnig gagnrýnt stofnun neyðarsjóðsins og segja Trump eiga frekar að hjálpa bændum með því að opna á nýja markaði erlendis í stað þess að ríkið þurfi að greiða þeim. Þingmaðurinn Rand Paul sagði að ef tollarnir væru að koma niður á tekjum bænda væri rétta leiðin ekki að bjóða þeim ölmusu. Rétt væri að fella tollana niður. Every time I see a weak politician asking to stop Trade talks or the use of Tariffs to counter unfair Tariffs, I wonder, what can they be thinking? Are we just going to continue and let our farmers and country get ripped off? Lost $817 Billion on Trade last year. No weakness!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 25, 2018 When you have people snipping at your heels during a negotiation, it will only take longer to make a deal, and the deal will never be as good as it could have been with unity. Negotiations are going really well, be cool. The end result will be worth it!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 25, 2018 China is targeting our farmers, who they know I love & respect, as a way of getting me to continue allowing them to take advantage of the U.S. They are being vicious in what will be their failed attempt. We were being nice - until now! China made $517 Billion on us last year.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 25, 2018
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Sjá meira